Vísir - 26.11.1975, Side 9

Vísir - 26.11.1975, Side 9
m VISIR Miðvikudagur 26. nóvember 1975. cTVÍenningarmál Holl lesning fyrir ykkur öll Hiitgunt Zassenhaus: Menn og múrar, 222 s. Þýð.: Tómas Guömundsson AB. Menn og múrar eru minning- ar konu sem var ung stúlka i byrjun seinni heimsstyrjaldar- innar. Fjölskylda hennar hafði frá upphafi nasismans verið honum andsnúin og faðirinn misstivinnu sina eftir valdatök- una. Fólk sem þannig hugsaði varð að hafa hljótt um sig ef það vildi lifa og vonin um að ógnirn- ar væru brátt á enda gaf þvi kraft til að lifa. Valdatiminn varð lengri, striðið kom og þetta sama fólk gerði það sem i þess valdi stóð til að vinna gegn vald- höfunum, eða að minnsta kosti að lina þjáningar fórnarlamba valdhafanna. Eftir stúdentspróf velur unga stúlkan sér nútimanorðurlanda- mál að aðalviðfangsefni -við háskólanám, en það mun hafa verið mjög sjaldgæft. Þegar til styrjaldarinnar kemur og fang- ar streyma til Þýskalands eftir hertöku Noregs og Danmerkur þarf að ritskoða bréf þeirra, og til þess velst Hiltgunt Zassen- haus, og brátt fer hún að beita öllum hugsanlegum brögðum til að koma föngunum til hjálpar sem auðvitað var ekki i þágu valdhafanna. Frásögnin af þeirri starfsemi er megininntak bókarinnar og samtimis er lýst hversdagslifinu i Þýskalandi eins og það sneri við þessari stúlku og fjölskyldu hennar. Frásögn bókarinnar er spenn- andi, en án þess að gera nokkurn hlut æsilegri en efni standa til. Hiltgunt Zassenhaus var ekki i neinum tengslum við skipulagða andspyrnuhópa, endaþótt hún væri ekki alveg ein var starfsemi hennar nánast einkafyrirtæki, og hún virðist ekki hafa litið út fyrir þröngan heim sinn eftir fólki sem var sama sinnis og hún sjálf — og það er þess vegna sem orð eins og andspyrnuhreyfing, andóf og annað þvilikt koma ekki fyrir i þessari bók, hlutirnir eru gerðir eftir þvi, sem best gengur, og þeir sem koma til hjálpar gera það án þess að segja mikið. Það er ekki á minu færi að ef- ast á nokkurn hátt um sannleiksgildi bókarinnar en sum atriði eru óljós og nánast ótrúleg eins og þessi mikla dreifing brauðs og vitamins. Það vantar algjörlega i frásögn- ina hvernig þessu var dreift af föngum meðal fanga án þess að gæslumenn þeirra tækju eftir. En hvað um það, frásögnin gripur hugann og er holl lesning fyrir okkur öll þvi litlar hug- myndir höfum við flest um lif undir einræðisstjórn — og þegar þess er gætt að hér segir frá vandamálum aðeins litils hluta allra slikra fanga þriðja rikis- ins þá sést hvilikur fjöldi hefur 7 BOKMENNTIR Þorvarður Helgason skrifar orðið að þola nauð og pisiir fyrir að snúast gegn ofbeldinu. Þýðing Tómasar Guðmunds- sonar er vel gerð og allur frágangur og útlit bókarinnar hið ágætasta. Þorvaröur Helgason. „Vona að Gísli og Halldór lóti ekki staðar numið" TÓNLIST Atli Heimir Sveinsson skrifar Þriöju tónleikar Tónlistar- lélagsins 15. nóvcinber i Há- skolabiói Eluisskrá: Baeli: Seliale köiinen sicher weiden Bi/.et: Barnagainan Seliuberl: Fanlasia i i'-moll Milliaud: Seliaramouelie l.utoslavski: Tilbrigði um stef ellir Faganini ltavel: l.a Valse, Flytjendur: (íisli Vlagnússon og llulldor llaraldsson á tvö pianó. Gisli og Halldór eru báðir mjög flinkir pianistar. Um margt eru þeir likir: vandvirkir og smekkvisir með afbrigðum, tækni þeirra fullkomin, og leikur þeirra beggja einkennist af fingerðum núönsum. Það var þvi gaman að heyra þá leika saman, þvi að þeir mynda mjög gott pianódúó. Það hefur mikið verið samið fyrir tvö pianó, — meira heldur en margan grun- ar, ekki hvað sist á siðari árum. Snillingar eins og Kontraski- bræðurnir hafa hafið leik á tvö pianó til vegs og virðingar. Tvö Gísli Magnússon. Hallddr Haraldsson. pianó komast oft nálægt þvi að ehdurspegla það sem hljóm- sveit ein getur gert. Efnisskráin var létt, ,,musique legére” i orðsins bestu merkingu. Barnalaga- svita Bizet var prýðilega leikin með þeirri nákvæmni og þokka sem tónlisthans þarfnast. Sama var að segja um hið Kostulega og bráðskemmtilega verk Milhauds, grallarans meðal lónskálda 20. aldar. Þar upplifði maðtir leikgleði mikla, flytjend- ur virtusl skemmta sér konung- legaogfóru á kostum. Tilbrigði Lutoslavskis er i hópi þeirra kunnáttusamlegu tækifæris- verka sem hann semur af og til, en hann er eitt besta núlifandi tónskáld i heiminum. Það verk léku Gisli og Halldór af miklum kraíti. Ravel samdi verk sin jöfnum höndum fyrir pianó og hljóm- sveit. Stundum mun hann hafa samið fyrst fyrir pianó og útsett siðar fyrir hljómsveit og stund- um öfugt. La Valse er einkum þekkt i hljómsveitarútsetning- unni, en gerð Ravels sjálfs á þessu verki fyrir tvö pianó er ekki siður áhugaverð. Nákvæmni i samspili þeirra íélaga var frábær, og jöfn og mögnuð, stigandi frá upphafi til enda var fullkomlega i anda verksins. Alvarlega verkið á efnis- skránni var Fantasia Schuberts sem er eitt albesta verk hans, samið á dánarári hans. Verk þetta er samið fyrir pianó fjór- hent en þeir léku það á tvö pianó. nokkuð til lýta að mér l'annst. Mér fannst andstæður i hraðavali ekki nógar — hægi þátturinn var t.d. það hraður að púnteringar náðust ekki fram sem skyldi. Aheyrendur fögnuðu flytjend- ur að verðleikum og léku þeir aukalög þ.á.m. eitt af lögum Stravinskis sem hann samdi íyrir tvö pianó. Eg vona að Gisli og Halldór láti ekki hér staðar numið. heldur haldi áfram að æfa saman og lofi okkur að heyra meira þótt siöar verði. Ég bið hlutaðeigandi afsökun- ar á hvað umsögn þessi kemur seint. og skrifast það á minn reikning. Nú skelfast norðmenn... Fyrir nokkru birtist cftirfar- andi viðtal i norska blaðinu Verdens Gang: Útfærsla Islensku fiskveiöi- landhelginnar hefur haft alvar- legar afleiöingar fyrir neta- og linuveiðar Norður-Noregs. — Nú má búast viö holskeflu breskra, franskra, pólskra, vestur-þýskra og portúgalskra togara á fiskimiðin úti fyrir ströndum Noröur-Noregs, segir framkvæmdastjóri sambands norskra fiskverkenda, Knut Hoem. — Togararnir hrökklast til Noregs. Stækkun Islensku fiskveiði- landhelginnar hefur haft hinar alvarlegustu afleiðingar, sem ekki sistkomaniður á fiskiðnaði norömanna. Fiskimiðin viö Is- land hafa um margra ára skeið verið mjög mikilvæg togurum úr allri Norður-Evrópu. Margir árekstrar hafa þegar orðið milli islendinga og einkum breskra og vestur-þýskra tog- ara, sem ekki hafa virt 50-milna lögsögu Islands. Þegar land- helgin hefur nú verið stækkuö i 200 mflur, hefur þáö ekki orðið auöveidara fyrir islendinga að gæta hinna lifsnauðsynlegu fiskimiða sinna. En i staö þess að standa I erj- um við islensku varðskipin, hafa erlendu veiðiskipin flutt sig til Noregs. — Það er mjög liklegt að Sivemmdir á veiöarfærum norö- manna við Jenegga og á öðrum miöum, muni aukast i náinni framtið, segir Hoem. — Landhelgisgæslan okkar er varla nógu sterk. Við verðum að vona aö útlendingarnir muni virða þau svæði, þar sem tog- veiðar eru bannaðar. En ég fæ ekki séð betur, en einhliða stækkun landhelginnar út I 50 milur, sé eina leiðín, meðan við blðum eftir að öðlast 200 milna efnahagslögsögu. — Ef norðmenn taka ekki strax upp aukna vernd fiski- miöa sinna, er hætta á að er- lendir togarar gangi mjög á fiskstofninn, segir Hoem. Eftir að islendingar færðu landhelgi sina út i 50 milur, jókst fjöldi erlendra togara á miðunum við Noreg stórlega. Fiskimenn iNorður-Noregi hafa sett fram kröfur til erlendra rikisstjórna, gegnum norsk yfirvöld, um að erlendir togarar láti af yfirgangi sinum og spell- virkjum á linum og netum. A fundi fyrir skömmu ræddi norska fiskveiðiráðið þau miklu vandamál, sem nú munu risa upp, eftir að islendingar hafa hrakið útlendinga af miöum sin- um. — Viö höfum sömu áhyggjur og Hoem, sagði aðalritari norska fiskveiðaráðsins, Arnulf Midtgaard. — Nú þegar höfum við orðið varir við aukna ásókn erlendra togara á miðin við Noröur-Noreg og að minum dómi mun hún aukast enn á næstu mánuðum. Við trúum þvi varla. að erlendu togararnir muni halda kvóta sinn um þorsk sem veiddur er. Norska fiski- ráðið er samþykkt hugmyndum Hoem um stækkun landhelginn- ar út i 50 milur. Kanadamenn hafa lika sett strangar reglur um fiskveiðar við strendur landsins. En það mun örugglega brjóta i bág við hagsmuni norskra útgerðarmanna. full- yrti Midtgaard.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.