Tíminn - 13.11.1966, Qupperneq 5

Tíminn - 13.11.1966, Qupperneq 5
5 SUNNUDAGUR 13. nóvember 1966 TÍMLINN Útgefandi: FRAMSÓKNARIFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug- lýsingastj.: Steingrímur Gíslason. Ritstj.skrifstofur ' Eddu- húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur: Bankastraeti '/ Af- greiðslusími 12323. Auglýsingasimi 19523 Aðrar skrifstofur, síml 18300 Áskriftargjald kr. 105.00 á mán. innanlands. — 1 lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. f. Eysteinn Jónsson Þegar Eysteinn Jónsson formaður Framsóknarflokks- ins, er sextugur, hljóta menn að minnast þess, að hann er maður, sem á alveg einstakan stjórnmálaferil að baki. Hann var kjörinn á þing aðeins 26 ára að aldri, og átti þá þegar að baki veigamikið forustustarf í Framsóknar- flokknum næstu árin á undan. Hann hefur setið 40 þing og verið alls 19 ár ráðherra, varð yngsti ráðherra, sem íslendingar hafa haft. Eysteinn var kjörinn ritari Framsóknarflokksins þegar 1934, og þegar Hermann Jónasson haðst undan endur- kjöri sem formaður 1962, skipaði flokkurinn sér fast um Eystein Jónsson sem eftirmann hans. Hann hef- ur og átt sæti í blaðstjórn Tímans þrjá áratugi, og er nú formaður blaðstjórnar. Formaður þingflokks Framsókn- arflokksins hefur hann og verið á þriðja áratug. í stuttri afmælisgrein um Eystein Jónsson hér í blað- inu í dag, lætur Hermann Jónasson, fyrrverandi for- maður Framsóknarflokksins meðal annars svo um mælt: bUm svo þekktan mann hefur þjóðin fyrir löngu gert sér alveg ákveðnar hugmyndir, sem verður naumast raskað. Það veit til dæmis svo að segja hvert mansbarn í lahdinu, og þarf ekki að segja það neinum, að Eysteinn Jónsson er gæddur frábærum gáfum, er víðfróður og ræðumaður með ágætum. En þessir hæfileikar Eysteins Jónssonar mundu hafa dugað honum skammt til að vinna þau afrek, sem hann hefur unnið ef ekki hefði komið til sterk og fágæt skap- gerð. Góðar gáfur og þekking er sem beitt og blikandi sverð, en skapgerð mannsins er sú hönd, sem á sverðinu beldur- Við Eysteinn Jónsson höfum unnið saman um það bil þriðjung aldar, og ætti ég því að þekkja hann nokkuð. Eysteinn Jónsson er drengskaparmaður, hygginn, hóf- samur og um fram allt hefur hann ósigrandi viljaþrek. Þetta er sú skapgerð, þetta er sú hönd, sem hefur stýrt glæsilegum vopnum Eysteins Jónssonar til sóknar og vamar 1 fjölmörgum stórmálum og umbótamálum. Það er þessi skapgerð, sem skipað hefur honum fastan sess meðal fremstu manna þjóðarinnar”. Undir þessi athyglisverðu orð Hermanns Jónassonar mun framsóknarfólk um allt land taka af heilum hug um leið og það sendir núverandi formanni sínum kveðjur sínar og þakkir á þessum tímamótum í ævi hans í von um að forustu hans og baráttuafls njóti sem lengst við í þágu sameiginlegra hugsjóna. Framleiðniaukningin Gylfi Þ. Gíslason, viðskiptamálaráðherra, hefur haldið þeirri skoðun að þjóðinni, að bændur séu mesti dragbít- ur á hagvexti á íslandi, og Bjarni Benediktsson, forsæt- isráðherra, tekur undir þetta í hverri ræðu nú orðið, með því að segja, að einn af helztu ókostunum við það að halda uppi sjálfstæðu þjóðfélagi á íslandi, sé það, hve dýrt sé að reka hér landbúnað. Þessi rógur um ís lenzka bændur og íslenzkan landbúnað er rækilega hrakinn í ársskýrslu Búnaðarbanka íslands, sem nýkomin er út. Þar segir, að skv. rannsóknum á framleiðniaukn- i-ngu í landbúnaði á s.l. 35 árum, hafi framleiðnin fimm- faldazt á þessu tímabili — eða sem svarar, að afköst á mann hafi aukizt um 4.5%—5% á ári að meðaltali. Þær eru æði margar starfsgreinarnar, sem ekki komast í hálf- kvisti við landbúnaðinn í þessum efnum — og finnst mönnum þá ekki tími til kominn að þessum rógi linni- NEIL SHEEHAN: STRÍÐIÐ í VIETNAM I. Bandaríkjamenn stríöa viö sömu erfiðleikana og Frakkar áður Bandamenn þeirra í Vietnam er afturhaldssöm og spillt yfirstétt B AND ARÍKJ AMENN, sem til Vietnam koma, eru fullir áhuga og hafa góð áform í huga, af því að þeir eru Banda ríkjamenn. Þegar þeir hverfa heim eftir framlengda dvöl, hefur áhugi þeirra orðið blygð unarleysi allra lífshátta í Viet nam að bráð, og áformin góðu hafa týnzt^ einhvers staðar i leðjunni. Ég er engin undan tekning frá þessari reglu. Ég sté fyrst fæti á flugvöil- iinn í Saiigon á hlýju apríl- kvöldi árið 1962 milli vonar og ótta um, hvort tollayfirvöld in tækju gilt blaðamannavega bréfið, sem ég hafði fengið hjá konsúl SuðurVietnam í Hong Kong. Þá trúði ég í ein lægni á það, sem þjóð mín var að gera í Vietnam. Hún lagði fram hernaðar- og einahags aðstoð, nokkur þúsund flug- menn og hernaðarráðgjafa til þess að reyna að hjálpa and kommúnistum í Vietnam að koma á fót óháðu, lífvænlegu þjóðríki og sigrast á uppreisn skæruliða kommúnista, sem keppti að því að koma á harð stjórn. Þetta virti-st mér gott starf, sem inna þyrfti af hendi ef aðrar þjóðir í suð-austiur As íu ættu að öðlast nokkurt frelsi til þess að kveða sjálfar á um framtíð sína. Ég var oft and- snúinn framkvæmd hinnar bandarfsku stefnu fyrstu tvö árin, sem ég dvaldist í Viet- nam, en ég var samþykkur meg intilganginum. Mér er mississtæð eftirvænt ing mín, er g st upp í þyrlu í morgunsvalanum og við flug- um á burt yfir hrísgrjónaakr- ana, í fylgd með flugsveit frá SuðurVietnam, til þess að kljást við skæruliða Viet cong. Þá stóðu vonir til, að andkomin únistar í Vietnam gætu sigr að í stríðinu. Ég var stoltur af unga bandarfska flugmann inum, sem sat við stjórntækin, og ég var feginn að fá tæki- færi til að vera viðstaddur þeita ævintýri og skýra frá því. Nú er um við að berjast, hugsaði ég, og einhvern tima vinnum -við sigur og þá verður þetta betr.i ríki en áður. VONBRIGÐIN urðu mörg, fyrstu tvö árin, sem ég dvaldi í landinu, en ég var þó enn „haukur“ — eins og nú er sagt — þegar ég hvarf heim frá Vietnam árið 1964. Ég fór svo til Saigon öðru sinni árið 1965, til árs dvalar- Nú er ég kominn heim aftur og margt hefur breytzt. Þegar ég fór frá Vietnam hið fyrra sinn, störf uðu þar 17 þús. Bandaríkja- menn nú eru beir 317 þúsund, en ég er ekki „haukur" lengur þó að ég sé ekki orðinn ,,dúfa.“ Ef ég hefði verið forvitri og séð fyrir afleiðingarnar sem nú eru komnar fram af tiltölu lega smáfelldum afskiptum Bandaríkjamanna af málefn- um þesa lands, efa ég að ég hefði fundið til áhuga árin tvö sem ég dvaldi þarna í fyrra sinnið. Nú er mér ljóst, að ég var skammsýnn, þegar ég hélt, að andkommúnistar gætu borið sigurorð af uppreisn kom múnista og komið á fót sóma samlegu, framsæknu þjóðfé- lagi. Þetta álit kann að stafa af því, að veruleiki stríðsins og þjóðfélagsins í Vietnam hef ur þröngvað sér inn í vitund mína á nýliðnu ári. í kveðjuveizlu, sem haldin var áður en ég fór frá Sajgon, hið síðara sinn barst talið að þeim vanda, sem ræddur er meira en allt annað, en aldrei finnst lausn á, eða hvernig eigi að fara að því að vinna bændur á sitt band. Gestgjafinn var innlendur hershöfðingi, sem hættur var störfum vegna firru stjómmálanna í Saigon, en ekki af því, að hann hefði ósk að þess sjálfur. Okkur til skemmtunar sagði hann frá atburði, sem gerðist um mitt ár 1953, en þá var hann yfir- maður fransk-vietnamsks hers í hraðinu Buichu í þeim lands hluta, sem nú nefnist Norður- Vietnam. ÞETTA ár tóku skæruliðar, Vietminh (en svo nefndist Vietcong áður) í auknum mæli að liæta um yfii-rá'ðin yfir landi. Sveitir kommúnista gerðu hrís grjónaakra landeigdnda upp- tæka og skiptu þeim milli bænda. Bao Dai keisari, sem var á bandi Frakka, gaf út til- skipun um, að leiga eftir land skyldi framvegis vera 15%af uppskerunni, í stað 40—50% eins og venja haíði verið. Með þessu var hann að reyna að keppa við Vietminh og afia hinni veiku stjórn sinni og Frökkum nokkurra vinsældu. Flestir íbúar Buichu voru kaþólskir. Tveir stærstu lanci eigendurnir þar voru kaþoiski biskupjnn og faðir innanrík- isráðherrans í stjórn Bao Ilais. Gestgjafinn sagði, að sér hefði vérið ljóst, að hann yrði að fá samþykki biskupsins ef hon um ætti að takast að fram kvæma tilskipunina. „Ómögulegt,“ sagði biskup- inn. „Hvernig á ég að fara að því að brauðfæða 3000 presra, nunnur, kennara og verka- menn af 15 hundraðshlutum af uppskemnni? „Ég er yðar göfgi algerlega sammála um að það yrði erf- átt,“ isagði gestgjafinn. Jin ef til vill er heppilegra að færa fórnir núna meðan tími er til. Takiist okkur ekkí að ávinna okkur samúð íbúanna getur svo farið, að þér missið meira en hrísgrjónin. Þér kynnuð að missa biskupstignina, land yð ar og verða ef til vi'll höfð- inu styttri." „Ómögulegt," endurtók bisk upinn. ,Ég skrifa innanríkis ráðherranum um málið.“ Vinur minn gejtgjafinn _var settur frá þremur mánuðum síð ar að frumkvæði innanríkis- ráðherrans. Hann hafði reynt að framkvæma tilskipunina þrátt fyrir andstöðu biskups- ins. Næsta sumar var hreyfing Vietminh orðin svo öflug í Buichu að Frakkar ákváðu að gefa héraðið upp á bát- inn. Biskupinn flýði til Hanoi ásamt prestum sínum nunnum og kennurum, og þaðan áfram til Suður-Vietnam, þegar Genf arsáttmálinn staðfesti skömmu síðar ósigur Frakka við Dien- bienphu og Vietnam var skipt um 17. breiddarbauginn. Á þeim þrettán árum, sem lið(in eru síðan þetta gerðist, hafa Bandaríkin setzt í sæti Frakka í Vietnam, en and staðan meðal Vietnama sjálfra hefur litlum breytingum tekið. ÁÐUR en Vietnam var gert að nýlendu voru völdin í land inu í höndum Mandarína úr fjölskyldum kaupmanna og landeigenda. Þegar Frakkar gerðu landið að nýlendu sinni á 19. öld, gerðist mikið af þesari innlendu yfirstétt í raun og veru opinbert starfs- lið nýlendustjórnarinnar, eða meðalgöngumenn landa sinna, og útlendingana. í fyrri Indó- kínastyrjöldinni stóðu þessir Vietnamar með Frökkum, þar sem þeir vissu, að Frakkar myndu varðveita hina fornu þjóðfélagsskipan|er þeir áttuallt sitt undir. Nú standa þessir sömú Vietnamar með Banda- ríkjamönnum og af sömu ástæðu. Nguyen Cao Ky flugmarskálk ur, núverandi forsætisráð herra í Suður-Vietnam, var franskur flugmaður. Áðstoðar- forsætisráðherrann, Nuyen Huu Co herforingi, og aðrir herforingjar í hernaðarstjórn inni í Saigon voru herforingj ar eða liðsforingjar í nýlendu her Frakka. Ást þeirra á frösnkum mat, glæsilegum ein kennisbúningum, veizlum og móttökuhátíðum er að vísu dauf en rtt endurspeglun á samkvæmislífi nýlendutím anna. Þesir Vietnamar hafa erft hið versta úr tveimur menningum heimtufrekiu mand arínanna og hörku frönsku hershöfðingjanna og stjórn- endanna í nýlenduum. KY forsætisráðherra og fyrri eftirmenn Bao Dai hafa einnig auglýst lækkun á leigu og um bætur á yfirráðum lands að tilmælum bandarískra ráð gjafa sem fýsti mjög að koma á framförum í þjóðfélag inu. Öllum slíkum ákvæð um hefur verið spillt vegna þess ,að í ríkisstjórinni sátu og sitja menn, sem annað hvort eru af ættum fyrrverandi mand arína eða í bandalagi við þær, en þær eiga landið og hafa ekki í hyggju að afsala sér eign arréttinum. Meðal þessa fólks er-u að vísu . nokkrir ættjarð arvinir og heiðariegir einstak ingar en flestir þeirra, sem með völdin fara í Saigon, hafa ekkert lært og engu gleymt Þeir reyna að halda í þau sér réttindi, sem þeir enn hafa og ná aftur því, sem þeir hafa misst. Kommúnistar eru einu full trúar byltingar og þjóðfélags legra breytinga í Vietnam — til góðs eða ills eftir stjórn málaskoðunum þess, sem af Framhald á bls. 11.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.