Vísir - 26.11.1975, Page 19

Vísir - 26.11.1975, Page 19
VISIR Miövikudagur 26. nóvember 1975. 19 Atriði úr kvikmynd- inni Bóndi. Guðmund- ur bóndi á Kleyfum lelur ær sinar i siðasta sinni. Bóndi Ný kvikmynd eftir Þorstein Jónsson A sunnudaginn var frumsýnd kvikmyndin Bóndi, eftir Þorstein Jónsson, og var henni vel tekið. Hún fjallar um Guðmund bónda á Kleyfum f Seyðisfirði við Isa- fjarðardjúp. Hann hefur ekki rafmagn og er vegasambandslaus við umhverfið. A undanförnum áratugum hefur fólk flust úr sveit- inni en Guðmundur er einn eftir ásamt konu og þremur ungum börnum, en öll þau eldri fluttust i burt um leið og þau gátu. Kvikmyndin Bóndi er hálftimi að lengd, tekin i litum á 16 mm filmu. Hún var tekin á árunum 1971,—’75. Til kvikmyndagerðar- innar hiaut Þorsteinn 650 þúsund króna styrk frá menntamála- ráði, en einnig studdu aðrir aðilar hann, þannig að styrkir námu 1250 þúsund krónum en kostnaður við gerö myndarinnar var hins vegar 1700 þúsund krónur. Nánar verður fjallað um þessa kvikmynd á næstunni i Visi og þá sennilega um leið islenska kvikmyndagerð. —RJ Allt sem getur bœtt mann- líftð ó að fœrast í aukana Ég var að lesa mánudagsblað Visis 17. þ.m. Ég leit fyrst á grein Arons Guðbrandssonar, eina af mörgum stórmerkum greinum hans þar sem hann tekur fyrir þætti úr islensku þjóðlifi, og bend- ir á ýmislegt sem betur mætti fara. t niðurlagi greinar sinnar vikur hann nokkuð aö Þorsteini Thorarensen og ágætum greinum hans og minnist á að þeir séu kannski ekki að öllu ieyti sam- mála. Siðan segir hann: „Ég tel engan tilgang að karpa um það sem á milli ber. Það er ekki til annars en að skemmta skrattan- um, en mér finnst hann hafi aldrei verið á hrakhólum með skemmtikrafta i okkar litla sam- félagi”. Og ekki þarf langt að leita. Ég fletti blaði. Á bls. 3 er grein eftir einn úr skúmaskotunum sem þor- ir ekki að sýna sjálfan sig en þó sinn innri mann. Þeir eru ótaldir sem eru liðsveit hins lélegasta i þjóðfélagi okkar. Þar skrifar ein- nver meyja um templara af svo mikilli vankunnáttu að varla tek- ur tali. Það er ein af þeim sem tekur undir þann söng að Reglan fái prósentur af áfengis- og tóbakssölu rikisins. Ekki er þess getið hvaðan hún hefir þetta, fullyrðingar einar látnar nægja. 1 blöðum og öðrum fjölmiðlum er oft búið að hrekja þennn óhróð- ur sem er, eins og Halldór frá Kirkjubóli sagði i Mbl. fyrir fáum dögum, bláköld lygi. Samt eru jafnan értal hendur á lofti til að ‘lyfta undir lygina og þessi „meyja” endurtekurhana. Svona einfalt er þetta. Ekki reynir þessi persóna, sem ekki þorir að skrifa undir fullu nafni að færa rök fyrir máli sinu. Nei, hún leitast við að ýta undir brennivinsölduna. Henni þykir sjálfsagt ekki nóg komið, hvorki af slysum né eyðilögðum heimil- um og einstaklingum. Það er alveg rétt að Góðtempl- arareglan hefir byggt fjölda húsa yfirstarfsemisina. Fjöldinn allur af islensku kauptúnunum eiga templurum að þakka fyrstu félagsheimilin. Einnig sá Reglan um fyrstu félagsmálafræðsluna á þessu landi þvi að fundarstörf hennar voru sannkallaðir skólar. Og margan manninn hefi ég hitt sem fullyrti að þar hefði hann fengið þá fræðslu og öðlast þann manndóm sem hefði leit.t hann heilan lifsbrautina. Yfir þessum húsum sér þessi kvenpersóna ofsjónum. En hún er ekki að súta Klúbbinn og þess háttar hús Jþar sem menn fá oft fyrstu fræðslu sina i ómennsku og ósiöum. Nei, það liggur henni i léttu rúmi. Hún skrifar ekki um slika hluti. Annars sárnar mér að þessi grein skyldi vera prentuð athuga semdalaust i Visi. Mér hefir nú undanfarið fundist menningar- legur svipur á þvi' blaði, og mér er farið að þykja vænt um margt sem þar kemur fram. Mér hefði fundist sjálfsagt að fullt nafn stæði undir þessari grein þvi að hún er það vitlaus að heiðarlegir' ritstjórar geta ekki boðið lesend- um sinum slikt. Þvi brá mér i brún er ég las þetta, og ég vona að hér sé um slys að ræða þvi að þeir eru nógu margir sem setja fótinn fyrir náungann og leiða hann út á hættulegar brautir þótt minn ágæti Visir fylli ekki þann flokk. Állt, sem getur bætt mannlifið, á að færast í aukana. Þvi sterkari sem félög eins og Góðtemplara- reglan verða, þeim mun færra fer miður i þjóðfélaginu. Þetta hafa árin sannað. Og við þurfum að- einsað líta á ástandið núna. Góð- templarareglan er nú ekki ýkja fjölmennur félagsskapur enda hefir aldrei syrt meira i álinn en nú, hvað snertir agaleysi, grip- deildir, misþyrmingar, afvega- leiddar sálir og sundruð hjóna- bönd. Ef fólk streymdi i Regluna en sniðgengi hin svokölluðu skemmtihús þá myndi lifið fá blæ siðmenningar og bræðralags sem er sterkasti þátturinn i starfi sannra templara. Arni llelgason, Stykkishólmi. Heðra-&leré,r- hverfi. ‘Mýrarveí Spenpietöð LTindur H Pálmholt Malbikun fyrir atkvœði? Eða pólitískar fyrirgreiðslur? Margir segja sem svo. Hvað varöar mig um pólitik? Eöa ekki er ég að skipta mér af póli- tik. Þannig eru sjónarmiö ansi margra. Ég hcf eins og hver annar borgari hér á Akureyri fylgst litillega með stækkun bæjarins og l'ramvindu i varanlegri gatnagerð. Nú langar mig að gera að umræöuefni og bera sainan malbikun i Neðra Gler- árhverli og Lundarhverfinu nýja. Norður Glerárhverfið er að miklu leyti 12—15 ára gamalt og að hluta nokkru eldra. Um það liggur leiðin að Krossanesverk- smiðjunni, sem er m.a. flutn- ingsleið fyrir fiskúrgang frá frystihúsi Otgerðarfélags Akur- eyringa hf. Til þess að flytja mjöl frá verksmiðjunni til skips þarf einnig að aka þennan sama veg. Ekki er enn farið að malbika leiðina og ofaniburður er þannig að i rigningu verður þarna aur- leðja en rykmömkur leggur frá veginum þegar þurrt er. Hús við veginn eru ötuð auri og eigend- urnir eru að gefast upp á þvi að þrifa þau og halda þeim i snyrti- legu ástandi. Þegar votvirðasamt er berst aurinn inn i húsin og er til óþæg- inda. Er rykmökkur stundum þannig i þurrki frá veginum, að vart er hægt að opna glugga. Að sjálfsögðu er fólk sem þarna býr lika að gefast upp á að rækta blóm sér til ánægju, eða að hlynna að gróðri. Undirbygging götunnar er kannski ábótavant en þvi skyldi þessi gata og mikla umferðar- leið vera látin biða svona um áraraðir eða eigum við heldur að segja áratuga skeið. Lundahverfið nýja hefur að mestu risið á tveimur eöa þremur árum. Blokkir og rað- hús, inörg atkvæði. Enda er bú- ið að malbika aðalbyggð hverf- isins. Þess skal þó getið, að Þingvallastræti var i nokkuð góðu ástandi og malbikun kom- in að Lundi. En svo gerist undr- ið. Skógarlundur sem ekki var búið að leggja fyrir ári var mal- bikaður innan eins árs. Ennþá verða ibúar Neðra-Glerárhverf- is að búa við tveggja áratuga á- stand. Og maður verður ekki hissa þó sumir þeirra séu ansi langeygir eftir varanlegri gatnagerð. Skyldu ibúar þess hverfis ekki hafa greitt gjöld sin til bæjarins eins og aðrir ibúðar? Eða hvers eiga þeir að gjalda? öll ráðstöfun á búgarðinum Lundi er stórhneyksli og bæjar- yfirvöldum til stórskammar. Þarna átti auðvitað að nýta mikinn og góðan húsakost á fé- lagslegum grundvelli og er það kapituli út af fyrir sig. Hvað skyldi valda þessari mismunun á malbikun i tveimur hverfum? Mér er spurn. Hvað veldur? Pólitisk fyrir- greiðsla? Eða malbikun eftir at- kvæðamagni? Er ekki allt i lagi fyrir fleiri að fara að hugsa svo- litið um framvindu mála bæjar- félagsins? ^ógarlundur____^ Mjólkuraam Eftir Matthías Gestsson Akureyri ►

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.