Vísir - 23.10.1975, Síða 17

Vísir - 23.10.1975, Síða 17
VtSIR. Fimmtudagur 23. október 1975. 17 í DAG | I KVÖLD | í DAB | Æfing á ballettinum sem sýndur verður f kvöld. Sjónvarp kl. 21,10 föstudag „HVÍTI HREINNINN" - BALLETÞÁTTUR - „Hviti hreinninn” heitir ballettþáttur, sem er á dagskrá sjón- varpsins annað kvöld. Þar segir frá Samastúlkunni Aili sem er ástfangin af Nilasi. Seiðkarl nokkur býðst til þess að hjáípa henni við að vinna ástir Nilasar. Aili breytist i hvitan hrein, en hún veit ekki að með hennar hjálp ætlar seiðkarlinn að fremja alls kyns ódæðisverk. Birgit Cullberg samdi dans- ana, en tónlistin er eftir Kundaage Riisager. A undan ballettinum er stutt viðtal við höfundinn. Meðfylgjandi myndir sýna at- riði úr ballettinum. — EA. Leonie Leahy I hlutverki Aili I „Hviti hreinninn”. Úfvarp í kvöld, kl. 20,00: Útvarpað verður frá Alþingi til dagskrárloka Frá þvi kiukkan átta i kvöld og til dagskrárloka útvarpsins verð- ur útvarpað frá Alþingi. Stefnuræða forsætisráðherra verður flutt og á eftir verða umræður um hana. í fyrri umferð talar forsætisráðherra, Geir Hallgrimsson, i allt að hálfa klukkustund. Þvi næst tala fulltrúar annarra þingflokka i 20 minútur hver. I siðari umferð hefur hver flokkur 10 minútur til umráða. — EA. Sjónvarp kl. 20,40 föstudag: Kvennofrí, logmeti, út- flutningur é heitu vcstni o.fl. — í Kastljósi Markaðsmál lagmetis, út- flutningur á heitu vatni, vél- hjólamenning og kvennafriið, verða á dagskrá Kastljóss I sjónvarpinu annað kvöld. Umsjónarmaður er Ólafur Ragnarsson. Auk hans sér um þáttinn Markús örn Antons- son og liklega mun einhver annar sjá um kvennafriið I þættinum. Það var þó ekki fyllilega ákveðið. Ólafur mun taka fyrir markaðsmál fyrir lagmeti. Fjallað verður um vandamál i sambandi við sölu lagmetisins og ýmislegt fleira tekið fyrir I þvi sambandi. Markús örn tekur fyrir út- flutning á heitu vatni, sem rætt hefur verið um i blöðum. Markús fjallar meðal annars um það hvaða ráðstafanir þyrfti að gera til þess að koma slikum útflutningi i kring. Þá verður kvennafriið sem stendur einmitt þennan dag, tekið fyrir, og loks fjallar Ólafur um vélhjólamenning- una eða „vélhjólaómenning- una” eins og sumir myndu kannski segja. „Þetta er þáttur sem vill gleymast i umferðarmálun- um”, sagði Ólafur og við fáum að vita hvaða reglur gilda um vélhjólanotkun, hvað menn þurfa að vera gamlir til þess að fá að nota slik hjól og loks ætti okkur að gefast á að sjá góðar mundir af nokkrum köppum á reiðskjótum sinum. Ef eitthvað merkilegt á sér stað getur það breytt þeim áætlunum sem gerðar hafa verið um þáttinn. Viðkomandi málefni fengi þá inni i þættin- um I stað einhvers af fyrr- nefndum. Það má svo gera ráð fyrir þvi að þetta verði merkilegur dagur I sjónvarpinu, þ.e. kvennafriið. Menn verða að öllum likindum að sminka sig sjálfir, og svo má búast við fullu húsi af börnum! Og skyldu svo fréttirnar verða sendar út? — EA. Sjónvarp kl. 22,00 föstudag: Lokoþótturinn um Skólkana Lokaþátturinn um Skálkana er á dagskrá annað kvöld I sjón- varpinu. Hann fjallar um Billy, þann sem var skipuleggjandi ránsins frá upphafi til enda. Við skildum við Billy I villu i Portúgal. Hann óttast að hann muni þekkjast og ákveður að fara til Englands. Leið hans liggur beint til bróður hans og mág- konu sem búa i ltilum bæ i Eng- landi. Mágkona hans, Janis, er ein heima með dóttur sína, þegar Billy ber að. Henni verður bilt við og vill fá hann til þess að fara. Han'n vill það ekki fyrr en hann hefur náð tali af bróður sinum, Eric. Dóttirin, Caroline, er hrædd, en móðir hennar reynir að róa hana með þvi að segja henni að Billy sé „Billy frændi frá 'Kanada”. Þau Janis og Billy taka siðan tal saman og rifja upp liðna tið. Það kemur i ljós að þau áttu vingott saman, áður en Jánis giftist Eric, og það er jafnvel vafamál hvort Eric er réttur faðir Caroline. Svo fer, að Janis biður Billy að fara inn i stofu til þess að spjalla við Caroline, þvi hún ætli að ná i te. Um leið notar hún tækifærið og hringir i Eric og segirhonum að Billy sé kominn. Billy hefur haft allan varann á og kemur að henni I simanum. einmitt þegar hún segir að hann sé kominn. Og nú er- bara að biða og vita hvað Eric gerir. Hringir hann á lögregluna? — EA. SJONVARP Föstudagur 24. október 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrá og auglýsingar 20.40 Kastljós Þáttur um innlend málefni. Umsjónarmaður Ólafur Ragnarsson. 21.10 Hviti hreinninn Ballett- þáttur. Birgit Gullberg samdi dansana, en tónlistin er eftir Knudaage Riisager. Samastúlkan Aili er ást- fangin af Nilasi. Seiðkarl einn býðst til að hjálpa henni að vinna ástir Nilasar. A tungllýstum nóttum breytist hún I hvitan hrein. En hún veit ekki, að með hennar hjálp ætlar seið karlinn að fremja alls kyns ódæðisverk. A undan ballettinum er stutt viðtal við höfundinn. (Nordvision — Norska sjónvarpið) 22.00 Skálkarnir Breskur sakamálamyndaflokkur. Lokaþáttur Billy Þýðandi Kristmann Eiðason. UTVARP FIMMTUDAGUR 23. október 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Á frivaktinni. Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Miðdegissagan: „Á fullri verð” eftir Oscar Clausen. Þorsteinn Matthiasson les (8). 15.00 Miðdegistónleokar. Ilana Vered leikur á piano verk eftir Chopin. Janos Starker og György Sebök leika Sónötu fyrir selló og pianó eftir Mendelssohn. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tón- leikar. 16.40 Barnatimi: Eirikur Stefánsson stjórnar. Flestir girnast gullið. — Aðalefni timans er sagan af Midasi kóngi. 17.30 Mannlif I mótun. Sæ- mundur G. Jóhannesson rit- stjóri á Akureyri rekur minningar sinar frá upp- vaxtarárum i Miðfirði (10). FÖSTUDAGUR 24.október 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25. Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „A fullri ferð” eftir Oscar Clau- sen. Þorsteinn Matthiasson les (9). 15.00 Miðdegistónleikar. Fritz Wunderlich syngur lög eftir Schubert, Hubert Giesen leikur á píanó. Aaron Rosand og Sinfóniuhljóm- sveit útvarpsins i Luxem- burg leika Fiðlukonsert nr. 3 I g-moll op. 99 eftir Jenö Hubay, Louis de Froment stjórnar. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphorn 17.10 Tónleikar 17.30 Mannlíf I mótun. Sæ- mundur G. Jóhannesson rit- stjóri á Akureyri lýkur við að segja frá uppvaxtarárum sinum I Miðfirði. 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir'. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál. Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.40 Þingsjá. Kári Jónasson sér um þáttinn. 20.00 Jórunn Viðar leikur á pianó verk eftir Debussy, Chopin og Schumann. 20.30 Lygn streymir Laxá. Jónas Jónasson ræðir við Gunnlaug Gunnarsson bónda i Kasthvammi. 21.20 Kórsöngur. Stúlknakór Gagnfræðaskólans á Sel- fossi syngur, Jón Ingi Sigur- mundsson stjórnar. 21.30 Útvarpssagan: „Fóst- bræður” eftir Gunnar Gunnarsson. Þorsteinn ö. Stephensen leikari les (6). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Hvað gerðist I dag? Fréttamenn- irnir Friðrik Páll Jónsson, Kári Jónasson o.fl. gera upp reikninginn að kvöldi kvennafridags. (Skákfréttir kl. 22.35)! Tónleikar. 23.30 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. - Væri ekki einfaldara að við flyttum okkur aðeins ofar? — Reynið nú að segja eitthvað uppörvandi við yfirlækninn. Hann hefur svo miklar áhyggjur út af yður.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.