Vísir - 29.10.1975, Qupperneq 11
VÍSIR. Miðvikudagur 29. október 1975.
11
TONHORNIÐ
Umsjón: Örn Pedersen
„tg er stoltur yfir
öllu því, sem Moody
Blues hafa gert..."
— segir Ray
Thomas, sem er
nýbúinn að senda
frá sér plötu
Þaö er liðinn þó nokkuð
langur timi frá þvi að
MOODY BLUES sendu
frá sér sina siðustu
plötu. Þeir hafa þó al-
deilis ekki setið auðum
höndum, þvi allir hafa
þeir sent frá sér sóió
plötur.
Justin Hayward og John Lodge
sendu frá sér plötuna „Blue
Jays”, Graham Edge sendi frá
sér litla plötu og ásamt Mike
Pinder vinnur hann núna að sóló
plötu.
Ray Thomas er nýbúinn að
senda frá sér sina fyrstu sóló
plötu „From Mighty Oaks”.
Ray Thomas.
Um plötuna ségir Thomas:
„bað var ansi erfitt að vinna að
þessari plötu einn eftir öll þessi ár
með Moody Blues”.
„Ég hef eiginlega aldrei unnið
með öðrum en strákunum i
Moody.”
Aðspurður hvort hlustandinn
fengi eitthvað meira út úr þessari
sólóplötu en venjulegri Moody
Blues, svaraði Thomas:
„Ekkert, þvi ég er stoltur yfir
öllu þvi sem Moody Blues hefur
gert og hvi ætti ég þá að vera að
breyta tónlist minni?”
„Moody Blues eru alls ekki
hættir, DAYS OF FUTURE
PASSED var góð plata og við
gætum auðveldlega farið i stúdió i
dag og hljóðritað „Days of Future
Passed II”, en okkur fannst bara
timi til kominn að taka okkur smá
fri og afla okkur nýrra hugmynda
og áhrifa.
Við viljum ekki blekkja al-
menning þegar við sendum frá
okkur plötu, við viljum vera
ánægðir með hana sjálfir.”
(R.S.)Örp.
herrar mínir!
Já,herrar minir, fylgist þið með fatatiskunni?
Þessi auglýsing birtist nýlega i hinu fræga
bandariska timariti „Rolling Stones”, og sýnir
okkur hausttiskuna frá Eldridge De Paris.
Buxurnar eru sagðar sérstaklega hannaðar
með karlmenn i huga, og vitanlega kemur það
sér vel á þeim timum sem klæðaburður beggja
kynjanna er mjög svipaður.
Hér er semsé ekki hægt að taka feil. örp.
• PAUL SIMON sem nýlega
sendi frá sér „Still crazy after all
these years” hefur nú tilkynnt að
hann hyggist hætta að koma fram
opinberlega á tónleikum. Vita-
skuld er honum það svo frjálst, að
skipta um skoðun ef hann vill.
• DOOBIE BROTHERS er
örugglega uppáhaldshljómsveit
meðlima STEELY DAN. Ekki
alls. fyrir löngu gekk JEFF
IBAXTER (Skunk) yfir til
DOOBIE (reyndar hætti hann
stuttu seinna, og gekk til liðs við
Elton John) og nú hefur Michael
McDonald, pianóleikari Steely
Dan.tilkynnt „félagaskipti” yfir i
Doobie Brothers.
• LES PAUL sá er fann upp
hinn traustbyggða rafmagnsgitar
er nú kominn á kreik á ný. Hann
(59 ára) er búinn að.uppgtöva
smá „simabox” sem fest er á raf-
magnsgitar, og siðan má, með þvi
að velja sér einstök númer, fá
rytmatiska hljóma frá gitar-
bassa- eða slagverki úr kassan-
um, á meðan að hljóðfæraleikar-
inn leikur sóló á gitarinn sjálfan.
betta undraverk kallar hann
„Paulverizer”, og hefur það þeg-
ar vakið athygli i Bandarikjun-
um.
MINNISPENINGUR * stórmeistarasería -
Upplag peningsins er takmarkað við 100 gull-, 500 silfur- og 1000
koparpeninga, sem allir verða númeraðir.
Peningurinn er teiknaður aí Halldóri Péturssyni listmálara, en
sleginn lijá ÍS-SPOR hf. Reykjavik.
Pöntunum er veitt móttaka hjá Söludeild Svæðisinótsins að Hótel
Esju, Samvinnubankanum, Bankastræti 7, Versl. Klausturhólum
Lækjargötu 2 og hjá félögunum.