Vísir - 26.11.1975, Page 5

Vísir - 26.11.1975, Page 5
VISIR Miðvikudagur 26. nóvember 1975. b þetta er ekki eintómt grin, það fengum við að vita. „Þessi vasi þarf langan tima til að þorna, allt upp í þrjár vikur,” sagði Kolbrún Björgólfsdóttir, leiðbeinandinn. ,,Ef leirinn fær ekki nógan tima til að þorna er hætt við að hann springi. En þó að þurrkunin takist vel, er alltaf sú hætta fyrir hendi að hluturinn springi i brennslunni, og þá verð- ur auðvitað voðaleg sorg. Það eru 12 skráðar i leirinn, og komust færri að en vildu,” sagði Kolbrún. ,,Ég held nú að vinsæl- asta viðfangsefnið sé vasinn.” Hafa ekki tíma til að fara í kaffi i myndvefnaðinum er áhuginn svo gifurlegur að konurnar gefa sér ekki tima til að fara i kaffi, hvað þá annað, og verður þvi að færa þeim það inn. Guðbjörg Árnadóttir mátti ekki vera að þvi að lita upp en útskýrði þó góðfúslega hvað hún væri að gera: ,,Við gerum prufur fyrst til að læra aðferðina. Siðan gerum við skissu að munstri sem kennarinn stækkar siðan fyrir okkur i þá stærð sem við viljum. Þá festum við munsturblaðið hérna undir uppistöðurammann Sigriður ætlar að halda áfram ef framhald verður á gæsiunni. og reynum svo að vefa eftir þvi. Litina ieggjum við niður sjálfar, eftir eigin smekk en fáum aðstoð við það ef vil viljum. Við getum unnið að þessu heima á milli tim- anna, ef við höfum næði og tima til, við vefum þetta allt með fingr- unum, já, já.” — EB ..llann bangsi minn þarf að hvíla sig, en krakkarnir syngja svo hátt.>.” Um þrjátíu bðrn á ýmsum aldri.. í barnagæslusaln- um voru litlir angar á fleygiferð, sumir i bilaleik, sumir að lita og sumir að gera eitthvað merkilegt, sem fullorðið fólk hefur tæpast nokkurt inngrip i. „Yfirleitt er fjöl- mennast hérna eftir hádegið, þá erum við með allt að þrjátiu börn i einu,” sagði Jenna Kristin Boga- dóttir, sem er ein af þeim þremur mæðr- um sem tóku að sér gæsluna. „Við erum hérna frá hálf tiu til tólf og svo aftur frá hálf tvö til fimm. Börnin eru á ýmsum aldri, frá fimm mánaða, þau yngstu, og upp i sex ára. Mæðurnar greiða 50 krónur fyrir hvert skipti. Við förum i leiki með börnunum, syngjum og spilum plötur, og sum hafa með sér að heiman eitthvað til að leika sér að. Þetta gengur ljómandi vel, börnin virðast ánægð og þeim finnst alveg sjálfsagt að mömm- urnar séu i skóla.” — EB íslenskar bœkur prentaðar fyrir 33,2 milljónir króna erlendis V ií> eyðum litlu ineira al ojaldeyri i kaup á er- leuduin bókum eu aö tfreiða fyrir preutverk isleuskra bóka sem unn- ar eru erlendis. Það hefur færst i vöxt á undan- förnum árum að islenskar bækur séu prentaðar erlendis. Útgefend- ur sjá sér hag i þvi að láta vinna bækur sinar þar. Sérstaklega á þetta við um hinar dýrari bækur, sem prenta þarf i mörgum litum. Er nú svo komið að ýmsir eru mjög farnir að óttast þessa þróun og tala jafnvel um að prent- iðnaðurinn muni flytjast úr landi ef þessu heldur áfram. S.l. ár voru prentaðar bækur og önnur þess háttar rit á islensku niáli fluttar inn fyrir 33,2 milljón- ir króna. En bækur og þess háttar rit á erlendu máli voru fluttar inn fyrir 42,7 milljónir. . ískyggileg þróuii á stuttum tima” „Það er rétt að bækur eru i vax- andi mæli prentaðar erlendis. Við erum mjög uggandi vegna þessarar iskyggilegu þróunar sem átt hefur sér stað á mjög stuttum tima.” Þannig komst Baldur Eyþórs- son, formaður Félags islenska prentiðnaðarins, að orði er við inntum eftir áliti hans á hinni vaxandi tilhneigingu að islenskar bækur séu prentaðar erlendis. „Mikið af þeim bókum sem prentaðar eru erlendis eru prentaðar i samfloti við aðrar þjóðir, t.a.m. alfræðibækur. Með þessu móti fæst hagkvæmara’ verð en ella.” Eruð þið samkeppnisfærir við útlendinga? „Við erum að flestu leyti sam- keppnisfærir. Dýrar bækur i mörgum litum verða að visu dýr- ari hjá okkur. En við reynum að kanna möguleika á þvi að verða samkeppnisfærir að öllu leyti við útlendinga. Við stefnum að þvi að prenta allar islenskar bækur hér á landi. Við fylgjumst vel með tækni- nýjungum og gæði vinnunnar er fullkomlega samkeppnishæf við erlenda aðila. Baldur sagði að Félag isl. prentiðnaðarins hefði mótmælt innllutningi á islenskum bókum og rætt þann vanda sem af honum stafaði, bæði við ráðuneyti og ráðherra. „Ég tel fráleitt að banna með lögum að islenskar bækur séu prentaðar erlendis. Við v-erðum aö reyna að mæta samkeppn- inni." I>r(‘iitim (M'lendis er eölileg starísemi Næst snerum við okkur til örlygs Hálfdanarsonar, for- manns Félags islenskra bókaút- gefenda. „Þvi miður eru ekki til ná- kvæmar tölur um heildarfram- leiðsluverðmæti islenskra bóka, en samkvæmt lauslegri áætlun má gera ráð fyrir að þær 33 milljónir króna sem greiddar voru árið 1974 fyrir þann hluta þeirra sem prentaður var og bundinn erlendis, sé innan við 10%. Hér er um mjög eðlilega starf- semi aö ræða sem islendingar geta ekki verið án, nema þeir vilji einangra sig menningarlega, og sem á engan hátt tekur vinnu frá islenskum bókagerðarmönnum, heldur verður að meta sem al- gera viðbót þann hluta verksins sem unninn er hér heima, og hann er ekki svo smár. Ég skal i stuttu máli reyna að finna þessum orðum minum frek- ari stað og draga fram aðalatriði málsins, en þau eru þessiv 1. Erlendis eru aðeins prentaðar bækur, sem enginn kostur væri að vinna hér heima, kostnaðarins vegna. Hér er nær undantekn- ingarlaust um erlend fræðirit eða barnabækur að ræða, sem prentaðar eru i mörgum litum og i risaupplögum fyrir margar þjóðir samtimis. Með alþjóða- samvinnu sameinast fjölmargar þjóðir til þess að gera útgáfu- kostnaðinn viðráðanlegan. Með þessu móti gefst islendingum kostur á að eignast vandaöar út- gáfur á islensku, sem ella myndu aðeins fást hér á erlendum mál- um. 2. Það er á engan hátt dregið úr útgafu annarra islenskra bóka og þvi er sú vinna sem framkvæmd er hér heima vegna þess hluta sem prentaður er og bundinn er- lendis, alger viðbót. Ókunnugir gætu haldið að umræddar bækur væru að fullu og öllu unnar er- léndis, en það er nú öðru nær. Bækurnar þarf að þýða hér heima, setja. prófarkalesa. þrykkja af, aðhæfa hinum er- lenda umbrotsramma, filma allt lesmálið og búa þannig undir prentun, að erlendis fer ekkert lram nema prentunin og bandið. 3. Prentun og band islenskra bóka erlendis, umfram það sem áður e'r nefnt, er ekki á dagskrá islenskra útgefepda. 1 fyrsta lagi er ómögulegt að flytja setningar- vinnuna úr landinu. hún verður að vinnast af islenskum augum og höndum, og i öðru lagi geta er- lendar prentsmiðjur ekki boöið hagkvæmari kjör en þær is- lensku, þegar um er að ræða venjuleg upplög. Um gæði prentunar og bands hér heima er hægt að segja með fullum sanni. að það stendur jafnfætis þvi besta erlendis. Jafnvel þótt hægt væri að fá að einhverju leyti hag- kvæmari kjör á prentun venju- legra islenskra bóka erlendis. þá vegur það óhagræði. sem fylgir þvi að verða að e.t.v. að fara margar og dýrar ferðir milli landa, algerlega upp á móti þeim hugsanlega verðmun. Það er metnaðarmál islenskra bókaútgefenda að bækur þeirra séu fyrst og fremst unnar hér heima. Þannig má t.d. benda á að tvö af dýrari útgáfuverkum sið- ustu ára. Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar og Dýrariki lslands eftir Benedikt Gröndal. eru algerlega unnin hér

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.