Vísir - 27.10.1975, Side 8

Vísir - 27.10.1975, Side 8
8 VÍSIR. Mánudagur 27. október 1975. við þennan mann á þeim aldri, sem flestir eru farnir að huga til hvildar eftir erilsaman lifsferii. Hann er um sextugt. t lengri tima hafði hann rekið búskap, en hugur hans stóð til stærri verka i þeim efnum en þegar voru orðin. bá keypti hann Korpúlfsstaði og fleiri jarðir. Gerði mela, móa og mýrar að grænum túnum i stærri stil en nokkur annar maður og varð stærsti bóndi á tslandi. Hann trúði á moldina og mennina. Moldin brást honum ekki, en mennirnir brutu niður það, sem hann byggði upp. Stórbygging- arnar á Korpúlfstöðum blasa við þeim, sem fara um Vestur- landsveginn, sem minnisvarði um hinn mikla athafnamann, en einnig minna þær á óþurftar- verk, sem unnið var á alþingi is- lendinga. Valtýr Stefánsson ritstjóri, ritaði ævisögu Thor Jensens i tveimur bindum. Það eru merk- ar bækur um stórbrotinn lifsfer- il. Þar sem athafnamaðurinn er er ekki kyrrstaða. Það er sama á hvaða sviði það er. Hann byggir upp og hann skipuleggur. Umsvifin aukast og atvinnulifið fær nýja næringu, þess gætir á öllum sviðum i kringum hann. Þess eru sem betur fer nokkur dæmi á landinu, að umsvif at- hafnamannsins hafa byggt upp heil byggðarlög. Við getum litið til Bolungar- vikur þar sem Einar Guðfinns- son hefir starfað og nærtækt er dæmið um Harald Böðvarsson á Akranesi. t Reykjavik eru einn- ig nokkrir menn, sem ber hæst á sviði útgerðar og athafna. Næg- ir þar að geta i stafrófsröð, þeirra Einars Sigurðssonar, Ingvars Vilhjálmssonar og Tryggva Ófeigssonar og eru þó margir ónefndir. 1 sveitum landsins hafa athafnamenn einnig komið við sögu og gert garðana fræga. Sama má segja um iðnað og verslun. Allt er þetta byggt upp af tiltölulega fá- um mönnum, sem allir eiga eitt sameiginlegt. Þeir eru sprottnir upp úr jarðvegi hins vinnandi manns og leggja af stað út i lífið með lófana bera, en forsjónin gaf þeim i vöggugjöf kraftinn og dugnaðinn, sem varð þeim sjálfum og öðrum til blessunar. Þeir urðu afreksmenn. Ég gat þess i upphafi þessa máls, að oft hafi nætt um at- hafnamanninn naprir vindar og það er kannski eðlilegt. „Högg- unum er þeim hættast við sem hæst ber á”. bessir menn, sem koma alls- lausir og fara eins og þeir komu, hafa verið kallaðir ihaldsseggir og auðvald og áróðurinn gegn þeim hefir að sjálfsögðu borið árangur. Nær hefði þó verið að virkja atorku þeirra til al- mannaþarfa i stað þess að setja fyrir þá fótinn, eins og stundum hefir orðið. Eitt atriði vekur athygli manns öðru fremur. Það er hvað Háskólinn hefir skilað undra fáum athafnamönnum i atvinnulif þjóðfélagsins, þótt margir ágætir menn hafi þaðan komið. Hitt er aftur á móti eftir- tektarvert, að háskólamenntað- ir menn eru sist eftirbátar i kröfugerðum á hendur þjóðfé- laginu, en sökum vits og mennt- unar hlýtur þeim að vera ljóst, hversu alvarlega horfir i okkar málum nú, og margra augu hefðu frekar mænt til þeirra til uppbyggingar en niðurrifs. Aron Guðbrandsson. ATHAFNAMENN öll þjóðfélög telja sér feng i þvi að eiga sem flesta dugnað- armenn og skiptir þar ekki máli hvaða stjórnmálakerfi þau lúta. Það væri þá helst að við islend- ingar værum þar nokkur undan- tekning frá reglunni eins og að visu i fleiri greinum, að minnsta kosti hefir oft leikið kaldur gust- ur um athafnamenn okkar og fáir, sem hafa tekið svari þeirra. I þessari grein ætla ég að ræða dálitið um þá. Við erum stödd i Kaupmanna- höfn og á vörðunni við veginn stendur ártalið 1878, það er 28. dagur aprilmánaðar. Við stönd- um á gangstétt einnar götunnar og virðum fyrir okkum umferð- ina. Allt i einu veitum við at- hygli tveimur drengjum á ferm- ingaraldri, þeir bera á milli sin nýtt, eikarmálað koffort. Þeir setja það niður annað kastið og hvila sig litla stund. Annar þeirra virðist hafa mikinn á- huga á þvi að halda áfram göng- unni. Báðir eru þeir nýfermdir og báðir koma þeir frá sama heimavistarskólanum, sem var kostaður af þvi opinbera fyrir fátæka drengi, sem misst höfðu annað eða bæði foreldri sin. Allir fengu þeir i fermingargjöf frá skólanum eikarmálað kof- fort af sömu gerð og það sem þessir tveir báru á milli sln. Annar þessara drengja reyndi að ná gagnfræðastiginu við fullnaðarprófið fyrir ferming- una, en féll á þýskunni. Ekki varð skólaganga hans lengri i lifinu en skólinn kom drengjun- um fyrir til allskonar náms- dvalar viða um landið. Einn af drengjunum var ráðinn til 5 ára námsdvalar við verslun á Is- landi, kauplaust. Það var annar af drengjunum, sem við höfum fylgst með. Nú var hann á leið til skips með aleiguna í koffort- inu sinu. Hann mætti væntan- legum húsbónda sinum á leið- inni, og hann spurði drenginn hvort hann mætti ekki gefa hon- um eitthvað með sér til ferðar- innar. Jú takk, sagði drengur- inn, Harmoniku. Næsta dag 29. april voru undin upp segl á skonnortunni Júnó og stefni hennar snúið til norðurs. Þar um borð var vinur okkar með koffortið sitt og harmonik- una. Ferðin tók 37 daga og þeg- ar að landinu var komið voru allir firðir og flóar fullir af is. Skipið tók höfn á Borðeyri. Ungi maðurinn.sem við höfum fylgt'i ferðinni hét Thor Jensen. Engum, sem séð hefði Thor Jensen á þessum árum hefði dottið i hug, að hér væri á ferð- inni efniviðurinn i mesta at- hafnamann, sem átthefir heima á þessu landi. Stundum var hon- um köld vistin á þessum fimm launalausu árum á Borðeyri. Veturinn 1881 var einn af þeim köldustu á öldinni. Frostið komst i 40 gráður á Celcisus i Hrútafirðinum og einn morgun var mældur gaddurinn i vistar- veru Thor Jensens og var hann 19 gráður. Þegar námsárunum var lokið byrjaði hann sem sjálfstæður atvinnurekandi. Hann varð bóndi, kaupmaður o.fl. og nú hittum við hann aftur haustið 1899. bá er hann gjaldþrota, fluttur til Hafnarfjarðar með konu og 7 börn i ómegð. Störfin, sem hann vann við gáfu honum 13 sterlingspund á mánuði. Kon- an hans tók nokkra skólapilta i fæði til að létta róðurinn. Sjálfur fór hann á pramma út á f jörðinn með Rikharði syni sinum sem var 12 ára til þess að veiða skar- kola i matinn. Þess á milli hnýtti hann fiskinet og smiðaði fiskikassa. Amerikuför skaut upp i huga hans og ferðakoffortið hafði hann þegar smiðað. Vinur fjöl- skyldunnar kom i heimsókn. Hann leit yfir barnahópinn og sagði: „Þetta er of fallegur hóp- ur til þess að fara með hann til Ameriku”. Konan hans vildi ekki fara til Ameriku og hug- myndin var lögð á hilluna. Hann átti tvo reiðhesta. Hann varð að selja þá báða til Englands. Hann teymdi þá báða niður bryggjuna og um borð i upp- skipunarbát. Svo labbaði hann heim til sin suður i Hafnarfjörð. Næst veðsetti hann bækur og húsmuni til þess að afla fjár til matarkaupa til vetrarins. Enn liðu árin. Við nemum staðar við haustið 1918. Drepsótt hafði lagst yfir byggðina. At- vinna lagðist niður og fátækum lá við hungri. Fjöldi manns dó og hörmungarnar voru ólýsan- legar. bá hittum við aftur sam- ferðamann okkar, Thor Jensen. Hann er önnum kafinn við að stofnsetja eldhús i Reykjavik til matgjafa snauðu og lasburða fólki. Allir voru velkomnir, sem vildu og þurftu á næringarrikri máltiðað halda. Þá var Reykja- vik örlitið brot af þvi, sem hún er nú, en til máltiðanna komu daglega 450 börn og 40—50 full- orðnir og frá 250 til 400 léttar máltiðir voru sendar út i bæinn daglega til sjúkra og lasburða. Þrjá togara lét hann fiska fyrir bæjarbúa, en áhafnir tveggja veiktust. Allan fiskinn gaf hann bæjarbúum. Enn liður timinn og nú hittum Thor Jensen. Hið islenska nóttúrufrœðifélag Fyrsti fræðslufundur vetrarins verður haldinn mánudaginn 27. október kl. 20.30 í stofu 104, Árnagarði. Þá heldur dr. Þor- leifur Einarsson, prófessor, erindi: Ald- ursákvarðanir i hópun jökla og sjávar- stöðubreytingum i isaldarlok. sófaseftó hittir beint í mark TODDÝ sófasettiö er sniðió fyrir ung^ tólkiö o , Verö aöeins kr.° 109.000.- Góöir greiðsluskilmálar. í* 0 o Sendum hvert á’land sem er.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.