Vísir - 29.10.1975, Page 2

Vísir - 29.10.1975, Page 2
2 VÍSIR. Miðvikudagur 29. október 1975. vtansm: Hver er skemmtilegasta persóna sem þú sérð i sjónvarpi? Guðbjörg Albertsdóttir: Þessu er nú vandsvarað, þaö eru svo margir góðir. Olafur Ragnarsson, hann er eiginlega langbestur. Baldvin Björnsson, auglýsinga- teiknari: Það er örugglega enginn af stjórnmálamönnunum. Gisli Halldórsson, hann er náttúrulega sá langbesti. I.eilur Gislason, byggingafræð- ingur: Það eru margir nokkuð góðir, en ég man ekki eftir neinni sérstakri uppáhaldspersónu. Vignir Jónsson, kennaraháskóla- neini: Ætli það sé ekki ,,El:sku pabbi”. Grétar Sigurðsson, nemi: Ég veit það ekki. Það eru margar skemmtilegar persónur, en engin sérstök. Ingunn Indriðadóttir, nemi: Ég veit það ekki og þó ætli ,,Töfra- maðurinn” sé ekki skemmtileg- astur. Atvinnurógur í auglýsingum aðstöðu sína framleiðenda og kom þá i ljós að þeir nota þéttiefni sem hefur sömu eiginleika og þéttiefnið sem cudogler notar. I margumræddri auglýsingu kemur einnig fram að notaðar eru tvær gerðir af listum milii glerja i tvöföldu gleri og fullyrt að sú tegundin sem Cudogler notar sé fullkomnari á allan hátt. Þetta er einnig órannsakað og eins og gefur að skilja mjög um- deilt meðal framleiðenda. Af ofangreindum ástæðum tel ég að hér sé á ferðinni versta teg- und af atvinnurógi og hlýt þess vegna að krefjast þess að n'eyt- endasamtökin fari fram á tæknilega rannsókn á fram- leiðsluaðferðum i gleriðnaði hér á landi þannig að setja megi framleiðendum ákveðinn gæða- ramma sem þeim sé skylt að halda framleiðslu sinni innan. Að lokum vil ég segja að svona auglýsingar ættu að vera bannaðar hér á landi eins og viða erlendis. Samkeppni er góð svo framarlega sem baráttuað- ferðir samkeppnisaðila eru heiðarlegar.” ■■nnaHeMHBMiiHflHH „Einhvern timann hefir það heyrst að islendingar ættu met i að svara ekki bréfum og þó allir læsir og skrifandi. Margir hafa þá sögu að segja að þeir fái ekki svar við bréfum, hvað áriðandi sem þau eru og oft á þetta við um opinberar stofnanir. Þarf oft langa rekistefnu til að ganga eftirerindinu sem þá hefir verið lagt til hliðar eins og það er kallað á góðri islensku. Ég minnist þess, að einhvern timann las> ég ágæta grein um þetta efni eftir hr. Svein Björns- son, fyrrum forseta okkar. Þar kveður hann upp úr með að það sé hrein ókurteisi að svara ekki bréfum. Ég þekki menn sem telja það ekki ómaksins vert að skrifa bréf með það i huga að fá svar við þeim. Það er ekki gott. Þessar linur eru skrifaðar til að vekja eftirtekt á pennaleti okkar. Væri vel ef sem flestir legðu sig fram til að bæta hér um.” AÐ SVARA BRÉFUM ívar II. Einarsson skrifar: „Starfsmaður útvarpsins sem hafði i fyrra þáttinn „Á lista- brautinni”, kvartaði undan þvi að hann vantaði skemmtiefni i þáttinn. Ég fór heim til hans og bauð honum skemmtiefni á kasettuspólu. Hann tók mjög vel i þetta og sagðist ætla að leika hana i næsta þætti. Svo liða dagar og mánuðir og aldrei heyrist neitt um þetta efni. Starfsmaðurinn var með tómar afsakanir og útúrsnún- inga og sagði að nú strandaði allt á tæknimönnunum. Það stóðst ekki heldur og loksins gafst ég upp á þessu veseni við hann, enda þurfti ög á prógramminu og spólunni að halda. Þá fór ég til hans að sækja hvorutveggja, en þá segir hann að tæknimennirnir séu með þetta. Það stóðst ekki frekar en annað, þetta er búið að kosta mig mikinn tima og umstang, en aldrei hefur spólan eða'pró- grammið fundist. Hins vegar hlustaði ég á sama skemmti- kraftinn koma fram i þremur þáttum hjá þessum starfs- manni, enda eru þeir kunningj- ar. Skyldi maður þurfa að vera vinur eða frændi til að fá þátt fluttan i útvarpinu? Gaman væri að vita hver ber ábyrgð á svona framkomu.” Útvarpsmaður I misnotar Notuð og ný sjónvarpstœki Guðmundur Arnason hringdi: „I sambandi við umræður um litasjónvarp þessa dagana lang- ar mig að grennslast fyrir um þá verslunarþjónustu sem sum fyrirtæki hafa boðið upp á i sambandi við kaup á litasjón- varpi. Þau hafa boðið að fólk geti látið notuð svarthvit tæki upp i nýtt litasjónvarp með vissum afföllum. Mér skilst, að afföllin séu reiknuð af kaupverði svart- hvitu tækjanna einsog það var þegar tækið var keypt. Það sem mig langar til að vita er hvort það sé hugsanlegt að ef ég kaupi mér litasjónvarp i dag og læt t.d. ársgamalt tæki svarthvitt upp i að þá fái ég minna fyrir það hjá versluninni heldur en ef ég auglýsi það og sel einhverj- um beint sjálfur. Visir fékk það staðfest hjá einu fyrirtæki sem boðið hefur þessa þjónustu að afföllin eru reiknuð af kaupverði tækjanna eins og það var. Fyrirtækin geta ekki keypt inn notuð tæki á hærra verði en þau voru seld. Miðað við þá verðbólgu sem verið hefur er það hugsanlegt að eigandi svarthvits tækis geti fengiðhærra verð fyrir það á al- mennum markaði, heldur en i versluninni, en það fer að sjálf- sögðu eftir þvi hvað eftirspurn verður mikil eftir notuðum svarthvitum tækjum nú með til- komu litaútsendingar.” glerframleiðenda LIGGUR ÞER EITTHVAÐ Utanóskriftin er: VISlR „lesendur hafa orðið' Síðumúla 14 - Reykjavík Jón Gauti skrifar: „Mig langar til að gera at- hugasemd vegna auglýsingar sem Cudogler sendir frá sér i fjölmiðlum: Cudogler gefur i skyn i aug- lýsingu sinni að aðrir glerfram- leiðendur noti til að lima saman gler ónothæft efni. I auglýsing- unni er sýnt að það má kroppa þetta efni i burtu með litilli fyr- irhöfn og þannig er gefið i skyn að efnið sé ótryggt. Þarna er (samkvæmt augl.) um tvö þéttiefni að ræða annað sem ekki er hægt að kroppa i burtu — cudogler og svo hitt sem kroppa má i burtu á auð- veldan hátt. Samkvæmt upplýsingum frá rannsóknarstofnun byggingar- iðnaðarins hafa engar rann- sóknir farið fram á þessum tveimurefnum þannig að engin vissa er fyrir hendi hvort efnið er verra eða betra. a5ra framleiðendur á órök- Þessvegna vilégsegja aðþað studdan hátt. Ég hefi athugað er visvitandi verið. að rægja framleiðslu tveggja annarra LESENDUR HAFA ORÐIÐ

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.