Vísir - 01.12.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 01.12.1975, Blaðsíða 3
VISIR Mánudagur 1. deseinber lí)75. 3 Nýstárleg hugmynd englendings um lausn þorskastríðsins: Vill skipti á breskum olíu- auðœfum og íslenskum fiski mundur Löve, framkvæmda- stjóri þess, sýndu blaðamönn- um Visis bilinn i gær og svöruðu spurningum. beir sögðu bilinn gjöf frá öryrkjabandalagi Sviþjóðar. öry rk jabandalagið islenska þurfti að greiða af honum toll hingað komnum, og var það mál leyst eins og að framan greinir. Nú er hann sem sagt tilbúinn til notkunar. Hugmyndin er að lögreglan taki að sér að aka öldruðu og hreyfilömuðu fólki i hjólastólum i nýja bilnum. Lögreglan hefur verið mjög hjálpleg við akstur og aðra aðstoð hingað til með Nú vantar aðeins bílstjóra og rekstrarfé eigin bilum. Þrengsli i þeim bil- um hafa þó valdið vandræðum við þcssa flutninga. Rekstrarkostnaður er að von- um mikill vegna úthaids á slik- um bil og liggur nú fyrir borgar- yfirvöldum beiðni um að borgin taki á sig þann kostnað. Málið er á afgreiðslustigi. Þeir félagar sögðu að lokum að vonir stæðu til að billinn yrði tekinn i notkun sem fyrst,- VS Bifreið Öryrkjabanda- lags Islands er rtú komin á götuna og tilbúin til noktunar. Bifreið þessi komst fyrst í fréttirnar þegar ríkið sá sér ekki fært að fella niður innfIutningstol la af henni. Hámarksafsláttur sem ríkið sá sér fært að bjóða lögum samkvæmt, var 15%, eða minni tolla- ivilnanir en ráðherrar fá á sínar bifreiðar. Þessu vandamáli kippti Ásbjörn Ölafsson í liðinn og borgaði þá tolla sem rikið gat ekki verið án. Fleiri fyrirtæki lögðu nú hönd á plóginn og gáfu ýmsan útbúnað á bifreið- ina til að gera hana hæfa til vetraraksturs. Má þar nefna hjólbarða og nagla, útvarp og teppi á gólf. Vigfús Gunnarsson, formaður öryrkjabandalagsins, og Guð- Öryrkjabíllinn er kominn ó götuna.... „Ef bretar vilja nýta auðlindir íslendinga, þá verða þeir að gefa eitt- hvað sambærilegt í staðinn. Mín tillaga er sú að íslendingar fái hlut- deild í oliugróðanum af fyrirhuguðu vinnslusvæði milli Bretlands og Fær- eyja." Þótt ótrúlegt megi virðast er það breti. sem heldur þessu fram. Hann heitir James Mason og er staddur hér á landi, um þessar mundir. Mason hefur verið félagi i Ensk-islenska félaginu i Bretlandi i fjölmörg ár. Það er þvi kannski ekki furða þótt hann sé hliðhollur okkar málstað i landhelgis- deilunni. „Það er enginn sanngirni i þvi að bretar eigi að fá allan þennan fisk frá islendingum án þess að láta eitthvað i staðinn. Kannski væri réttast að bretar tækju ekkert frá islendingum, og islendingar ekkert frá bret- um. En viðskipti þjóða i milli eru bráðnauðsynleg. Bretar þurfa fiskinn og islendingar veröa að fá eitthvað fyrir hann. Á milli Færeyja og Bretlands er fyrirhugað að vinna oliu. Ég tel að reisa eigi oliuhreinsunar- stöðvar bæði i Færeyjum og á tslandi til að vinna þessa oliu. Bretar eiga að leggja til stofn- kostnaðinn og tæknivinnu Þannig geta þeir endurgoldið fiskveiðiheimildir sinar,” segir Mason. Hann segir að i samninga- viðræðum eigi islendingar að fara fram á a.m.k. jafn mikil verðmæti frá bretum. og þeir taka frá okkur. ,,En það veröur að varast blóðsúthellingar i þessu þorska- striði. Ég þekki frá þvi i seinni heimsstyrjöldinni hvernig þjóðernishyggja getur blindað menn af heift. Ekki þarf nema aö einn maður látist i átökum, til að skapa tiu ára ófrið. Það verður að semja sem fyrst”. -ÖH. JAMES MASON. — íslendingar eiga að fá eitthvað i staöinn frá r bretum, fyrir fiskinn. [ Ljósm.: Jim. Ný rof- og heim- ilistœkjaverslun Ný verslun sem ber heitið Raf- vörur s/f, hefur verið opnuð á Laugarnesvegi 52. Þar verða á boðstólum fyrst og fremst efni til raflagna og auk þess smærri heimilistæki. Þá er viðgerðaþjónusta i versluninni og verslunarstjórinn, Ari Jónsson,er rafverktaki sem leiðbeinir þeim viðskiptavinum sem þess óska við kaupin. t tengslum við verslunina er annar sjálfstæður rafverktaki, Bragi Friðfinnsson, sem annast vinnu og lagnir úti i bæ, og mun þessi þjónusta vera nýjung. Ljósm. Jim. Sérverslun með peysur, blússur, boli og mussur V PEVSUOEILDIN Kjallaranum Miðbcejarmarkaðinum Aðalstrœti 9 - Sími 10756

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.