Vísir - 23.10.1975, Síða 8

Vísir - 23.10.1975, Síða 8
8 VÍSIR. Fimmtudagur 23. október 1975. Þessi mynd er frá Santo Domingo. Skæruliöar halda vörö um bandariskan sendiráösstarfsmann, Barböru Hutchison. Þeir tóku átta gisla og kröföust einnar milljón dollara lausnargjalds. Enginn vafi leikur á þvi að hryðjuverka- starfsemi — bæði póli- tisks og glæpsamlegs eðlis — mun færast i aukana. Hryðjuverk- um mun fjölga bæði i Norður- og Suður-Ame- riku svo og i Evrópu. Einu staðirnir, þar sem ólik- legt er að hryðjuverkum fjölgi, eru þeir, þar sem slikir atburðir eru þegar orðnir daglegt brauð, —■ riki þar sem almennir borgarar lifa i stöðugum ótta við öryggislögregluna og við að verða vaktir um miðja nótt. Aðeins ein örugg leið er tií að losna við hryðjuverkamanninn — og hún er sú að veita honum mótspyrnu án þess að þurfa að gripa til neyðaraðgerða. Sumir halda að gegn ofbeldi dugi að- eins ofbeldi. Það er misskilning- ur — þvi að það sem pólitiskur hermdarverkamaður æskir öðru fremur, er að rikisvaldið þurfi að beita harkalegum lög- regluaðgerðum. Hvoð er í veði? Myndavélin i bankanum tók þessa mynd af bankarækningjanum sekúndubroti áður en hann skaut til bana 19 ára gamla af- greiöslustúlku, sem stendur fyrir framan hann. bcynilögreglumaöur heldur byssu við höfuö manns, sem talinn er þátttakandi i glæpahring. Glæpsamleg hermdarverk —• þ.e. beiting hermdaraðgerða til að knýja fram vilja sinn i sambandi við eitthvert afbrot (t.a.m. töku gisla við bankarán) má auðveldlega uppræta. Glæpamanninum er það vel kunnugt, að ef hann næst mun hann verða dæmdur i langa fangelsisvist. Honum er einnig kunnugt um það, að ef hann neyðir einhvern til að gera eitt- hvað gegn vilja sinum meðan á afbroti stendur, hefur það að- eins i för með sér þyngri dóm. Ef hann beitir skotvopni við afbrot, veit hann að fangelsis- vistin verður löng. Hann veit það einnig, að ef hann rænir ein- hverju, gæti hann fengið lifs- tiðarfangelsi — eða það sem verra er — hann gæti átt yfir höfði sér dauðadóm. Þannig beitir hinn venjulegi afbrotamaður sjaldan alvarlegu ofbeldi, nema þvi aðeins að hann sé króaður af og hafi engu að tapa. Astæðan fyrir þvi að lögreglu- aðgerðir i miðborg Lundúna núna á dögunum tókust svo vel, var sú ein, að glæpamaðurinn vissi, að hann græddi ekkert á þvi að drepa gisla sina. Um- sátrinu um veitingahúsið lauk (loks eftir 122 klst.) vegna þess að vopnuðu mönnunum þremur hafði verið sagt: ,,Þið komist ekkert — nema i tugthúsið. Og gerið þið nú ekki hlutina erfiðari fyrir ykkur.” Að lokum var öllum gislunum sleppt, heilum á húfi. Svipaða sögu er að segja frá New Y.ork, þar sem áþekkir at- burðir gerast um þrjú hundruð sinnum á hverju ári. 1 langflest- uni tilfellum er engu blóði út- hellt. I New York er það orðið aug- ljóst, að i hvert sinn sem af- Hryöjuverkamenn komu fyrir timasprengju I skrifstofu Mitsubishi-fyrirtækis: særður maður aö hjálpa öörum mikiö slösuðum. brotamaður er staðinn að verki við bankarán eða önnur rán, þá mun hann gripa einhvern gisl, til að nota fyrir nokkurs konar skjöld — úr holdi og blóði. En þegar honum er loks orðið það ljóst, að hann er umkringd- ur og kemst hvergi, gefst hann venjulega upp. Pólitísk hermdarverk En vandræðin byrja raunar fyrst fyrir alvöru, þegar stjórn- mál koma inn i spilið. Pólitiskir öfgamenn eiga sér kennslubækur, sem leggja mikla áherslu á gildi hermdar- verka til að ná fram markmið- inu. Ein slik er „Handbók borg- arskæruliðans” eftir Carlos Marighela. Þar er ályktað sem svo, að með öllu óframkvæman- legt sé að kollvarpa þingræðis- legu lýðræði með einhliða stjórnarbyltingu. Fólk sé ánægt i lýðræðisrikjum og alltaf sé rúm fyrir tjáningarfrelsi. En sé þetta frelsi nú eitt sinn afnumið, þá er mjög auðvelt að finna óánægt fólk. Og óánægt fólk er kveikjan að uppreisnum. Leiðin til að vekja sh'ka óánægju meðal fólksins, er sú að sannfæra það um, að það hafi ekki tjáningarfrelsi. Og leiðin til að sanna þeim það, er sú að neyða rikisstjóm- ina til aðgerða. Einstaka sprengjuárásir og morðtilraun- ir við saklaust fólk, ofsóknir gegn vitnum við réttarhöld ásamt stöku mannránum, hjálpar allt til að skapa þessa tilfinningu. Með þessum aðferðum hyggj- astþeir neyða rikisstjórn þá, er þeir berjast gegn, til að bregð- ast við á harkalegan hátt og beita ströngum ráðstöfunum, er þeir ætla, að muni koma megin- hluta almenningss i uppnám. Hin pólitiski hermdarverka- maður hefur aðeins eitt mark- mið: Að láta rikisstjórnina virð- ast „fastistiska”. Þannig að þegar lögreglunni eru fengin sérstök völd i hendur, þá megi úthrópa landið sem lögregluriki eða einræðisriki. Þeir vita það, að þeir hafa borið hærri hlut gegn yfirvöld- unum, um leið og húsleitir og vegatálmanir koma til sögunn- ar.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.