Vísir - 01.12.1975, Blaðsíða 9

Vísir - 01.12.1975, Blaðsíða 9
VISIR Mánudagur 1. descmber 1975. 9 Fyrrverandi ræðuskrifari Nixons, William Safire sem er Kissinger fjandsamlegur, hefur komið þeirri sögu af stað að veldis- sól Kissingers fari nú hnigandi, en sendiherra Bandarikjanna i Lundúnum, Elliot Richardson, muni taka við sæti hans. Safire er nú dálkahöfundur við The New York Times. Hann segir að á efnahagsráðstefnu sex rikja i Rambouillet hjá Paris hafi sætið við hlið Fords forseta staðið autt vegna þess að þyrla Kissingers tafðist vegna veðurs. ,,Ford lét þá efnahagsráðgjafa sinn, William Seidman, setjast við hlið sér þegar myndir voru teknar og lét þau boð ganga til Kissingers að hann krefðist ekki sætis sins strax og hann kæmi”, skrifaði Safire. „Þegar svo Kissinger kom og heyrði ósk forsetans hrinti hann að- stoðarmönnum forsetans til hliðar og sagði hranalega við Bill Seid- man: „Ég vil fá sætið mitt núna, Richardson ráðherra.” Engum stökk bros, og forsetinn lést ekki taka eftir neinu”. Dálkahöfundurinn benti einnig á það að „klaufaleg” framkoma Kissingers við fastafulltrúa Bandarikjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, Daniel P. Moynihan, benti á „skort á þeirri vandvirkni sem hann hefði sýnt gegn William Rogers, forvera sinum i utanrikis- ráðherraembættinu — öll lipurð væri horfin.” En Kissinger heldur enn áhrifa- miklum stöðum, til að mynda á hann sem ráðherra enn sæti i öryggisráðinu sem er helsta ráð- gjafasamkunda landsins um utan- rikisstefnu. Hann verður einnig afram formaður staðfestingarnefndar ráðsins sem stjórnar viðræðum við Sovétrikin varðandi herstöðvar og lika þeirrar nefndar i Washington sem á að annast hugsanlegt neyðarástand. Að mati fréttaskýrenda hafa þessar stöður orðið til þess að Kissinger hefur haldið völdum sin- um og áhrifum alveg óskertum þrátt fyrir hreinsanir Fords for- seta innan rikisstjórnar sinnar. Á blaðamannafundi i vikunni var Ford forseti spurður um hugsanlega afsögn Kissingers. Forsetinn fór mjög lofsamlegum orðum um starf Kissingers og kvaðst vilja láta hann gegna áfram störfum. „Ég mun halda áfram að veita honum fullan stuðning, þvi hann er einn besti ráðherra sem þjóð vor hefur átt. „Ég vil leggja mikla áherslu á það að ég tel hann hafa unnið mjög gott starf við hinar erfiðustu aðstæður. Ég æski þess svo sannar- lega að hann gegni áfram embætti eins lengi og hann vill.” ÞEGAR KOLUMBUS KOM TIL ÍSLANDS í FEBRÚAR 1477 EFTIR STEFAN ÞORSTEINSSON Sagt frá bókinni „Vínlandið hamingjurika" eftir Kára Prytz Kare Prytz er merkur fræði- maður, blaðamaður og rit- höfundur i Noregi. A þessu ári kom út bók eftir hann, „Lykke- lige Vinland”, merkileg bók og skemmtileg aflestrar, sem mik- iö hefir verið rætt um og skrifað i Noregi, af lærðum og leikum. Ekki hefi ég séð eða heyrt henn- ar að neinu getið hér á landi. — Höfundur segir að það hafi tekið mörg ár að semja þessa bók, hún byggist raunar fyrst og fremst á þvi að hann hafi unnið að þvi að safna þeim fróðleik sem viða erlendis sé að finna um það efni, sem bókin fjallar um. Einkum mun hann þó hafa dvalið i Englandi og timunum saman vestan hafs, ritar hann i blaðagrein. — Um islenskar ránnsóknir getur hann ekki, þótt viða sé vitnað i gömlu „sögurnar”. — Geysilegan fróðleik hefir bókin inni að halda, t.d. má geta þess að hann hefur komist yfir farm- skrárþeirra skipa, sem á 15. öld höfðu hvað mest Islandsvið- skipti og sigldu skipum sinum einkum frá Bristol. Að kanna strendur hins ókunna lands Höfundur styðst i upphafi við skráðar heimildir tslendinga- sagna um landafundina vestan hafs, eftir að Eirikur rauði nam Grænland. En hér dregur hann lika eigin ályktanir, einkum út frá þeim mikla fróðleik, sem honum hefir tekist að afla sér viðsvegar i söfnum um hin fornu landakort norðlægari slóða, einkum er fjalla um strendur Norður-Ameriku. Munú sum kortin a.m.k. og skýringar Prytz á þeim vera talinn hæpinn visindalegur fróð- leikur, en margt hefur um þenn- an kafla bókarinnar verið fjall- að i norskum blöðum af fræði- mönnum þar i landi. Saga Eiriks Þorvaldssonar rauða er rai.nar talin sjálfsíæð ur hluti af Landnámu, honum hafi siðar verið aukið i bókina. (Sjá Jóhannesson: Gerðir Landnámabókar, bls. 95-99). — Frásögn Kare Prytz er afburöa skemmtileg. Hann lýsir fyrst siglingu Bjarna Herjólfssónar, er fyrstur kennir strendur hins ókunna lands i vestur á leið sinni frá Islandi til Grænlands árið 986, án þess að taka þar land. Leifur Eiriksson i Brattahlið kaupir siðan af Bjarna hafskipið hið mikla er hann kemur á, 16 æring (16 árar á bæði borð) 25 metra langt og 5 m breitt, mannar það vöskum mönnum og heldur á haf út i sinn fræga landaleiðangur. Siglir hann i vestur og suður og nemur hin nýju lönd nýrrar heimsálfu, þeirrar er faðir hans raunar nam fyrstur hvitra manna, er hann sté fæti sinum á Grænland, fyrir hina sérstæðu rás örlag- anna. Nýfundnaland, Helluland og Markland leggur hann að baki, og siglir suður með löndum. Það er ekki fyrr en sunnar dregur að nafnið „Vinland hið góða” verð- ur til, að mati bókarhöfundar. Og vetursetu hafa þeir við ströndina, ekki langt frá þar sem nú er Washingtonborg, býggja sér þar búðir og leggja skipi sinu i lygnan fjörð. Þorvaldur bróöir Leifs En það er raunar Þorvaldur bróðir Leifs, sem verður hinn mikli landafunda-maður i bók Kare Prytz. Eftir heimkomu Leifs til Bröttuhliðar fær Þor- valdur nú skip hans og heldur næsta sumaF, með mikils til sömu skipshöfn, á sömu slóðir. Én Þorvaldur siglir lengra i suðurátt, allar götur suður fyrir Flóridaskaga og kannar skag- ann m.a. vesturströnd hans og nú má segja, að Prytz stilsetji ýmsar sögur Landnámu, á sinn . hátt: rökstyður sinum rann sóknum. Þorvaldur kannar nú eyjar og lendur, gróðurfar og hafstrauma. Bókarhöfundur telur Þorvald hafa dvalið i þrjú sumur við rannsóknir sinar, og verið staðráðinn i þvi að setjast að i „Vinlandi hinu hamingju- rika”, enþafceinkennilega nafn. velur Kare Prytz bók sinni. Hann fær jafnvel kynni af Bahamaeyjum og öðrum eyjum i Vestur-Indium. En svo kemst hann lika i kynni við indiánana og það eru þeir sem verða hon- um að aldurtila, svo bein sin bar hann einhverstaðar á landsvæði þvi sem nú nefnist Georgiu- fylki. Þá segir frá Þorsteini bróður þeirra Leifs, sem hyggst leita uppi jarðneskar leifar Þorvald- ar, en förin verður árangurs- laus. Að sjálfsögðu segir frá Þorfinni karlsefni, mági þeirra bræöra og hans þætti hér að lút- andi. — Annars eru engin tök á þvi að gera þessu viðamikla efni.sem hér er um fjallað, nein viðhlitandi skil i blaðagrein. Frá Bristol til Rifshafnar Svo vikið sé nokkrum orðum að hlut Kristófers Kólumbusar i þessari bók Kare Prytz, en þátt- ur Kólumbusar er raunar merk- asti þátturinn, þá tilgreinir höf, að Kólumbus hafi dvalið hér á landi árið 1477, liklega komið i febrúarmánuði, að ætla má, og farið aftur siðla sumars. — Tildrögin til þessárar norðurfarar Kólumbusar eru þó fyrst og fremst þær heimildir, sem til eru um þann mikla fjölda kaupmanna, sem sigldu skipum sinum, einkum frá Bristol á Englandi og skiptu við islendinga, fluttu þeim vörur og tóku aðrar i staðinn. Nefnir Prytz nöfn sumra þessara kaup- manna og ættfærir þá jafnvel, eins og þegar feðgar eiga í hlut. Sum nöfnin þarna koma heim við islenskar heimildir, og er það saga út af fyrir sig. Enginn vafi leikur á þvi að mikill hluti þessarra kaupmanna lögðu leið sina til Rifshafnar, þótt Prytz nefni það ekki. Á þessum tim- um sem hér um getur tóku þeir fyrst og fremst saltfiskinn i vöruskiptum, en það voru einmitt þessir erlendu kaup- menn, sem kenndu snæfelling- um að salta fiskinn og færðu þeim saltið. Mikil viöskipti telur 1 Prytz að þessir Bristolkaup- menn hafi haft við Spán og Portúgal, selt þangað fisk frá Islandi, keypt salt og ýmsar vörur i staðinn. Svo ekki ætti Is- landsförin aðhafa verið Kólum- busi torveld. Kólumbus er þegar á þessum árum farinn að huga að hinni frægu vesturför sinni, hann hefur kynni af þessum norrænu kaupmönnum og hlýðir án efa á sögur þeirra um hina fornu vesturfara, og nú slæst hann i för með þeim. — Heimildirnar sem Prytz byggir m.a. áum Islandsför Kólumbusar eru frásagnir son- ar hans, Farnado og rit sagn- fræðingsins Las Casas sem var góður vinur Kólumbusar. En höf. saknar rækilegra heimilda frá hendi þessarra tveggja manna. Hann segir að Kólum- bus sjálfur hafi verið illa skrifandi — eða lélegur stilisti — og erfitt að skilja það sem eftir hann sjálfan liggur. Sumt fór yfir hafið og brann Kare Prytz færir góð rök fyrir sinum heimildum, en þvi er heldur ekki að neita að hann leggur mikla áherslu á að gera efnið aðgengilegt og læsilegt, og þökk sé honum fyrir það. — Og inn i þessa frásögn hans spinn- ast margar „vesturfarasögurn- ar”, sem hann hefir hirt upp af götu sinni i söfnum viða um heim og munu vist gjörsamlega óþekktar hér á landi, eins og svo margt hér að lútandi. tslandsför Kólumbusar rekur Kare Prytz allnáið, einkum i sambandi við það gildi, sem hún hefir fyrir landkönnuðinn og má segja að i leikmannsaugum verði ályktanir höfundar mjög skynsamlegar og athyglisverð- ar. Mörg nöfn merkra manna nefnir hann i sambandi við för þessa en allt eru þetta útlendir menn. Og hann segir frá þessari bókelskandi fróðleiksþjóð sem Island byggir, og hinum fornu bókmenntum, sem séu dreifðar um allt landið. Margt af þeim bókmenntum hefur ekki enn komið i hendur islendinga, sumt fór i hafið, annað brann. Og þrátt fyrir aðra fræðilega annmarka Kólumbusar, hefur hann kunn- að að færa sér þann ómetanlega fróðleik, sem hann komstyfir á Islandi, i nyt. Enda kemur þetta beinlinis fram i frásögnum Kare Prytz af þvi þegar Kólumbus siglir skipum sinum i vesturátt árið 1492. Hann þekkti gjörla lönd, áttir og hafstrauma og hann tók stefnuna öruggur, með þaö fyrir augum að hitta þau lönd, sem Þorvaldur Eiriksson hafði kannað svo rækilega tæpum fimm öldum áður og þeir bræð- ur nefndu „Vinland hið góða”. Ólafsvik, i nóv. 1975. Stefán Þorstcinsson. Jólabækur Helgafells 1975 Aldrei annað eins úrval í stórgjafirnar „I túninu heima" nýtt himinfagurt skáldverk eftir Halldór Laxness. Aðal- jólabók ársins. Bók allra is- lendinga. /, Hagleiksverk Hjálmars í Bólu" Snilldarverk um mannínn og meistarann Bólu Hjálmar eftlr Kristján Eldjárn. Yfir 40 myndir af hagleiksverk- um listamannslns. ,/Ljóðasafn Magnúsar Asgeirssonar " tvö bindi yfir 800 bls. Ritgerð um skáldið eftir Kristján Karlsson, bókmennta- fræðing. • Ekki er ofmælt að Magnús sé einn af höfuðsnillingum islenskrar tungu, sem liföi og þjáðist f miðpúnkti heims- menningar. „Sagan af Þuríði for- manni og Kambs- ráninu " eftir Brynjólf Jónsson frá Minna-Núpi. Frábært, rammfslenskt listaverk og samtimis spennandi leyni- lögreglusaga. Bók unga fólksins. „Tíminn og vatnið" Margslungið listaverk, dularfull harmsaga eftir Stein Steinarr, nú fagurlega myndskreytt af hinum frá- bæra listamanni Einari Há- konarsyni. „Maður og kona" ný viðhafnarútgáfa meö framúrskarandi myndum eftir Gunnlaug Scheving”. Piltur og stúlká, einnig i viö- hafnarútgáfu og meö glæsi- legum mynduin Halldórs Péturssonar. ,/Una saga danska" Hugnæmt efni úr Landnámu og fleiri Islenskum fornrit- um. Þaö er íslenskur bóndi. Þórarinn Helgason Þykkva- bæ i Landbroti, sem færir söguna f skáldsöguform að hætti höfunda fornritanna og gcrir að spennandi nútlma sögu. ódýrasta jólagjöfin nú, dýr- maét bók frá Helgafelli. Geymið listann ef þér dragiö eitthvaö aö kaupa jólagjaf- irnar. Bliiulur er bókarlaus. En skáldin spámenn þjóö- anna. Helgafell j Unuhúsi, \ sími 16837 i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.