Vísir - 29.10.1975, Page 6

Vísir - 29.10.1975, Page 6
6 VÍSIR. Miðvikudagur 29. október 1975. VÍSIR Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Davið Guðmundsson Ritstjóri og ábm: Þorsteinn Pálsson Ritstjóri frétta: Árni Gunnarsson Fr^ttastjóri erl.frétta: Guðmundur Pétursson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Sfðumúia 14. simi 86611. 7 linur Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. t lausasölu 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Jófriðarfélagið Þessar vikur er mönnum tiðrætt um togstreit- una i islensku þjóðfélagi. Allir vita að þjóðin hefur misst mikið i kjörum sinum og tekjum en enginn vill taka þann missi til sin. Hver og einn otar sinum tota og reynir að koma byrðunum á bak náungans. Þegar kakan, sem til skiptanna er, nægir ekki til að uppfylla kröfur um sneiðar úr henni, er reynt að bæta i hana lyftidufti til að gera hana meiri en hún er: Seðlabankinn prentar peninga, sem hvergi er raunverulegur grunnur fyrir. Þrýstihóparnir marg- nefndu koma saman og heimta og krefjast og beita fyrir sig nauðsynjatækjum, sem þeir eiga ekki meira i en aðrir. Það er ekki að undra þótt spurt sé, hvert er stefnt? Hvað er að gerast i islensku þjóðfé- lagi? Sumir spyrja jafnvel hvað er islenskt þjóðfé- lag? í nýjustu bók sinni ,,1 túninu heima” vikur Halldór Laxness að þjóðfélaginu á einum stað: „Þjóðfélagið var ekki einusinni til þegar ég var að alast upp: við skulum vona að það sé til núna, svo hægt sé að bæta það þó áritun þess sé óþekt og ekki hægt að fara i mál við það. Um daginn spurði ég gáfaðan kunningja minn hvaða félagsskapur þetta væri — hvort það væri þjóðin eða rikið, eða rikis- stjórnin, eða alþingi, kanski summan af öllu þessu? Þessi gáfaði vinur bretti heldur en ekki brúnirnar og svaraði að lokum: Ætli það sé ekki einna helst lögreglan? Eitt er vist, að oft þegar menn tala um þjóðfélag, meina þeir striðsfélag eða ófriðarfélag, þar sem einlægt er verið að jagast og fljúgast á: annað ekki. Einu sinni var kot i Hafnarfirði og hét Öfriðárstaðir af þvi að þar bjuggu kallar sem voru einlægt i áflogum. Betri menn skirðu bæinn upp og kölluðu Jófriðarstaði. Ef þjóðfélagið er sama sem ófriðarfélag mætti kannski skira það Jófriðarfélag- ið”. Þvi verður ekki á móti mælt, að þjóðfélagið er oft logandi i innbyrðis deilum. Þegar allt gengur i haginn og þjóðin hefur meðbyr i öllum efnum, er meinlaust þótt hún hlaupi út undan sér og berjist dállitið við sjálfa sig. En nú eru þeir timar að þjóðin á i vök að verjast. Hún hefur um sinn lent i efna- hagslegum öldudal og upp úr honum kemst hún ekki nema með samstilltu átaki. Innbyrðis átök milli stétta verður að setja niður. Þau verða engum til gagns. Islenska landhelgin hefur verið færð út og framundan kann að vera langvinn og erfið barátta fyrir tilveru hennar. Menn þurfa ekki að ganga að þvi gruflandi að sundruð vinnur þjóðin enga sigra i landhelgismálinu. Jófriðarfélagið eyðir allri sinni orku i að berjast við eigin vindmyllur. Það sigrast aldrei á voldugum andstæðingum með af- gangsbaráttukraf ti. 1 islendingar verða að sýna nú, eins og þeir hafa áður gert, að þegar þjóðarhagur er i veði, eru þeir menn til að láta ágreiningsefni lönd og leið. Þeim hefur verið ljóst, að litil þjóð, sem ekki á aðra að treysta á en sjálfa sig, verður að standa einhuga saman þegar mikið er húfi. ý pr m Þetta er hungraður drengur, já, hann grætur af hungri og kvölum.—Þau eru mörg börnin i Bangladesh sem deilt hafa kjörum með honum. Og myndin er tákn- ræn: þjóðin öll er sem grátandi barn. Hver er hennar von? BANGLAD NOKKRA V( ÞEGAR vofeiflegir atburðir rlða yfir skyndilega vilja fregn- ir reynast ýktar, en ef þjóð er ofurseld langvinnum hörmung- um er sem frásagnir missi brodd sinn og menn láti sér fátt um finnast. Þetta sannast á Bangladesh. Þegar stjórnarbylting var gerð þar i sumar virtust menn yfirleitt öldungis hlessa að ekki væru allir hlutir komnir þar i lag. Og siðan berast þær fréttir helstar úr þvisa landi að nú sé fyrst verið að taka til. Khonda- kar Mustaque Ahmed lofi þing- ræði eftir rúmt ár og fólk sé að taka gleði sina á ný. ... Um þetta skal nú fjallað þótt heimildir séu af skornum skammti. Sorgarsaga Saga Bangladesh (sem áður hét Austur-Pakistan) er sorgar saga. Meðan það var hluti af Pakistan réö það alltaf minna en vesturhlutinn þótt það væri mun fjölmennara og mun meira af útflutningstekjum rikisins stöfuðu frá þvi. Astæðan var einkum sú að herinn var frá Vestur-Pakistan, og svo var yfirgangur vestanmanna hlifðarlaus að um eitt skeið átti að kúga bengali (austur-pakis- tani) til aö taka upp úrdú, en leggja að mestu niður sitt forna og fræga mál, bengali. Menn spyrja tiðum: hvi er Bangladesh snautt úrþvi það átti miklar útflutnings-auðlindir áður? Og hvi er Pakistan (Vest- ur-Pakistan) stöndugt úr þvi það reiddi sig áöur svo mjög á útflutning frá Bengal? Svarið við seinni spurning- unni er það að pakistanir brugðu við hart þegar þeir misstu Bengal og stórbættu kornyrkju og annan landbúnað, og voru heppnir með tiðarfar. En svarið við fyrri spurning- unni er lengri saga: Siðustu árin fyrir frelsisstrið- ið var komið i ljós að austur- hlutinn ætlaði ekki að láta snið- ganga sig miklu lengur. Þetta var orðið sýnilegt áður en Ayub Khan gafst upp 1969. En þetta hafði i för með sér visst hirðu- leysi stjórnarinnar um austur- hlutann. Siðan komu einhver óskaplegustu flóð i sögu lands- ins. Þau eyðilögðu mannvirki á stórum svæðum, spilltu sam- göngutækjum og lögðu akra i auðn. Þarnæst kom borgara- styrjöldin, frelsisstriðið og svo ný flóð. Allt í kalda koli Þannig voru atvinnuvegir i kalda koli þegar Mujibur Rah- man tók við, að viðbættri óskap- legri óreiðu, agaleysi og öðrum hörmungum af völdum styrjaldar og ógnarstjórnar. Þegar Mujibur var drepinn sl. sumar hafði honum ekki unnist

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.