Vísir - 29.10.1975, Side 10
Samantekt um sjóðakerfi sjóvarútvegsins
VtSIR. Miövikudagur 29. október 1975.
Þetta eru
• r x* •
sjoðirmr,
sem deilt
hefur
verið um!
Sjóðakerfi sjávarútvegsins hefur
verið mjög til umræðu þessa siðustu
daga. Þvi er fundið flest til foráttu
og flestir virðast sammála um lesti
þess.
t umræðum þessum hefur þó ekki
komið skýrt fram hvað þetta sjóða-
kerfi eiginlega er. Hverjir eru sjóð-
irnir, hlutverk þeirra og hvernig er
fjár aflað til þeirra?
Hvað gerir t.d. maður sem ætlar
að kaupa bát en skortir lánsfé?
Til er sjóður er nefnist Fiski-
málasjóður. Hans hlutverk er
að veita styrki til rannsókna,
markaðsleitar og nýjunga i
sjávarútvegi. Enn fremur má
stjóðurinn veita viðbótarlán
gegn siðari veðrétti til stofnunar
alls konar fyrirtækja er horfa til
eflingar sjávarútvegs.
Svipull er sjávaraflinn
Það þarf ekki að fjölyrða um
kviða þann er gripur menn er
aflaleysi dynur yfir. Atvinnu-
leysi og örbirgð blasa við.
Til þess að bæta aflahluti
áhafna og tryggja þeim ákveðin
lágmarkslaun er aflabrestur
verður var siofnaður aflatrygg-
ingasjóður. Sjóðurinn skiptist i
þrjár deildir: bátadeild, togara-
deild og jöfnunardeild.
Fulltrúar ýmissa hagsmuna-
samtaka skipa stjórn sjóðsins.
Fjár til sjóðsins er aflað
þannig að 1,25% af útflutnings-
verðmætum sjávarafurða
svarar einum fjórða hluta
gjalds þessa. Fyrirkomulag
greiðslna úr sjóðnum byggist á
aflamagni skips miðað við
meðalveiðimagn.
H v a ð e r
útflutningsgjald?
Fjármagns til sjóðakerfis
sjávarútvegsins er að mestu
aflað ijieð útflutningsgjöldum.
Þau voru tekin upp með lögum
frá 1966 og eru ýmist reiknuð af
verði eða mafni. Lög þessi hafa
'verið breytileg og við hverja
gengisbreytingu hafa þau tekið
stakkaskiptum.
Nú er útflutningsgjöldum ráð-
stafað á eftirfarandi hátt:
Tryggingasjóður fiskiskipa,
21,5%
Fiskveiðasjóður Islands, 7,9%
Fiskimálasjóður, 0,5%
Hafrannsóknarskip, 0,3%
Bygging
sjávarrannsóknarstöðva, 0,12%
Samtök sjómanna, 0,12%
Landssamtök isl, útvegs-
manna, 0,12%.
Aflatryggingasjóður, 7,60%
Áhafnadeild
aflatryggingasjóðs, 9,15%.
Ferskfiskmatsgjald, 0,88%
Oliusjóður fiskiskipa, 51,81%.
Endurskoðun
sjóðakerfis
Eins og sagt hefur verið frá i
fréttum fer nú fram endurskoð-
un á sjóðakerfi sjávarútvegsins.
Nefnd sem i eiga sæti sex
fulltrúar sjómanna og þrir
fulltrúar útgerðarmanna undir
forsæti Jóns Sigurðssonar
vinnur nú að endurskoðun þess-
ari sem á að verða lokið um
mánaðamótin nóv.-des.
Helstu gallar núverandi
sjóðakerfis eru taldir þeir að
menn sem fiska mikið og fara
vel með afla, útgerðarvörur og
eldsneyti njóti þess ekki
nægjanlega.
Endurskoðunin er margþætt
og flókið verk sem bæði snertir
löggjöf og kjarasamninga.
Þeir þættir sem athugunin
hefur einkum beinst að eru Oliu-
sjóður og Tryggingasjóður
fiskiskipa. Þessir tveir sjóðir
taka stærstan hluta þeirrar
upphæðar sem í sjóðakerfið
rennur. Oliusjóður rúmlega
þrjá milljarða og trygginga-
sjóðurinn 1250 milliónir. Alls
renna 5,6 til 5,8 milljarðar i
sjóðakerfið á ársgrundvelli.
Til þess að dæmið geti gengiö
upp þyrfti fiskverð að hækka og
hlutaskipti að breytast. Um
hækkunina tekur verðlagsráð
ákvörðun en hlutaskiptareglan
yrði ákveðin i k jarasamningum.
—EKG
Að afla lánsfjár
Lang stærsti aðilinn sem
lánar til sjávarútvegsins er
Fiskveiðasjóður. Hans hlutverk
er að efla fiskveiðar, fram-
leiðslu og framleiðni i fisk-
vinnslu, fiskiðnaði og skyldri
starfsemi með þvi að veita
stofnlán gegn veði i fiskiskipum,
vinnslustöðvum og mannvirkj-
um sem að dómi sjóðsstjórnar
eru i þágu sjávarútvegsins.
Fjáröflun Fiskveiðasjóðs er
nú eftirfarandi:
a) Vextir af lánum og öðrum
kröfum.
b) 1% af útflutningsandvirði
sjávarafurða, nú 350 milljónir.
c) Jafnhá- upphæö frá rikis-
sjóði.
d) 7,5% af almennu útflutnings-
gjaldi, áætluð upphæð 107
milljónir.
e) Sérstakt framlag úr rikis-
sjóði 35 milljónir.
f) Lántökur innanlands og er-
lendis.
Vextir af lánum Fiskveiða-
sjóðs eru nú 11% af fiskiskipum
og 12% af öðrum fasteignum. Að
auki eru lánin gengistryggð.
Gengistryggingin hefur reynst
útveginum þung i skauti vegna
tiðra gengisbreytinga og
gengissigs.
Stofnfjársjóöur
fiskiskipa
Hlutverk Stofnfjársjóðs fiski-
skipa er að koma inn i myndina
við greiðslu vaxta og afborgana
af lánum.
Til þess að auðvelda sjávarút-
veginum að greiða vexti var
Stofnfjársjóði fiskiskipa komið
á laggirnar. Hann er deild i
Fiskveiðasjóði.
Fjár til Stofnfjársjóðs er aflað
þannig að fiskkaupandi greiðir
til Stofnfjársjóðs 15% aflaverð-
mætis. Þegar fiskiskip landar i
erlendum höfnum greiðir það
21% heildarsöluverðmætis til
sjóðsins. Stofnfjársjóðsgjöld
skulu leggjast inn á reikning
þess skips hjá Stofnfjársjóði
sem aflað hefur hráefnisins og
greitt gjaldið.
Greiðsla á trygg-
iiigum fiskiskipa
Hluta af iðgjöldum trygginga
fiskiskipa greiðir svokallaður
Tryggingasjóður fiskiskipa.
Reglur um greiðslur eru nokkuð
flóknar og margbreytilegar. Er
þar tekið tillit til hinna ýmsu
tegunda skipanna og einnig er
það skilyrði til þess að bátar
njóti fullrra greiðslna úr trygg-
ingasjóöi að þeir hafi fullt út-
hald, þ.e. 270 daga á ári.
Fjáröflun til tryggingasjóðs
er þannig:
Greiðsla skal aldrei vera
hærri en 15% af aflaverðmæti
skips á árinu að með talinni
greiðslu i Stofnfjárslóð. Við
ákvörðun aflaverðmætis skal
fara eftir gögnum Stofnfjár-
sjóðs fiskiskipa og miða við það
aflaverðmæti sem greitt er af til
hans. Áætlaðar tekjur á þessu
ári eru 1250 milljónir.
Niðurgreidd olia.
Eftir oliuhækkun þá er dundi
yfir var það talið nauðsynlegt að
greiða niður hækkunina svo út-
vegurinn gæti borið hina auknu
byrði. 1 þvi skyni var Oliusjóður
stofnaður árið 1974.
Tekna til oliusjóðs er aflað
með útflutningsgjaldi. Oliu-
kostnaður hefur vaxið stöðugt
og til þess að mæta þvi hefur
Oliusjóður orðiö að taka æ
stærrihluta útflutningsgjalda til
að mæta þvi.
Nú rennur u.þ.b. helmingur
útflutningsgjalds, sem tekið er
af óskiptum afía í Öiiusjóð.
Fiskimálasjóður
Hvert gæti sá maður leitað er
hygði á nýjungar i sjávarútvegi
og skorti lánsfé?