Vísir


Vísir - 26.11.1975, Qupperneq 24

Vísir - 26.11.1975, Qupperneq 24
vísm Miðvikudagur 26. nóvember 1975 VARÐSKIP’ IN HALDA ÁFRAM AÐ KLIPPA OG SUNDRA HÓPNUM Ekki eru raunir breskra togara úr sögunni þótt freigáta sé komin þeim til verndar. Ægir klippti á báða togvira eins Grimsbytogar- ans i gærkvöldi, fyrir framan nef ið herskipinu og þrem dráttarbát- um. Annað varðskip sundraði hópi niu togara sem voru að veiðum út af Langanesi. Togararnir hættu veiðum þegar varðskipið kom á vettvang, og eftir nokkurt þóf skiptu þeir sér f tvo hópa. Héldu fjórir þeirra suðurum en fimm norðurum. Jón Magnússon talsmaður Landhelgisgæslunnar sagðiVisii morgun að stórtiðindalaust hefði verið á miðunum i nótt. Hinsveg- ar eru þar togarar, herskip, dráttarbátar og svo varðskip sem aðeins biða færis til að beita klippunum. Það er þvi litil hætta á að lognmolla sé framundan. — ÓT Skora á alla að taka sér frí á morgun Samstarfsnefnd um verndun landhelginnar, en aðilar að henni eru ASÍ, Sjómannasamband ts- lands, Verkamannasamband ts- lands, Farmanna- og fiskimanna- sambandið og Félag áhuga- manna um sjávarútvegsmál, ásamt fulltrúum þingflokka Alþýðubandalagsins, Alþýðu- flokks og Samtakanna, hafa beint þeim tilmælum og áskorun til landsmanna að þeir taki sér fri frá störfum á morgun, til að leggja áherslu á andstöðu sina gegn hverskonar samningum við erlendar þjóðir um veiðiheimild- ir. Nefndin hefur einnig boðað til útifundar á Lækjartorgi á morg- un klukkan 2. ■ ' Leopard er aamail kurniincfi Freigátan Leopard er „gamali kunningi” Landhelgis- gæslunnar. Hún kom hingað i .siðasta þorskastriði ásamt fleiri fleytum úr siglingaklúbbi Nelsons lávarðar. Freigátan er vopnuð fjórum stórum fallbyss- um. Hlaupvidd þeirra er þó sem betur fer ekki tæpir þrir metrar eins og segir i Morgunblaðinu. Leopard er um 2500 lestir að stærð, og i áhöfn hennar eru fleiri menn en starfa fyrir is- lensku Landhelgisgæsluna til sjós og lands, að simastúlkunni meðtalinni. Freigátan er ivið hraðskreiðari en stóru islensku varðskipin en ekki nærri nærri eins snör i snúningum enda rúmlega 100 fetum lengri. Þessimynd afhenniar tekin i siðasta þorskastriði, og er hún að ösla upp að hliðinni á Ægi. -ÓT. „Hœttulegt að hafa hita- poka í gangi án gœslu" liitapokinn sem kviknaði I um helgina, liklega vegna þess að hann bil aði og yfirhitnaði. Hann hafði verið skilinn eftir i sambandi án eftirlits smiA iul MiTi—A mjbbuh stað. OG VBU HAMH GEGM UIA OG SVTTA T. D. HD VATMSHKLDU VKHL CJBTA SKAL ÞESS. AS HANN SÉ KUI LKNGI 1 SAHBAJQH ÁM GÆZLU. KKKI HÁ BKJÓTA EÐA VKTJA HANM SAMAM, MCGAA HAMN KK í NOTKTJN. OG KKKI UA 8TJNCA 1 HANN NÆLUM KÐA PBJÓNUM. Þessi miði fylgir öllum latinagns- hilapokum, sem Halfanga- prófunin hefur viðurkennt. VISIR VANN GERÐAR- DÓMSMÁLIÐ Gerðardómur i deilu Vlsis og Dagblaðsins um viðskipta- kjör I Biaðaprenti var birtur i morgun. Niðurstaða gerðar- dómsins er sú að Iteykjaprent hf. fyrir hönd dagblaðsins Vísis eigi að njóta viðskiptakjara samkvæmt samþykktum Blaða- prents. 1 ágústmánuði siðastliðnum kröfðust aðstandendur Dag- blaðsins þess að blað þeirra yrði prentað i Blaðaprenti i stað Visis. Samkomulag náðist milli aðila 8. september um að leggja ágreininginn fyrir gerðardóm. Blaðaprent samþykkti fyrir sitt leyti að prenta bæði blöðin þar til niðurstöður gerðardómsins lægju fyrir. t forsendum gerðardómsins segir m.a., að fjögur dagblöð séu sérstaklega nafngreind i þeim grundvallarskjölum, sem Blaðaprent er reistá, þ.e. sam- starfsyfirlýsingu, stofnsamn- ingi og samþykktum, og sé dag- blaðið Visir eitt þeirra auk Al- þýðublaðsins, Timans og Þjóð- viljans. Samkvæmt stofnsamn- ingi eigi dagblaðið Visir rétt til prentunar i Blaðaprenti. Þá segir i forsendum dómsins að i félagssamþykktunum sé tiltekið að sömu viðskiptamenn og rétt eiga til prentunar samkvæmt stofnsamningi skuli njóta tekna umfram arðgreiðslur i hlutfalli við viðskipti þeirra við Blaða- prent. Með hliðsjón af þessu féllst gerðardómurinn á þá kröfu Reykjaprents, að Visir ætti rétt til viðskiptakjara sam- kvæmt samþykktum Blaða- prents. 1 gerðardómnum áttu sæti: Stefán Már Stefánsson, settur prófessor, Arnljótur Bjömsson, prófessor og Guðmundur Jóns- son borgardómari. Lögmaður Reykjaprents var Jóhannes L.L. Helgason hrl. en lögmaður Dagblaðsins hf. var Magnús Óskarsson hrl. — ÞP. Kviknaði í einum sem hafði verið skilinn eftir eftirlitslaus „Þaö er full ástæða tii að vara fólk við notkun rafmagnshita- poka. Þetta eru hættuleg tæki ef ekki er rétt farið með þá”. Þetta sagði Magnús Guð- mundsson, forstöðumaður Raf- fangaprófunar Rafmagnseftir- iits rikisins i viðtali við Visi i gær. Um helgina kviknaði i raf- magnshitapoka á heimili i Kópavogi. Hann var skilinn eftir i sambandi uppi i rúmi. Svo virðist sem hitaliðir sem tempra rafstrauminn hafi bilað, og pokinn yfirhitnað. Talsvert logaði i rúminu, þegar að var komið. Snögg viðbrögð unglings piits a heimilinu komu i veg fyrir stórtjón. Varasamt aö hafa hitapoka í gangi án gæslu „Mjög varasamt er að hafa rafmagnshitapoka lengi i gangi án gæslu,” sagði Magnús Guðnason. „Nokkrar meginreglur gilda um notkun þeirra, og nauðsyn- legt að fólk fari eftir þeim. Fyrst og fremst má aldrei skilja poka eftir i sambandi án þess að eftirlit sé með honum haft. Þá er lika varasamt að mjög veikt fólk hafi hitapoka, án gæslu, sérstaklega ef stillt er á mesta hita. Ég hef heyrt dæmi þess að fólk hafi hlotið bruna- sár, af þvi að það hafði ekki rænu á að slökkva á hitapokun- um. Ekki má brjóta saman hita- pokana eða vefja þá saman, meðan þeir eru 1 sambandi. Ekki má heldur vefja neinu utan um þá”, sagði Magnús. Hættulegt að svitna meö hitapoka Hann sagði ennfremur að hættulegt gæti verið, ef fólk svitnaði mikið með hitapoka á sér. „Þeir eru fæstir rakaheldir. Ef raki kemst i pokana, geta til dæmis hitaliðir bilað. Þá halda pokarnir áfram að hitna, og það geturendað með þvi að kviknar i þeim”. Magnús sagði að gömlum og slitnum pokum væri hættara við bilunum en nýjum. Eitt dauðaslys hefur orðið, þar sem grunur leikur á að poki hafi bilað og kviknað i rúmi út frá honum. „Það er alls ekki æskilegt að fólk sofi með rafmagnshita- poka, til þess eru hætturnar of margar”, sagði Magnús. — ÓH | Brjósta- haldara stolið fró nektar- dansmey Brjóstahaldara var stolið frá dönsku nektardansmeynni, Mariu Teresu, í Hlé- garði fyrir helgi. Að afloknu stripiatriðinu hverfur hún af sviðinu smá- stund og skilur fötin eftir liggjandi á gólfinu. Mikill fjöldi unglinga var i Hlégarði þetta kvöld, og hefur einhver þeirra notað sér tækifærið meðan Maria Teresa fór a£ sviðinu, og stolið brjósta* haldaranum. Einnig var stolið jakka. Siðari fréttir af fötunum eru þær að unglingur i leigubil var að gorta af því að hafa framið þetta „afrek”. Ekki er hægt að sýna nektardans án fata! svo að Maria Teresa varð að fara á stúfana, til að finna svipað efni til að sauma ný brjósta- höld. Það tókst, en auðvitað eru gæði nýju fatanna ekki þau sömu og hinna. Umboðsmaður hennar bað Visi að koma þvi á framfæri að sá sem stal fötunum, skili þeim aftur. — ÓII Flugur og brennivín Fyrir nokkru fór kona i eina af versiunum Afengis- og tóbaksverslunar rikisins og Ijárlesti i einni flösku af is- lensku brennivini. Flaskan var sett i poka og konan setti liana i geymslu er heim kom, ætlaði aö opna hana við.gott tækil'æri. Þegar liún svo ætlaði að gripa til flöskunnar sá hún, að i henni var lirúga af dauðum llugum. Konan vildi nú leita rcttar sins, hafði samband við vcrslunina og sagði farir sinar ekki sléttar. Henni var bara sagt að koma með flöskuna, iiún lcngi aðra hreinni i stað- inn. Lengra náði það ekki. En eiltlivað er lireinsun á flöskun- um ábótavant. Á myndunum má sjá flugnagcrið i flöskunni, og skýrt skal tekið fram að tapp- inn cr ólireyíður.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.