Vísir - 01.12.1975, Blaðsíða 5

Vísir - 01.12.1975, Blaðsíða 5
VISIR Máinidagiir 1. desember I!)75. 5 20IYIBI Töf raborðið fyrir allt og ekkert þessi mál skynsamlegum tökum þá gætum við nú verið búnir að virkja allt heitt og kalt vatn á Is- landi sem tiltækt er til sliks og nema landið að nýju, skuldað engum neitt og átt gilda gjald- eyrissjóði og verið öðrum óháðir. En við allar þessar fram- kvæmdir hefði sennilega ekki staðið á hrópyrðum eins og 1919, þegar stöðvuð var rafvæðirig i landinu. ,,Það á að selja landið”. Þessu vil ég svara. Ég vil ekki selja þetta land, og ég vona að sá islendingur fæðist aldrei sem vill gera það. En ég vil heldur ekki gefa það. Við höfum verið heppin: þegar lsland hefir verið hér- numið þá hefir þvi verið skilað aftur. Það eru til þjóðir i heimin- um, sem hafa átt lönd, sem hafa verið tékin af þeim og ekki skilað aftur. Ég hefi verið samvistum við margt fólk, sem átti sér ekk- ert föðurland. Ég hefi átt vini, sem hafa svipt sig lifinu af þeim ástæðum. Þeir voru allsstaðar gestir. Ég lofaði Visi i haust að skrifa fyrir hann nokkrar greinar og með þessari grein er blaða- mannsferli minum lokið i bili. Einhverjum finnst sennilega að fyrr hefði mátt linna, en hafi ein- hverjir sótt fróðleiksmola i þetta spjall, þá bið ég þá vel að njóta. blaðafréttum, að með öllu samanlögðu, hernaðaraöstoð með meiru, greiddu Bandarikin um 400 milljónir dollara fyrir fimm ára dvölina á Spáni. Þessi fjár- hæð er með núverandi gengi um 67 milljarðar króna. Til saman- burðar má svo geta þess, að allar erlendar skuldir íslands voru taldar um 66 milljarðar króna, þ. 1. nóvember 1975. Siöan hafa svo átt sér stað nýjar lántökur tæpir 10 milljarðar króna. Þá snúum við okkur að Portúgal. Bandarikin hafa haft flug og flotastöö á Asoreyjum samvk. samningi við Portúgal, sem gerður var árið 1944, og sem rann út þ. 4. febr. 1974. Um fram- hald þessa samnings er vist allt óráðið nú vegna hins mikla óróa sem rikir i stjórnmálum Portúgals. Árið 1971 var gert sámkomulag milli Banda- rikjanna og Portúgals, sem var i tengslum viðnefndan samning, en það var svo ftljóðandi að frá og með árinu 1969 og næstu fimm ár þar á eftir eða til þess að samningurinn rynni út, skyldu Bandarikin greiða fyrir að- stöðuna á Asoreyjum eina milljón dollara i peningum, 5 milljónir i tækjum, 30 milljónir i land- búnaðarvörum og 400 milljónir i útflutningslánum. Þessar 400 milljónir dollara voru svo veittar sem lán af The Export-Import - Það er vert að ræða þessa hlið málsins nánar. ÁStór-Reykjavikursvæðinu býr næstum helmingur þjóðarinnar. Ef það kæmi nú fyrir að skotið væri úr kafbát utan af hafi atdm- sprengju, sem hæglega gæti gerst á ófriðartimum og allar aðstæður til eyðileggingar væru góðar, þá væri hægt að tortima upp undir helming þjóðarinnar i einu vet- fangi. Ef skyndilega þyrfti að rýma fólki af Reykjavikur- svæðinu og nágrenni þá er ekki með góðu móti hægt að komast neitt, nema eftir einni leið, en það er yfir Elliðaárbrýrnar, en við þær mundi myndast örtröð og þar gæti svo fólkið borið beinin. Við áttum að krefja þá sem hafa tekið að sér að verja landið til þessa um að leggja fram fé til þess að gera þrjár til fjórar höfuðleiðir færar út af þessu svæði,en hvert átti svo að fara með fólk sem slasast hefði við nefndar aðstæður en þó lifað af? Það er ekkert sjúkráhús til á öllu Suðurlandi sem fært væri til þess að veita fyrstu hjálp i slíku neyðartilfelli. Við áttum að krefjast þess að verndararnir legðu fram fé til þess að byggja stórt og vandað sjúkrahús á hverasvæði á Suðurlandi sem gæti tekið á móti særðu og slösuðu fólki, en á friðartimum gæti það fullnægt sjúkrahússþörf Suður- Að selja landið Það hefir aldrei farið fram nein úttekt á þvi hversu mikið framlag íslands er til Nato, en mat Banda- rikjanna á hagsmunum þeirra i öðrum löndum getur gefið um það dálitla visbendingu. Við byrj- um á Spáni. Spánn er eina land- ið i Evrópu, sem ekki var gef- inn kostur á þvi að taka þátt i uppbyggingu Evrópu samkvæmt Marshalláætluninni og naut heldur engrar Marshall-aðstoðar. Spánn fékk heldur ekki inngöngu i Nato, en Bandarikin gerðu þó sérstakan samning við Spán sem tók fyrst gildi árið 1953. Siðan hefir þessi samningur verið endurnýjaður á fimm ára fresti og siðast árið 1970. Samkv. þess- um samningi hafa bandarikja- menn haft herstöðvar á Spáni. Við siðustu endurnýjun var samningnum breytt að nokkru. Var hann þá gerður að vináttu og samvinnusáttmála milli Banda- rikjanna og Spánar. Jafnframt skyldu herstöðvar Bandarikjanna á Spáni verða eign Spánar sem mundi sfðan leigja Bandarikjun- um afnot af þeim. Þegar þetta gérðist voru eftirtalin riki við norðurströnd Miðjarðarhafsins, Tyrkland, Grikkland, Italia og Frakkland, öll i NATO og sam- komulagið innbyrðis sæmilegt. Aukþess var hluti af suðurströnd Miðjaðarhafsins áhrifasvæði NATO ásamt Portúgal vestan Gibraltar. Þrátt fyrir alla þessa miklu möguleika Bandarikjanna til athafnarýmis á Miðjarðar- hafinu, taldi bandariski stjórn- málamaðurinn Fulbright, samkv. í U.S.A., en 36 milljónirnar samkv. þremur fy rri liðunum voru einnig greiddar i fyllingu timans. Æskilegt er til frekari skilningsauka að hafa ein- hvern samanburð, og hann er nærtækur. Þessi greiðsla Banda- rikjanna var 36 milljónir dollara, en öll Marshall-aðstoðin sem kom i okkar hlut á sinum tima var 38,65 milljónir dollara. Ég vil taka fram að þær tölur sem ég hefi hér nefnt, eru til min komnar gegnum blaða- fregnir, innlendar og erlendar, en ekki gegnum opinberar skýrslur, og ber ég þvi ekki ábyrgð á þeim. Hér liggja þá fyrir þeir kostir, sem Bandarikin hafa gengið að, og má þá lita á þá sem mat þeirra á þeirri aðstöðu sem nefndar tvær þjóðir veita þeim. Þessi aðstaða er þó ekki nema brot af þeirri að- stöðu sem við veitum 500milljón- um manna sem eru i NATO og geta átt lönd sin og lif undir þvi að hafa hernaðarlega aðstöðu á ís- landi. Við réttum þeim lykilinn að Atlanshafinu og segjum: Gjörið svo vel, þetta kostar ekkert. Svona er mikið eftir af kónga- blóðinu i okkur islendingum ennþá. Þegar rætt er um her- varnir á íslandi, þá er alltaf talað um að verja landið, en málið er tviþætt. Það er sjaldan eða aldrei minnst á að verja líf þess fólks sem á landinu býr. Þetta er þó sannarlega atriði, sem við verðum að fylgja fast eftir, þvi áhugi útlendinganna er fyrst og sfðast fyrir hernaðarlegu gildi landsins fyrir þá sjálfa. lands. Ef varnarliðið þyrfti að flytja hergögn um landið siðari hluta vetrar, þá er ekki hægt að komast með þau lengra en upp i Kollafjörð á vesturleiðinni og austur i Flóa á austurleiðinni. Lengra nær ekki varanlegur vegur. Holklakinn mundi hamla ferðum á öðrum vegum. 1 stað þess að setja fótinn fyrir það að varnarliðið fjármagnaði varan- legan veg upp i Hvalfjörð áttum við að krefjast þess að það fjár- magnaði varanlega vegagerð (hringveg) um landið og þvert yfir það. Verkið átti að vinnast af islenskum höndum og vélakosti i eigu islendinga. Það átti ekki að taka vinnuafl frá islenskum at- vinnuvegum til starfans, en á hverju vori koma 10 til 15 þúsund manns úr skólunum, og þetta fólk vantar vinnu, og það átti að nota það við framkvæmdirnar. Hér er aðeins drepið á tvö atriði af mörgum sem okkur ber að hafa augun opin fyrir. Við þá menn sem hugsa sem, svo: þetta er blaður, hér getur ekkert svona lagað gerst vil ég segja þetta. Þá þurfum við heldur ekkert varnarlið. Ef við hefðum nú lagt þjóðrembinginn á hilluna og tekið ZOMBI er sófaborö. ZOMBI er sjónvarpsboró. ZOMBI er reykborð. ZOMBI er hljómtækjaborð. ZOMBI er morgunverðarborð. ZOMBI er skrautborð. ZOMBI er á hjólum. ZOMBI ER ALLT. Fæst í teak, Ijósri og dökkri eik (wenge lituð). UTSDLUSTAÐIR: Reykjavík: Kristján Siggeirsson hf. J L Húsið Híbýlaprýði Dúna Akranes: Verzl. Bjarg Borgarnes: Verzl. Stjarnan Bolungarvik: Verzl. Virkinn, Bernódus Halldórsson Siglufjörður: Bólsturgerðin Akureyri: Húsavík: Selfoss: Keflavík: Augsýn hf. Hlynur sf. Kjörhúsgögn Garðarshólmi hf. HUSGAGNAVERKSMIÐJA KRISTIÁNS SIGGEIRSSONAR HF. Koykjavik simi 2.51170

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.