Vísir - 20.11.1975, Síða 3

Vísir - 20.11.1975, Síða 3
3 VÍSIB Fimmtudagur 20. nóvember 1975. Baðherbergistæki, baðker, handlaug, salernis- skál og kassi, ásamt blöndunartækjum, sem kosta um 400 þúsund krónur út úr búð, keypti lesandi smáauglýsinga Visis fyrir 40 þúsund krónur i fyrradag. Menn gera oft góð kaup eftir að hafa lesið smá- auglýsingar blaðsins, og er þetta eitt dæmi um slik kaup. Kaupandi baðherbergistækjanna fékk eldhússtálvask i kaupbæti. Tækin, sem þarna voru auglýst til sölu, voru notuð, en litið notuð og mjög vel með farin. Bað- kerið var úr potti, vaskurinn-stóð á fæti og öll voru tækin af gerðinni American Standard, sem þykja mjög góð. Hafi einhverntimann verið hægt að nota orðið reifarakaup, er hægt að nota það um þessi viðskipti. Dýrasta jóla- bókin í ór..! DÝRARÍKI ÍSLANDS EFTIR BENEDIKT GRÖNDAL GEFIN ÚT í 1500 EINTÖKUM Valdimar H. Jóhannesson: Kröfluholurnar verðo ekki tilhúnar houstið 1976 4 spurningar til orkumólastjóra! Fékk 400 þúsund króna tœki fyrir 40 þúsund Nú um næstu mánaðar- mót kemur út hjá Erni og örlygi Dýraríki islands, myndverk Benedikts Gröndal skálds og náttúrufræðings. Tilefni þessa er að 6. október s.i. voru liðin hundrað og fimm- tiu ár frá fæðingu Benedikts Gröndal en hundrað ár eru liðin siðan hann hóf teikningu þessa mikla myndasafns. Er bókin gefin út eins og hann gekk frá henni með teikningum, formála og registri. t bókinni eru á annað þúsund litmyndir af spendýrum, fugl- um, fiskum og hryggleysingj- um. Eftirmála við bók Gröndals ritar Steindór Steindórsson frá Hlöðum og er textinn bæði a ensku og islensku. Bókin er ekki gefin út sem visindarit, heldur til að gefa al- þjóð kost á að kynnast elju og listahandbragði Gröndals. í heild er bókin 170 blaðsiður i stærðinni 34,5 sm. x 51 sm. Bók- in er handbundin og i failega skreyttum kassa. Filmurnar verða innsiglaðar Upplag bókarinnar er 1500 eintök, tölusett. Ekki verða fleiri eintök gefin út af bókinni, hins vegar verða filmurnar inn- siglaðar og afhentar Lands- bókasafni með þeim fyrirmæl- um að þær megi ekki nota fyrr en árið 2025, þ.a.a.s. á 200 ára afmæli Gröndals, og þó þvi að- eins að fram yrði tekið að um aðra útgáfu væri að ræða. Bókin verður þvi örugglega hinn verðmætasti gripur er fram liða stundir, en verð hvers eintaks er 39.500 krónur með söluskatti. Að sögn örlygs Hálf- dánarsonar er þegar búið að gera þantanir i um þriðjung upplagsins. Vinnsla bókarinnar hefur staðið i um það bil ár og er öll gerð he'rlendis. Bókin er offset ljósprentuð i Grafik en hand- bundin i Sveinabókbandinu. Þetta mun vera ein dýrasta bók sem gefin hefur verið út hér á landi. — EB Fjórar spurningar til orku- málastjóra. Orkustofnun sá ástæðu til að gera athugasemd við þau um- mæli min i Kastljósi sl. föstu- dagskvöld, að Orkustofnun hafi sagt, að borholurnar, sem eiga að knýja rafalana i Kröfluvirkjun, verði ekki tilbúnar fyrr en i árslok 1977. Nú er það svo, að þessiummæli min eru byggð á fjölritaðri skýrslu Orkustofnunar, þar sem áætlað er að bora þurfi 15 holur til að tryggja Kröfluvirkjun nægjan- lega orku. Þar er áætlað að bora 5 holur sumarið 1975, 5 holur sumarið 1976 og 5 holur sumarið 1977. Astæða er til að taka það fram, að fullyrðing min i samtali við Jón Sólnes, formann KrÖflu- nefndar er sú, að Orkustofnun hafi sagt ,,að engin likindi (séu) Hitaveitur ó Vestfjörðum? Góðar horfur eru taldar á þvi að finna megi heitt vatn til húsa- hitunar á Vestfjörðum. Sam- kvæmt upplýsingum Guðmundar Sigurðssonar hjá Orkustofnun er þegar búið að bora á nokkrum stöðum og eru menn ánægðir með árangurinn. A Súgandafirði er búið að bora niður á 551 metra og fékkst þó nokkuð mikið af vatni. Fundist hefur 65 gráðu heitt vatn. Búið er að gera áætlun um að bora dýpri og viðari holu og má þá búast við að enn heitara vatn finnist. A Isafirði hefur verið mældur hitinn á 145 metra dýpi og reyndist hann vera rúm 21gráða. Taldi Guðmundur það gott og benda til þess að möguleikar væru á heitu vatni. 1 Bolungarvik er vitað um heitt vatn og þykir liklegt að þar megi fá heitt vatn til húshitunar. A nokkrum öðrum stöðum er vitað um heitt vatn á Vest- fjörðum, en boranir hafa ekki verið gerðar viða hingað til. „Við gerðum okkur ekki háar hugmyndir um heitt vatn á Vest- fjörðum,” segir Guðmundur Sigurðsson. „Ásókn heimamanna i að láta fara fram boranir hefur ekki verið nægjanleg.” -EKG. tilþess, að þessar holur, sem eiga að knýja áfram rafalana verði tilbúnar tyrr en i árslok 1977.” Þarna fer ekki á milli mála, að átt er við báða rafalana enda var það áréttað af mér skömmu siðar i þessum sjónvarpsþætti. Vegna þess að Orkustofnun sér ástæðu til að gefa frá sér opinber- er yfirlýsingar um þetta mál vil ég beina eftirfarandi spurningum til orkumálastjóra, Jakobs Bjömssonar: 1) Er það rétt, að Orkustofnun hafi áætlað að borholurnar 15 verði ekki allar tilbúnar fyrr en i árslok 1977? 2) Er það ekki rétt, að aðeins voru boraðar 3 holur og af þeim að- eins fulllokið við 1 holu sl. sum- ar? 3) Getur Orkustofnun ábyrgst, að næg gufa verði fyrir hendi til að knýja þó ekki væri nema annan rafalinn i Kröfluvirkjun næsta haust? 4) Veit orkumálastjóri dæmi þess, að ráðisthafi verið i álika virkjun og Kröfluvirkjun án þess að útvegun orku hafi verið tryggð timanlegar, en þarna virðist vera? Virðingarfyllst. Örlygur Hálfdánarson er hér með eina myndaopnu úr Dýrariki Gröndals. 1/5 hluti en ekki helmingurinn 1 siðustu mánudagsgrein Arons Guðbrandssonar varð meinleg prentvilla. Þar sagði, að árið 1951 hefði 1/2 hluti innflutnings. is- lendinga verið greiddur með Marshallframlögum Bandarikj- anna. Þetta átti að vera 1/5 hluti. Hvaða umferðarfrœðslu fá börnin? Hvaða umferðarfræðslu fá börnin? Þau eru ekki nema 3ja ára þegar þau byrja að fá sendingar frá Umferðarskólan- um, og þeim er haldið áfram til 6 ára aldurs. Börnin fá þá send nokkur verkefni á ári. Þau börn sem eru á dagvistunarstofnun- um fá auk þess verkefni á meðan þau dvelja þar, og á þetta við um Reykjavik. Fóstra sem starfar á vegum borgar- innar, Guðrún Björgvinsdóttir, sér um þá fræðslu. Auk þess fer einn frá lögreglu- stöðinni, oftast nær Baldvin Ottóson, varðstjóri, einu sinni á vetri, til þess að spjalla við börnin og um leið fá þau viður- kenningu. Þegar börnin eru orðin 6 ára er skólinn hafinn. Kennarar gera undantekningarlitið talsvert af þvi að fræða börnin um um- ferðarmálin, i yngstu bekkjunum. 1 for- skóla fá börnin líka sérstök verkefni. 1 eldri bekkjunum stendur til að gefa út verkefni lika. Lögreglan hefur einnig reynt að heimsækja yngri bekkina tvisvar sinn- um á vetri og einu sinni þau eldri. 1 öllum skólum er umferðarfræðslu að einhverju leyti sinnt. Fyrir jólin er svo jóla- getraun á vegum lögreglu og umferðar- nefndar fyrir börn frá 7 til 12 ára. Síðar um veturinn er svo spurninga- keppni fyrir 12 ára börn. -EA. '

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.