Vísir - 20.11.1975, Síða 14

Vísir - 20.11.1975, Síða 14
Svona getur þú skarað fram úr ó vinnustað, '••• ,,Ef þú fylgir nokkrum mikilvægum meginreglum, get- ur skarað fram úr vinnufélögum þfnum,” segir Dr. Anita Stevens sálfræðingur i New York. „Það mikilvægasta er að halda sér i jafnvægi. Vertu ekki svo bráðlátur að menn kunni illa við þig né skaltu láta Ijós þitt undir mæliker. En Dr, Stevens setti fram þessar meginreglur: 1) Vertu þess fullviss að hus- bóndi þinn viti af sérhæfileikum þinum, sem gætu orðið fyrir- tækinu nytsamlegir. En þegar þú sýnir eitthvað til marks um kunnáttu þina — eins og t.d. Ijósmyndun — þá komdu með bestu sýnishornin, en ekki ein- hverja og einhverja mynd. 2) Eyddu ekki tima i fólk, sem eyðir þinum tima. Þá gætirðu verið að vinna. :i)Ef einhver starfsfélagi þinn eða yfirboðari ber lofsorð á þig, þá skaltu lýsa yfir ánægju þinni. Lofsorð er vitni um, að þú gerir hlutina rétt. 4) Láttu lita svo út fyrir, sem þú hafir mikinn áhuga á verk- efnum þinum. Þá gætir þú kannski fengið svolitinn raun- verulegan áhuga um leið. Reyndu að sjá einhverja nýja hlið á verkaefninu. 5) Vertu ekki alltaf með aug- un á klukkunni. Farðu ekki endilega á slaginu fimm. Mættu stundvislega. til vinnu og á fundi. 6) Vertu ekki alltaf eingöngu jámaður. Ef þú er einhverju ósamþykkur, þá láttu það i ljós á kurteislegan en þó ákveðinn hátt. Ef þú ert alltaf samþykkur vinnufélögum þinum eða yfir- boðara, gætu húsbændurnir talið þig ósjálfstæðan. 7) Reyndu að leysa meira af hendi en þú þarft. Ef þú ert beðinn um að vinna vellaunaða yfirvinnu, þá skaltu taka þvi þegjandi og hljóðalaust. 8) Safnaðu saman öllu sem þú getur af upplýsingum um fyrir- tækið og starfsbræður. Ef þú færð stöðuhækkun, gætu þessar upplýsingar komið i góðar þarfir. 9) Hlustaðu með athygli er þú tekur við fyrirskipunum. 10) Reyndu að vera vinnu- félögum þinum til skemmtunar eftir vinnutima, stingdu upp á bióferð eða einhverju. Þá muntu kynnast þeim betur, og þið munuð tengjast sterkari bönd- um, sem er mikilvægt fyrir starfið. 11) Kynntu þér áhugamál þeirra vinnufélaga þinna, og kynntu þér eitthvað um þau áhugamál. Það er góður grund- völlur fyrir rabb. Eastwood í uppóhalds- idTWUO hlutverki sínu ’••• sinni Maggie, i 21 ár. Hann á tvö börn, Kyle 7 Hinn 45 ára gamli leik- ára og Alison 3ja ára, ari Clint Eastwood og honum þykir ósköp hefur verið giftur konu vænt um þau. Fimmtudagur 20. nóvember 1975. vism Hann er aðeins 24 sm r 0 hœð • •• Náttúran hefur ekki gcrt nein vörusvik, þó ,,Del Tira’s Little Bit” sé aðeins 24 sm. hár. Hann er i eigu J.C. Williams i Inman i Suður-Karólinu i Bandarikjun- um. Hann og hinn fimm ára gamli Joc Busbin eru góðir vinir og leika sér oft saman. Little Bit l'æddist 1. júli sl. og var þá að- eins rúmir 24 sm á hæð, en full- vaxinn verður hann liklega 40 sm hár. Samkvæmt heimsmeta- bók Guinness var minnsti hest- ur heims á undan Little Bit 28 sm á hæð við fæðingu, svo Little Bit er þvi liklega minnsti hestur heims. Hamingju- söm þrótt fyrir erfið- leikana... Hinn 227 cm. hái Max Palmer verður alltaf að setjast niður, þegar hin 140 cm. háa kona hans langar til að kyssa hann. Hinn risavaxni predikari og kona hans hafa átt i ýmsum öðr- um erfiðleikum siðan Betty Louis Pinnel varð frú Palmer. „Við litum út eins og faðir úti að ganga með dóttur sinni,” j sagði Betty. „Auk þess er svo ; mikill aldursmunur á okkur. Hann er 47 ára en ég aðeins 25.” „En ég sagði honum, að það skipti engu máli hvort hann væri ungur eða gamall, stór eða litill. Mér þætti alveg eins vænt um hann fyrir þvi.” Max ferðast um Bandarikin til að boða landsmönnum guðs- orð. Hann verður að ferðast i sérstakri bifreið, sem rúmað ; getur hina löngu fætur hans. En að þurfa að elda matinn ofan i Max, er á við að elda mat fyrir heilan skóla. „Max þarf 4 egg, 5 skinkubita, i minnst hálft pund af bjúgum kaffi og kornflögur. Um daginn gæðir hann sér svo á fjórum samlokum sem i eru 3 sneiðar hverri.” „Hæfilegur hádegisverður i handa Max er heill hjúklingur, 2 steiktar kartöflur, 5 brauðsneið- ar, fjórar skálar af kornflögum — og hálf eplakaka i ábæti.” En góðmennska Max er jafn- mikil og matarlyst hans: „Það , hefur aðeins komið tvennt gott til min i lifinu. Guð og Betty.” Betty þrýsti hönd hans og hvislaði: „Þú skalt engar áhyggjur hafa af þvi, þótt fólki finnist við ekki eiga saman. Ekkert skiptir neinu máli, svo lengi sem við elskum hvort ann- að.”

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.