Vísir - 18.10.1975, Síða 3

Vísir - 18.10.1975, Síða 3
VtSIR. Laugardagur 18. október 1975. 3 BSRB tekur ákveðna stefnu í verkfallsréttarmálinu Fulltrúar samtakanna segja sig úr kjaradóm og kjaranefnd Bandalag starfsmanna ríkis og bæja stefnir nú hraðbyri aft þvi að afla sér verkfallsréttar. A fundi sfnum á fimmtudag sam- þykkti stjórn félagsins, samn- inganefnd og verkfallsréttar- nefnd, ýmsar ályktanir, sem allar stefna i sömu átt, aft afla samtökunum, verkfallsréttar. Fundurinn ályktaði meðal annars, að tilnefndir fulltrúar BSRB i kjaradómi og kjara- nefnd segi sig nú þegar úr þess- um lögskipuðu gerðardómum. 1 þessari ákvörðun felst, að BSRB ætlar ekki að una afgreiðsiu þessara gerðardóma framveg- is. Stofnun verkfalls- nelndar liSHIi. bá beindi fundurinn þvi til stjórnar BSRB, að skipuð verði verkfallsnefnd bandalagsins nú þegar. Hlutverk hennar verður að undirbúa og stjórna eftir nánari ákvörðun samninga- nefndar og stjórn'ar BSRB að- gerðum til að knýja fram kröfur samtakanna. Nefndin á einnig aö sjá um upplýsingastarf, kynningu og öflun stuðnings við málið. Krafa um verk- lallsrétt BSRB hefur lagt fram þá kröfu við rikisstjórnina, að bandalaginu og aðildarfólögum þess verði veittur verkfallsrétt- ur þegar á þessu ári. bannig verði gerðardómur afnuminn sem lokastig i kjaradeilu opin- berra starfsmanna. Mál þetta var einnig sett fram i kröfugerð og megintillögum BSRB i yfir- standandi samningsgerö, bæöi við rikið og bæjarstjórnir. Krafan um verkfalls- rétt sniögengin. Á samningafundi 15. þessa mánaðar var krafan um verk- fallsrétt sniðgengin af samn- inganefnd rikisins jafnframt þvi sem kröfum um leiðréttingu iaunakjara var svarað með al- gjörlega óviðunandi launa- tilboði. BSRB telur þvi augljóst að rikisvaldið áformi ekki að bæta úr réttleysi samtakanna i samn- ingamálum, og leitist viö i skjóli þess að viðhalda þvi misrétti i launamálum, sem þegar sé orð- ið milli opinberra starfsmanna og annarra. Kjaramálin ekki fyrir kjaradóm. BSRB segir, að i skoðana- könnun á fjölsóttum fundum á vegum samtakanna um land allt hafi sá vilji komið ótvirætt fram, að kjaramál opinberra verði ekki lögð fyrir kjaradóm. Segir BSRB dóminn margoft hafa brugöist þvi hlutverki sinu, að vera hlutlaus úrskurðaraöili i kjaradeilum. BSRB vill áfram leitast við, að ná samningum viö rikis- stjórnina um kjaramál og af- greiðslu verkfallsréttarmálsins. BSRB reiöubúiö að gera ábyrga kjarasamninga Samtökin segjast margoft hafa sýnt og sannaö aö þau séu reiðubúin að gera ábyrga kjara- samninga. Megi i þvi sambandi minna á samninga BSRB i desember 1973, sem markað hafi þá stefnu i kjaramálum, er illu heiili var kvikað frá af öðr- um. Bandlagiðkveðst reiðubúið að takast á við verðbólguvandann i samvinnu við rikisvaldið og önnur hagsmunasamtök. —AG— BORÐUM 110 TIL 120 TONN AF SMJÖRI Á MÁNUÐI tslendingar borða 110 til 120 tonn af smjöri á hverjum mán- uði. — Um siðustu mánaðamót voru til i landinu 496 lestir og höfðu birgðir aukist um 100 tonn frá því i júli. — bessi birgða- aukning kemur þó vart að sök þar eð smjörframleiðsla yfir vetrarmánuðina er ekki meiri en 50 tonn á mánuði. bar eð gert er ráð fyrir að flytja verulegt magn af rjóma frá Norðurlandi, dregst smjör- framleiðsla þar saman.Til að koma i veg fyrir skort á smjöri verður dregið úr framleiðslu feitra osta i vetur. bá verður lit- ill útflutningur á ostum. Veruleg aukning hefur orðiö á sölu osta hér innanlands, 10 til 12% aukning á mjólkurostum og 60% aukning á bræddum ostum. Hjá Sláturfélagi Suðurlands á Selfossi hefur verið tekin upp bónusgreiðsla til allra er starfa að sauðfjárslátrun. Bónuskerfið er þannig upp byggt að það hvetur til auk- inna afkasta og betri meðferð- ar á kjííti hjá starfsmönnum. Arangurinn hefur heldur ekki látið á sér standa. 1 ár er gert ráð fyrir mun meiri slátrun en í fyrra, og er þegar búið að slátra um 97 þúsund fjár. Meðalvigt dilka virðist vera svipuð og i fyrra. —EKG BONUS FYRIR SLÁTRUN íslendingar gáfu hamar isiendingar hafa gefið Sain- einuðu þjóðunum nýjan fundar- hamar. ilamarinn er gerður eftir frummynd Asmundar Sveinssonar, myndhöggvara, og hefur hann gefið verkinu heitið: „Bæn vikingsins fyrir friði”. Jón Benediktsson, myndhögg- vari, skar út þetta eintak af hamrinum. A myndinni sést Einar Agústsson, utanrikisráðherra, afhenda Gaston Tliorn frá Luxemborg, forseta 30. alls- herjarþings Sameinuðu þjóð- anna, nýja fundarhamarinn. Minnisvarði afhjúpaður í Bolungarvík i tilcfni kvennaárs verður afhjúpaður minnisvarði um fyrstu iandnámskonuna i Bol- ungarvik, buriði sundafylli. Athöfnin hefst kl. 4. Hildur Einarsdóttir afhjúpar minnis- varðann og Benedikt b. Bene- diktsson flytur ræðu. Gefandi minnisvarðans er Sjálfstæðis- kvennafélag staöarins sem einmitt ber nafn fyrstu land- námskonunnar. Um kvöldið verður i Félags- heimilinu spilavist og leikþáttur fluttur og þar flytur Sigurlaug Bjarnadóttir alþingismaður ávarp. EKG

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.