Vísir - 18.10.1975, Síða 10

Vísir - 18.10.1975, Síða 10
10 VtSIR. Laugardagur 18. október 1975. Mœður fagna: Nýja fyrir- myndin er snyrtimenni Á sl. ári hefur Donny Osmond/ sá næst yngsti af hinum frægu Osmond bræðrum/ eignast fleiri og fleiri aðdáendur úr hópi ungra drengja á lik- um aldri og hann er sjálf- ur, en hann er 17 ára gamall. Til að byrja með voru það aðallega stelpurnar sem voru i aðdáenda-klúbbúnumen nú eru sifellt fleiri strákar að bætast i hópinn. Danny er orðinn fyrirmynd ungra pilta i dag. Timarnir eru fljótir að breytast — siðan Bitl- arnir voru allra fyrirmynd — og þar á undan Elvis Prestley, hefur það ekki verið neinn sér- stakur sem hefur verið tekinn sem fyrirmynd, þar til nú, að Danny Osmond hefur fengið það hlutverk. Það er ekkert einkennilegt við það, þvi það eru ávallt andstæð- urnar sem leysa hverja aðra af hólmi. Ef við munum aðeins 2—3 ár aftur i timann, voru flestir strákar með úfið, fitugt og sitt hár, töturlega til fara, i gömlum hermannafötum sem þeir virt- ust hafa fundið á haugunum. Þeir virtust ekki hafa komist i kynni við vatn eða sápu. Þetta er allt búið að vera núna. Nú er það Danny sem er fyrir- myndin, hreinn og vel klæddur með hæfilega langt hár. Þetta er dálitið skemmtilegt, þvi fyrst þegar þeir Osmond- bræður komu fram, þóttu þeir vera „siðasta sort” og stungu i stúf við það sem i tisku var og voru allt öðru visi en hinir. Sennilega er þetta vegna harðfylgis kvenfólksins. Með þvi að ótal margar stúlkur voru aðdáendur þeirra Osmond- bærðra, sýndu þær ungu mönn- unum hvernig þær vildu i raun og veru hafa karlmennina. Venjulegir drengir streittust i fyrstu á móti, eins og oft vill verða. En nú hafa þeir hreinlega gef- I ist upp! Eitt af þvi sem gerir Donny Osmond svo tilvalinn er hve eðlilegur hann er. Það er ekkert óvenjulegt við hann i einkalif- inu. Hann er e.t.v. laglegri en aðrir piltar, en samt ekki svo mjög, en hann myndast sérlega vel. Hann er ekki með geisla- baug um höfuðið, heldur fellur einstaklega vel inn i myndina sem „sérlega geðugur, ungur maður”. Það er aðeins þegar hann er á leiksviðinu, við vinnu sina, söng og leik, sem hann hefur eitthvað sérstakt fram yfir aðra. Það er kannski einmitt einnig það sem fær drengi til að dást að honum. Hann er eins og drengir vilja að „drengir séu”. Duglegur við vinnu sina, en ósköp venjulegur i daglegu lifi. Mæður um viða veröld mega sannarlega fagna þessari nýju fyrirmynd og horfa ' fram á framtiðina björtum augum, hreina, vel klædda og umfram allt vel klippta syni sina! KROSSGÖTUR Sigvaldi Hjálmarsson skrifar: Fyrirbœrið lögregla Ritað í tilefni af fregnum um gleymda fanga Annað veifið hrökkva menn upp við það að 1 heiminum rikir grimmd: fjöldi manna er hnepptur i fangelsi fyrir skoðanir sínar einvörðungu og verður að sæta pyndingum. Fólskir valdajöfrar teljast bera sökina, en sjálfir leysa þeir þó naumast ódæðið af hendi. Til þess er önnur stétt: lögregla. Lögregla er til þess að vernda fólk. En hún er þó miklu viðar notuð tii að kúga! Raunar er komið á daginn að verndin sem lögreglan veitir lýðfrjálsum löndum er stórlega gloppótt. Enginn virðist kunna ráð við mannránum og ofbeldis- verkum sem gerast nú æ tiðari. Og i stórglæpamálum er naum- ast um að ræða að höfuðpaurinn náist. Geðveilir menn og fautar lenda fremur i aftökuklefanum en eiginlegir glæpamenn. Ef lögreglan hefur ekki vald til að kúga er henni um megn að vernda! Hún er ágæt til að stjórna um- ferð og ganga um goturnar með afskaplega vönduð kaskeiti, en saklausu fólki og friðsömu veitir hún stopul skjól. Stórglæpir og ofbeldisverk tiðkast ekki meiren raun ber vitni — beinlinis afþvi stórglæpamenn eru ekki sérlega fjölmennir. Þar að auki gerir lögreglan sitt til að viðhalda glæpum — einsog sannast af þvi að fangelsi og meðhöndlun afbrotamanna yfirleitt breytir fleiri smábófum I stórbófa en föngum yfirleitt I heiðvirða menn. Meðferð fanga er kapituli útaf fyrir sig. í ljós er komið að grunnt er á pyndingahneigð yfirleitt i yfir- heyrslum og fangagæslu, lika i okkar heimshluta, þótt mildari kallar veiti henni útrás á mild- ari máta. Fangar eru þreyttir og hræddir þótt ekki séu þeir beinlinis barðir. Hverjum ætli fremur leyfist að byrsta sig, fanganum eða yfirvaldinu? Er ekki fæða neydd oni fanga sem dettur i hug að svelta sig — lika hér i okkar litla, frjálsa vestræna heimi? Yfirheyrsla er ekki heiðar- legt einvigi. Fanginn er alltaf minnimáttar hversu sterkur sem hann er. Og aldrei hefur tæknin við að kvelja verið meiri en I dag: raf- magnspyndingar, steikara- grindin sem sett er á bakið á föngum i íran, lyfin sem neydd eru oni fólk i Rússlandi. Eftir þvi sem bófum lukkast að hafa i frammi meiri uppivöðslu og lögreglan finnur betur vanmátt sinn að halda þeim i skefjum, þeim mun að- gangsfrekari gerist hún við blásaklausan almenning. Hún sér púka i hverju horni og tor- tryggir alla sem ekki haga sér eftir formúlu. Um það eru dæmi frá Vesturheimi að maður sem var að rölta um að gamni sinu á auðu svæði I útjaðri stórborgar var tekinn fastur afþvi hann gat ekki borið fram neina vanalega ástæðu fyrir að vera að flækjast þarna! Einmitt það aðverða alltaf að hafa á takteinum afsökun fyrir að vera til er brennimark ófrelsisins... Ég er'-að tala um fyrirbærið lögreglu, ekki ágæta stóra sterka og klunnalega lögreglu- menn sem við þekkjum per- sónulega. Þetta á lika harla litið við okkar lögreglu einsog hún er. Við erum heppnir: við eigum heldur lélega lögreglu, og fyrir bragðið erum við tiltölulega frjálsir og löghlýðnir — höfum ekki enn sem komið er glutrað niður tilfinningunni fyrir þvi að hver beri ábyrgð á sjálfum sér og heimurinn sé hérumbil eins- og maður sjálfur. En bér gæti allt komið fyrir. Fáeinir nautheimskir byssubóf- ar gætu jafnvel gert stjórnar- byltingu. Verðum við að velja milli hvort við kjósum heldur öryggisleysi eða ófrelsi? Fyrirbærið lögreglu ætti að ræða, til að mynda hjá Samein- uðu þjóðunum (enn er a.m.k. unnt að nota þá stofnun til að tala!), þetta einkennilega fyrir- bæri sem þvi aðeins megnar aö leysa hlutverk sitt af hendi að hún sé búin sjálf að ganga milli bols og höfuðs á þvi sem hún á að vernda.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.