Vísir


Vísir - 20.11.1975, Qupperneq 9

Vísir - 20.11.1975, Qupperneq 9
VISIR Fimmtudagur 20. nóvember 1975. 9 Kristján Eldjárn: Hagleiksverk Hjálmars i Bólu, Helgafell, 136 bls. með fjölda ljósmynda. t bók þessari setur Kristján Eldjárn sér alveg afmarkað verkefni sem hann leysir svo skörulega og markvisst sem á verður kosið. Fyrst og fremst vill hann eftir föngum skera úr þvi hvaða varðveittir tré- skurðarmunir séu handverk Bólu-Hjálmars. Hann finnur 15 muni sem hann telur traustar heimildir eigna skáldinu, og með stilsamanburði við þá reynist óhætt að fallast á að Hjálmar sé höfundur 10 muna sem honum hafa verið eignaðir mð ótraustum rökum. Loks eru 28 munir, sem ekkert höfundar- nafn fylgir, en Kristján telur að með samanburði hægt að eigna Hjálmari. öllum þessum 53 munum (og tveimur i viðbót er ekki bar fyrir augu höfundar fyrr en i sumar) er lýst i bókinni á gagnorðan og sam- ræmdan hátt og birtar myndir af þeim flestum, sumum frá mörgum hliðum. Með þessu hefur Kristján lagt traustan grundvöll að athugun á hag- Skóldið átti skínandi drauma og skar þá í tóman ask leiksverkum skáldsins i Bólu, hvort sem athugandinn nálgast þau i fræðimannlegum tilgangi eða sér til upplyftingar sem les- andi fagurrar og fróðlegrar bókar. Kristján býr þessa fræðilegu athugun sina i hendur lesendum með þeim umbúðum sem nauðsyn krefur, en ekkert þar fram yfir. Hann gerir örstutta grein fyrir stöðu Hjálmars við leiðarlok aldagamallar is- lenzkrar tréskurðarhefðar, og rekur á sama knappa hátt æviferil Hjálmars til að geta skipað ársettum munum á sinn stað i ævi hans. 1 augum þeirra sem einkum hafa áhuga á Hjálmari sem skáldi, mun þetta áhugaverðasti hluti rannsóknar Kristjáns, sýnir hvernig Hjálmar skiptir sér milli kveðskapar og útskurðar meðan honum vegnar þolanlega og fylgir þá fornri hefð i hvoru tveggja, en meiri og frumlegri listrænn metnaður hans á siðari árum fær einvörðungu útrás i ljóðlistinni. Mér finnst næstum Kristján hefði mátt rjúfa sinn stranga efnisramma til að fylgja þessu athugunarefni eilitið lengra eftir. Kristján Eldjárn er ágætur rithöfundur, skrifar kröftugan og formfastan stil sem á köflum lifgar hinar þurru og knöppu lýsingar munanna. Ekki breytir það þvi að mestur hluti bókar- innar, sem þó er stutt, er enginn skemmtilestur það eru helzt myndirnar sem gefa henni gildi sem dægradvöl. Loks skal þess getið að hönn- un bókarinnar (verk Ernu Ragnarsdóttur) og öll útgerð er prýðisvönduð og ekkert til sparað, enda mun þurfa tals- verðan iburð hið ytra til að gera svo stutta bók frambærilega á jólagjafamarkaði, bók má um- fram allt ekki lita út fyrir að hafa verið ódýr. BOKMENNTIR Helgi Skúli Kjartansson skrifar Eftir Ellert B. Schram Atkvœðisréttur og byggðastefna Ef frá er skilinn ágreiningur- inn um utanrikisstefnu Islend- inga hefur ekkert valdið jafn miklum átökum i islenzkum stjórnmálum eins og kjördæma- skipan og kosningalög. Segja má að allt frá þvi að islenzka þjóðin fékk sina eigin stjórnar- skráhafiveriðtogazt á um skip- an kjördæma og fyrirkomulag kosninga til Alþingis, en þær deilur risu hæst á árunum 1934 og 1959. Kjördæmaskipan er bundin i stjórnarskrá og eru þvi allar breytingar á henni þyngri i vöfum en venjulegar laga- breytingar. Asamt með skiljan- legri tregðu á of örum breyting- um i þeim efnum, veldur stjórnarskrárbindingin þvi, að mjög rikar ástæður verða að vera fyrir hendi til að sam- komulag náist um breytingatil- lögur og siðan að þær fáist sam- þykktar. Af þeim sökum er athyglis- vert að skoða forsendur og til- drög þeirra breytinga á kosningum til Alþingis, sem gerðar voru 1934 og 1959. Fram yfir 1930 voru i gildi til- tölulega einfaldar reglur um einmennings- og tvimennings- kjördæmi, en um það leyti var svo komið, að einn flokkur, Framsóknarflokkurinn, hafði á þingi 21 þingmann af 36 kjördæmakosnum, með 36% at'- kvæða. Úrslit kosninganna 1931 sýndu svo ekki varð um villzt, að við svo búið mátti ekki standa. Var þá tekin upp sú regla, að úthluta skyldi upp- bótarsætum (12) til jöfnunar milli þingflokka svo hver flokk- ur hefði þingmannatölu i sem mestu samræmi við samanlögð atkvæði frambjóðenda flokks- ins. Súskipan mála hélzt að mestu óbreytt fram til ársins 1959, en þó var gerð nokkur breyting á árinu 1942, sem ekki verður rak- in hér. Á árinu 1959 var tekin upp sú kjördæmaskipan sem enn er i gildi, og voru aftur þá þær helztar röksemdir fyrir breytingunum, að þingið yrði að vera skipað i sem beztu sam- ræmi við þjóðarvilja. Kjördæmabreytingin 1959 stuðlaði tvimælalaustað því. Að visu varenn nokkur munur á at- kvæðamagni að baki hvers þingmanns hinna einstöku kjördæma, og þá á kostnað þeirra sem kjörnir voru úr stærri kjördæmunum. En sá munur var þó ekki úr hófi og endurspeglaði það álit flestra landsmanna að kjósendur i strjálbýli nytu nokkurra forrétt- inda i þessum efnum. A siðustu árum hefur þó aftur sigiðá ógæfuhliðina. Flutningar ibúa og fólksfjölgun i Reykjavik og á Reykjanesi hefur leitt til vaxandi ójafnaðar og misréttis. Þvi til sönnunar skal birt tafla sem sýnir breytingar á ibúa- fjölda i hverju kjördæmi frá 1960 til 1974 og jafnframt kjósendafjölda á bak við hvern þingmann, 1959 annarsvegar og 1960 hinsvegar. Þessar tölur leiða það i ljós að gffurlegur munur er á vægi at- kvæða eftir kjördæmum. Reykjavik og Reykjanes eru i algjörum sérflokki. Sjá má að rúmlega 60% kjósenda sem eru i Reykjavik og á Reykjanesi kjósa 17 þingmenn, meðan 40% kjósenda kjósa 32 þingmenn. Á Reykjanesi eru 8789 atkvæði á bak við hvern þingmann með- an 2018 kjósendur eru að baki hvers þingmanns i Norðurlandi vestra, svo dæmi sé tekið. Hlut- fallið er enn óhagstæðara ef Vestfiröir eru til viðmiðunar. Engum getur blandast hugur um, að hér er mikið ranglæti á ferðinni. Atkvæðisréttur kjós- enda er gróflega ójafn eftir þvi hvar viðkomandi er búsettur i landinu. ---------O------------- Nú er lenzka að berjast fyrir jafnrétti. Jafnrétti til náms, jafnrétti kynjanna, jöfnum rétti til launa. Ekki sizt er þó barist fyrir jafnræði án tillits til búsetu, og þá á þann veg að jafna og bæta aðstöðu þeirra sem á landsbyggðinni búa. Byggðastefna er ihávegum höfð af flestum ef ekki öllum stjórnmálaflokkum. Nú skal ekkert nema gott eitt sagt um félagslegt og atvinnu- legt jafnrétti landsbyggðarinn- ar. Að þvi skal markvisst unnið. En þá verða boðberar byggða- stefnunnarlilca að skilja, að þeir geta ekki á sama tima haldið i stjórnarskipuleg forréttindi. Ef til þess er ætlast að fólk sem i þéttbylinu býr, ljái máls á fjár- magnsstraumi og forgangi til handa landsbyggðinni, þá verð- ur það jafnframt að fá jafnan rétt á við aðra landsmenn til að kjósa sér fulltrúa á þjóðþing.. ------O---------- Hiðaugljósa misrétti sem nú rikir um atkvæðisrétt kjósenda samrýmist ekki lýðræðislegum meginreglum. Það verður ekki þolað til lengdar að stjórnmála- flokkar. eða einstök kjördæmi njóti valds og aðstöðu i skjóli ranglátrar kjördæmaskipunar. Meirihluti þjóðarinnar getur ekki sætt sig við að búa við fjór- falt minni atkvæðisrétt en aðrir landsmenn. Þetta er eitt brýnasta verk- efni þings og þjóðar, ef menn meina eitthvað á annað borð með heitstrengingum um jafn- rétti og lýðræði. Ellert B. Schram. íbúar að baki hvers: þinymanns 1960 og 1974. 1960 1974 Reykjavík (12) .... 6 034 7 004 Rcykjanes (.5) .... 5 205 8 789 Vesturland (.5) .... 2 395 2 772 Vestfirðir (5) .... 2 101 1 988 Norðurl. vestra (5) ... 2 018 Norðurl. eystra (6) .. . .... 3 295 3 928 Austurland (5) ....... .... 2 073 2 384 Suðurland (6) .... 2 670 3 088 Fjöldi íbúa eftir kjördæmum 1960 og 1974. 1060 1974 Aukning Reykjavík 72 407 84 772 12 365 Revkjanes 26010 43 944 17 934 Vesturiand 11 973 13 802 1 889 Vestfirðir 10 507 9 940 -i- 567 Norðurland vestra .... 10 241 10 090 -r- 151 Norðurland evstra . ... 19 769 23 572 3 803 Austurland 10 307 11 919 1 552 Suðurland 10 018 18 529 . 2 511

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.