Vísir - 20.11.1975, Síða 17

Vísir - 20.11.1975, Síða 17
VISIR Fimmtudagur 20. nóvember 1975. 17 í DAG | I KVÖLD | í DAB | Útvarp, kl. 20,05: Vinsœlasta leikrit Agöthu Christie í útvarpinu í kvöld... Þeir eru liklega fáir sem ekki kannast orðið við Agöthu Christie. Hún á hér stóran les- endahóp eins og viðast hvar annars staðar, enda hefur hún skrifað mjög mikið á löngum tima. Eitt af þvi fyrsta sem manni dettur i hug, þegar minnst er á Agöthu, er myndin „Morðið i Austurlandahraðlestinni”, sem hér var sýnd i Háskólabiói fyrir nokkru Fyrir leik sinn i þeirri mynd fékk Ingrid Bergman Óskarsverðlaunin, en hún lék þar ásamt fleiri frægum leikurum. i kvöld heyrum við i út- varpinu vinsælasta leikrit Agötnu Christi, sem heitir „Músagildran.”. Það hefur verið sýnt i London samfleytt frá árinu 1952, eða i 23 ár. Hefur skrifað yfir 70 sögur. Agatha Christie hefur skrifað yfir 70 sögur, en fyrstu saka- málasögur hennar komu út um 1920. Auk þess hefur hún skrifað allmörg leikrit. Agatha heitir fullu nafni Agatha Mary Clarissa Miller og er fædd i Torquay i Devon árið Agatha Christie hefur skrifað yfir 70 sögur og auk þess leikrit. Vinsælasta leikritið hennar „Músagildran” verður flutt í út- varpin'u i kvöld. 1891. Ung stundaði hún tónlistarnám i Paris og var hjúkrunarkona i heims- styrjöldinni fyrri. Hún hefur ferðast mjög viða, og þá ekki sist i fylgd manns sins, sem er Sir Max Mallowan, fornleifafræðingur. 1 útvarpinu hafa áður verið flutt eftirtalin leikrit eftir Agöthu Christie eða gerð eftir sögum hennar: „Vitni sak- sóknarans” 1956, „Morðið i Mesópótamiu” 1957, „Tiu litlir negrastrákar” 1959, sem var framhaldsleikrit og „Viðsjál er ástin” 1963. Leikfélag Kópavogs sýndi „Músagildruna ” árið 1959. leikurinn gerist á Monkwell- herragarðinum. Honum hefur verið breytt i gistihús, og er loft þar nú lævi blandið. Við segjum ekkert meira um efnið en verð- um bara að biða til kvölds. Ef að likum lætur má búast við mikiili spennu. Leikstjóri er Klemenz Jónsson, en þýðandi er Halldór Stefánsson. — EA Hér er hluti leikaranna i „Músagildrunni” eftir Agöthu Christie á æfingu. Leikararnir eru f.v.: Ró- bert Arnfinnsson, Sigurður Skúlason, Anna Kristin Arngrimsdóttir, Kiemenz Jónsson sem er leik- stjóri, Ævar Kvaran, Gisli Alfreðsson og Helga Bachmann. Ljósm: Jim. Útvarp, kl. 16,20: Popphornið „rammíslenskt" — allt nýjar íslenskar plötur Popphornið verður „ramm islenskt” á morgun. Verða eingöngu spilaðar islenskar plötur, og þær allar nýjar. Það er óhætt að segja að sumar hverjar séu alveg glóðvolgar. Að öllum likindum heyrum við hina nýju plötu með Spilverk þjóð- anna, sem nú er „loksins komin út” eins og Vignir Sveinsson um- sjónarmaður Popphorns sagði. Þá heyrum við nýja plötu með Þokkabót og glænýja plötu með hljómsveit Ingimars Eydal. Eitthvað fleira fáum við að heyra. Vignir gat þess, en vildi þó engu lofa þar um, að hann gæti ef til vill spilað nýju sólóplötuna hans Gunnars Þórðarsonar. Þeir verða þvi sjálfsagt margir sem kveikja á útvarpinu á morgun þegar Popphornið hefst, eða klukkan 16.20. —-EA Eitt af þvi sem við heyrum i Popphorni á morgun, er ný plata með hljómsveit Ingimars Eydal. Það gæti farið svo að við fengj- um að heyra nýju plötuna með Gunnari Þórðarsyni i Popp- horni, en þvi er ekki lofað. j IÍTVABP • Fimmtudagur 20. nóvember 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. A frivaktinni. Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Vettvangur Umsjón: Sigmar B. Hauksson. 1 áttunda þætti er fjallað um ofnæmi. 15.00 Miðdegistónleikar Vladimir Ashkenazy leikur Fantasiu fyrir pianó i C-dúr op. 17 eftir Robert Schumann. Robert Tear, Alan Civil og hljomsveitin „Northern Sinfonia” flytja Serenöðu fyrir tenór, horn og strengjasveit eftir Benjamin Britten, Neville Marriner stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tón- leikar. 16.40 Barnatimi: Guðmundur Magnússon kennari stjórnar Undirheimar hafsins. 17.30 Framburðarkennsla i ensku 17.45 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Lesið i vikunni Haraldur Ólafsson talar um bækur og viðburði liðandi stundar. 19.50 Ida Handel leikur fiðlu- lög 20.05 Leikrit „Músagildran” eftir Agöthu Christie Þýðandi: Halldór Stefánsson. Leikstjóri: Klemenz Jónsson. Persónur ogleikendur: Mollie Ratson Anna Kristin Arngrimsdóttir, Giles Ratson ... Gisli Alfreðsson, Kristófer ... Sigurður Skúlason, Frú Boyle ... Guðrún Stephensen, Metacef major ... Ævar Kvaran, Ungfrú Caswell ... Helga Bachmann, Paravicini ... Róbert Arnfinnsson, Trotter ... Þorsteinn Gunnarsson, Sál- fræðingur ... Klemenz Jónsson, Rödd i útvarpi ... Ævar Kjartansson, Rödd ... Anna Guðmundsdóttir. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfreghir. Kvöldsag- an: „Kjarval” eftir Thor Vilhjálmsson. Höfundur les (17). 22.40 Krossgötur. Tónlistar- þáttur i umsjá Jóhönnu Birgisdóttur og Björns Birgissonar. 23.30 Fréttir I stuttu máli. Dagskrárlok.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.