Vísir - 20.11.1975, Side 5
VISIR Fimmtudagur 20. nóvember 1975.
5
FLUGMAL
UMSJON EDDA ANDRESDOTTIR
..Annars getum við sagt, að ég
sé með endastöð i Vestmanna-
eyjum, en ég held uppi flugi á
næstu velli við Eyjar.”
„Skemmtilegustu far-
þegarnir minir eru
dýr”
Á þessu ári hefur B jarni flogið
með 1600 farþega. „Það er ótrú-
lega mikið. Ég trúi þvi varla
sjálfur.” Og hann nefnir sem
dæmi, að daginn eftir að þjóð-
hátiðinni i Eyjum lauk, flaug
hann með 128 farþega á einum
degi.
„Skemmtilegustu farþegarnir
sem ég flýg með, eru dýr,” segir
hann. „Ég hef flogið með ýmiss
konar dýr, hunda, ketti, endur.
hænsni, svin og sauðfé. Dýrin
virðast kunna vel við sig i loft-
inu.Hundarnirdorma og það er
eggjahlióð i hænsnunum.”
„En hver er skemmtilegasti
flugtúrinn þinn?”
„Ætli það sé ekki bara túr
með Loftleiðum til New York!”
Langar i litla 2ja
hreyfla vél búna góðum
tækjum
— Hvað ætlarðu þér i fram-
'iðinni?
,,í vetur fer TF-BKG á sölu-
skrá. Mig langar hins vegar að
' omast yfir litla tveggja hreyfla
vél,búna mjög góðum tækjum,
sem eykur likurnar á flugi, með
tilliti til sjúkra- og neyðarflugs.
„Við höfum flogið mikið
sjúkraflug, en nú langar okkur
að veita alla þá þjónustu sem
völ er á.”
„Ég hef lika alltaf haft geysi-
legan áhuga á þyrlu. Þó er ég að
verða uppgefinn á skriði, á eins
hreyfils vél og ég er hræddur
um að það verði enn meira skrið
á þyrlu. Samt hef ég áhuga en
það er ekki timabært, og óþarf-
lega dýrt til þess að leika sér að
þvi. Svo hef ég að sjálfsögðu
áhuga á þvi að bæta starfsem-
ina i framtiðinni.”
„Hann er galdramaður hann Guðjón”, segir Bjarni um flugvirkjann, sem þarna er að skoða „GOSIД aðra vél Bjarna í Reykjavfk.
Það sakar ekki öryggisins vegna að láta skoða vélina. Ljósm.: BG.
Bjarni flytur aðallega'farþega, en einnig landbúnaðarafurðir og dýr. Þarna er hann lentur I Vestmanna-
cyjum og að sjálfsögðu biður Trabant eftir honum. Bilaleigan hans er nefnilega með þá tegund bila á
boðstólum. Ljósm. GS.
,,Ég sé aö vísu
aldréi peninga.........”
— Er ekki einhverju ábóta-
vant á þeim völlum sem þú
hefur mest af að segja?
„Jú, ég mundi segja að það
vantaði ýmsa hluti. Mitt álit er
það að það þurfi radióvita á
Hellu. Með tilliti til þess að þar
eru ljós, þá er æskilegt að hafa
radióvita þar lika. Það er lika
æskilegt að hafa radióstefnuvita
á Stórhöfða. Þetta mundi auð-
velda mönnum i ferjuflugi og
mönnum á minni vélum að
bjarga sér i erfiðum skilyrð-
um.”
— Hefurðu einhvern tima
orðið fyrir einhverju i fluginu?
„Ja, það brotnaði einu sinni
nefhjól hjá mér og einu sinni
skrúfa. Svo nauðlenti ég einu
sinni. Ég var þá i flugi yfir
Bláfjöllum með fulla vél af far-
þegum. Mótorinn missti afl og
ég nauðlenti á Sandskeiði. Ég
hefði sjálfsagt haldið hæð, en
það vissi ég ekki fyrr en á eftir.”
— Græðirðu á fluginu?
„Afkoman er þokkaleg. Ég sé
að visu aldrei peninga, þvi er ég
alltaf að borga eitthvað. En nú á
ég tvær flugvélar, svo maður
hlvtur að hafa efnast á þessu'."
— EA
Flugfélagið er meira og minna rekið á heimilinu, og allir á heimil
inu geta, „tékkað veður”. Hér er Bergþór, sem oft gefur veður-
lýsingar. Ljósm. GS.
„Ég var alltaf sjóveikur á meðan égvar á sjónum hér áður. Nú er ég
það ekki lengur, og ég held aðflugið hafi sjóað mig!”
Usta i sambandi við flugið og
það fólk sem ferum flugvöllinn.
Bilaleiga er þjónusta sem þarf
að hafa i hverjum bæ.”
En hvert flýgur Bjarni helst?
„Þetta er aðallega flug frá Eyj-
um á Hellu og Selfoss. Það sem
af er- þessu ári höfum við lent
125 sinnum á Selfossi og senni-
lega um 170 sinnum á Hellu.
Aðallega er um farþegaflug að
ræða, en ég flýg lika með land-
bUnaðarafurðir og dýr.”
— spjallað við Bjarna Jónasson í
Eyjum, sem rekur þar bœði
flugfélag og bílaleigu
„Ég held að ég liafi aldrei
fengið flugdcllu, en hins vegar
gæti ég fengið hana einhvern
daginn. Ég er sem sagt farinn
að finna mig i einhverju, og
kann betur og betur við mig i
fluginu”.
,,Ég hafði engan sérstakan
áhuga fyrir fluginu þegar ég fór
að læra, en ég hafði reynt margt
um dagana, og þvi þá ekki að
reyna þetta lika?”
Og i dag rekur hann flugfélag
i Vestmannaeyjum. Hann heitir
Bjarni Jónasson, og flugfélagið
kallar hann: „Eyjaflug Bjarna
Jónassonar.” t dag á Bjarni
tvær flugvélar af gerðinni Piper
Cherokee 4 og 6-7 sæta en hann
byrjaði með eina Cessnu 150,
tveggja sæta og eins hreyfils
vél.
„Cessnuna keypti ég 1969, og
var þá rétt kominn með sóló-
prófið,” segir Bjarni. „Ég vil nú
samt ekki segja að ég hafi verið
orðinn fleygur, þegar ég keypti
vélina. Ég var eiginlega drifinn
i gegnum sólóprófið, lafhrædd-
ur, og varð svo ekki fleygur fyrr
en sfðar.”
En vélina keypti hann og rak
nokkurs konar flugskóla i Eyj-
um. Að visu kenndi hann ekki
sjálfur,en vélina útvegaði hann.
...,,og sagði þá bara:
Gúdbæ sjór!”
,,Ég var áður á sjónum”, seg-
ir Bjarni. „I10 ár. Ég var lengst
af vélstjóri en siðar stýrimaður
og skipstjóri en fiskaði litið og
sagði þá bara : Gúdbæ sjór! Ég
fór iland og fór að vinna i frysti-
hús. En svo fór ég að fikta við
flugið. Ég var alltaf sjóveikur
áður, — á meðan ég var á sjón-
um, en ég er það ekki lengur.
Ætli flugið hafi ekki sjóað mig! ”
„Þetta var voðalegt basl eftir
að ég fékk Cessnuna. Það var
ekkert flugskýli i Eyjum, og
maður stóð i þvi að byggja það.
borga vélina, og var svo meö
fullt hús af krökkum — fullt á
nútima mælikvarða!”
Aðra Cherokee-vélina.
TF-BKG fékk Bjarni i mai ’73.
„Spræk vél”, segir hann.
TF-GOS fékk hann svo ári siðar.
Cessnuna seldi hann.
Meira og minna rekið
á heimilinu
Það má segja að flugfélagið
sé meira og minna rekið á
heimili Bjarna. „Konan og
börnin sjá um símaþjónust-
una”, segir hann. „Allir á
heimilinu, allt niður i 7 ára ald-
ur, geta tékkað á veðrinu. Ef ég
er úti á landi og hringi heim, fa
ég ágætar upplýsingar um
skýjahæð og annað, ef einhver
er heima.”
Tvéir synir Bjarna eru komn-
ir langt i flugnáminu.
„Það er þó ekki svo að flugið
þrúgi okkur á heimilinu, langt
frá þvi. Við önsum til dæmis
ekki flugi á nóttunni, nema um
neyðarflug sé að ræða.”
„Það var nokkuð strembið að
kaupa TF-BKG”, segir Bjarni.
„Ég bauð hálfa milljón i útborg-
un og siðan björguðu góðir
kunningjar málinu.”
Flugfélag — og
bilaleiga
Bjarni hafði enga flugvél þeg-
ar gosið i Eyjum hófst. Þá vann
hann við uppbyggingu i Eyjum,
en um vorið hófst leiguflugið af
krafti. Siðan hefur Bjarni ekki
fengist við annað en flugið. Jú,
að visu..
Það er ekki langt siðan, hann
hóf rekstur bilaleigu i Eyjum.
Það er eina bilaleigan á landinu,
og þó viðar væri leitað, sem
biður upp á Trabant. Bjarni er
með þrjá bila, sem Eyjamenn
leigja mest sjálfir.
„Þetta var hugsað sem þjón-
„ÆTLI FLUGIÐ
HAFI EKKI
SJÓAÐ MIG"