Vísir - 01.12.1975, Blaðsíða 14

Vísir - 01.12.1975, Blaðsíða 14
14 Mánudagur I. dcsember 1975. VISIR Englandsmeistararnir Derby County stóBu svo sannarlega undir nafni á laugardaginn þegar þeir léku gegn Middles- brough á Baseball Ground i Derby. Allt útlit var fyrir sigur Middlesbrough i leiknum, þvi leikn},önnum liðsins tókst að skora tvivegis á fyrstu 13 minút- um leiksins. En meistararnir gáfust ekki upp, þeim tókst að jafna — og 9 minútur fyrir leiks- lok tókst Archi Gemmil að skora sigurmarkið og Derby heldur þvi enn forystunni i 1. deild. Sömu sögu er að segja af QPE, liðiö var undir 1:2 gegn Stoke I London, en tókst að jafna og sigra i leiknum með marki David Webb. En úrslitin i leik Liverpool og Norwich á Anfield i Liverpool komu mest á óvart. Norwich sem ekki hefur unnið leik að undanförnu, sigraði mjög óvænt i leiknum og tapaði Liverpool þar með sinum fyrsta leik á heimavelli á keppnistima- bilinu. A botninum er engin breyting, Sheffield United fékk að visu stig á útivelli, en það breytir i litlu um stöðu liðsins, sem situr eitt og yfirgefið á botninum. Vafasamt sigurmark! Stuart Boam byrjaði á að skora fallegt mark með skalla fyrir Middlesbrough i Derby og á 13. minútu leiksins skoraði bakvöröurinn John Craggs ann- að mark Middlesbrough eftir „overlap”. En meistararnir gáfust ekki upp og aðeins sex minútum sið- ar tókst Francis Lee að minnka muninn þegar hann skoraði af stuttu færi eftir hornspyrnu. í siðari hálfleik sóttu leikmenn Derby svo látlaust. Charles George og Kevin Hector áttu skot I þverslá, en á 56. minútu tókst Henry Newton að jafna. Sigurmarkið skoraði svo Archie Gemmel niu minútum fyrir leikslok. Markiö var mjög um- deilt, skot Gammel fór i þver- slána, niður og út. Linuvörður- inn sagði ekki mark, en dómar- inn var á annarri skoðun og dæmdi mark, leikmenn Middlesbrough urðu æfir, en eigi þýðir aö deila viö dómarann og það eina sem þeir höfðu fyrir mótmælin var að þeir Stuart Boam, David Mills og Bobby Murdoch voru bókaðir. Roy MacFarland lék nú aftur með Derby, en 300 þúsund punda maöurinn, Leighton James, sem keyptur var i vik- unni frá Burnley, var meðal á- horfenda. James mátti ekki leika með, þvi of stutt var frá þvi aö hann skrifaði undir við sitt nýja félag. En áður en við höldum lengra skulum við líta á úrslit leikj- anna: l.deild Aston Villa —Leicester 1:1 Coventry — Birmingham 3:2 Derby — Middlesbrough 3:2 Ipswich — Sheff. Utd. 1:1 Leeds — Everton 5:2 Liverpool — Norwich 1:3 Manch. Utd. —Newcastle 1:0 QPR—Stoke 3:2 Tottenham — Burnley 2:1 West Ham — Arsenal 1:0 Wolves — Manch. City 1:4 2. deild Blackburn — Charlton 2:0 Blackpool — Notts C 1:0 Bolton — WBA 1:2 BristolR —Chelsea 1:2 Carlisle — Southampton 1:0 Fulham — Bristol C 1:2 Hull — Plymouth 4:0 Luton —Orient 1:0 Nottingh. For. — York 1:0 Portsmouth — Oxford 0:2 Sunderland —Oldham 2:0 Skoruðu með siðustu spyrnunni QPR hafði yfir I hálfleik 1:0 i leiknum gegn Stoke, Don Masson skoraöi markið eftir góöan undirbúning Frank McLintock og Stan Bowles. En i siöarihálfleik gekk allt á afturfótunum hjá QPR til að byrja með — Ian Moores skor- aði á fyrstu minútunum eftir mistök Phil Parkes i marki Þeir voru i sviðsljósinu meö liöum sinum um heigina, Gerry Francis, QPR nær og Lou Macari. Man- chester United f jær. Macari átti allan heiöurinn af marki Manchester gegn Newcastle á Old Trafford og Francis átti heiðurinn af sigurmarki QPR gegn Stoke. Enska knattspyrnan MEISTARAR DERBY STÓÐU FYRIR SÍNU - Þeir voru tveim mörkum undir gegn Middlesbrough en tókst samt að sigra í leiknum. Tap Liverpool fyrir Norwich kom mest ó óvart í leikjunum á laugardaginn QPR og nokkrum minútum siðar uröu Parkes aftur á mis- tök — missti boltann fyrir fæturna á Alan Bloor sem skor- aöi af stuttu færi. En leikmenn QPR gáfust ekki upp, Dave Clements jafnaði eftir góða sendingu Dave Thomas og David Webb skoraöi sigurmark- iö með siðustu spyrnu leiksins, eftir aukaspyrnu Don Masson. Eftir að hafa tapað hverjum leiknum á fætur öörum, var dagskipun John Bond fram- kvæmdastjóra Norwich fyrir leikinn við Liverpool: „Sækið, þvi sókn er besta vörnin”. Og viti menn, þessi leikaðferð hans heppnaöist fullkomlega. En það var þó ekki fyrr en á 58. minútu að Colin Suggett tókst að skora_ fyrir Norwich, sendi boltann" með þrumuskoti i mark Liver- pool af 25 m færi. Eftir það var isinn brotinn. Martin Peters skoraði annað mark Norwich stuttu siðar eftir að hann hafði unnið kapphlaup viö Tommy Smith. Þá tókst Emlyn Hughes að minnka muninn fyrir Liver- pool en Ted MacDougall skoraöi þriðja mark Norwich stuttu fyr- ir leikslok og sitt 17. mark á keppnistimabilinu. Markasúpa i Leeds. Leeds hafði algjöra yfirburði i leiknum viö Everton á Elland Road I Leeds og hefðu leikmenn liösins hæglega átt að geta skor- að helmingi fleiri mörk, svo miklir voru yfirburðir þeirra. Peter Lorimer skoraði fyrsta mark Leeds á 16. minútu beint úr aukaspyrnu — skot hans lenti I Roger Kenyon og af honum i mark Everton. Allan Clark skoraði annað mark Leeds, en á eftir fylgdu tvær vitaspyrnur. Dave Clemente minnkaði mun- inn með marki úr viti fyrir Everton sem hann tvitók og Peter Lorimer skoraði úr vita- spyrnu fyrir Leeds. Einn leikmaður mun senni- lega seint gleyma þessum leik — markvörður Everton, And- rew Brand, sem lék sinn fyrsta deildarleik. Hann átti þó ekki sök á öllum mörkunum, en i upphafi siðari hálfleiks mistókst honum þó að slá frá fyrirgjöf sem hafnaði hjá Eddie Gray og hann skoraði fjórða mark Leeds. Allan Clark skoraöi svo fimmta mark Leeds eftir skemmtilega sóknarlotu og þannig stóð þar til stutt var til leiksloka að BobLatchford tókst að skora annað mark Everton. West Ham lék oft stórvel á Upton Park gegn Arsenal, þó svo aö tvo af lykilmönnum liðs- ins vantaði — fyrirliðann Billy Bonds og Trevor Brooking. Þaö var auövitað enginn annar en Alan Taylor sem nú er kallaður „Spörfuglinn”, sem skoraði mark West Ham. Kevin Lock sendi fyrir mark Arsenal og Taylor sem virtist hreinlega spretta upp úr jörðinni fyrir framan markið átti ekki i nein- um erfiðleikum með að skora. Markvöröur Arsenal, Jimmy Rimmer varði siðan mjög vel frá Alan Taylor og Billy Jennings. En Marvin Day gekk ekki eins vel f markinu hinum megin þó honum tækist að halda þvi hreinu — missti boltann tvi- vegis fyrir fæturna á leikmönn- um Arsenal — en þeir voru of seinir að átta sig og Day tókst aö handsama boltann aftur. Manchester United sótti mun meira I leiknum gegn Newcastle á Old Trafford I Manchester, dyggilega hvattir af rúmlega 52 þúsund áhorfendum. En leik- menn Newcastle vörðust vel, eða þar til á 68. minútu — þá spyrnti Lou Macari fyrir mark- iö með hjólhesta spyrnu sem varnarmenn Newcastle áttuðu sig ekki á — sending hans fór beint til Gerry Daly sem skoraði örugglega af stuttu færi. Alex Stepney lék nú aftur i markinu hjá United og sýndi að venju mikið öryggi. Tólfta jafnteflið hjá Leicester Leicester gerði sitt tólfta mark á keppnistimabilinu i Birmingham gegn Aston Villa. Frank Worthington skoraði mark strax i upphafi fyrir Leicestersem svo lagðist I vörn. 1 upphafi siðari hálfleiks tókst Ray Graydon aö minnka mun- inn fyrir Aston Villa, en leik- mönnum Leicester tókst ad verjast þaö sem eftir var leiks- ins þrátt fyrir mikla pressu. Bill MacGarry framkvæmda- stjóri Olfanna fékk heldur kald ar kveðjur frá hinum 20 þúsund áhorfendum sem lögðu leið sin^ á Molineux i Wolverhampton laugardaginn til aö sjá leik Olf anna og Manchester City. Eftir góöa byrjun féllu leikmenn Olf- anna algerlega saman þegar Asa Hartford skoraði fyrst mark leiksins á 28. minútu. Þá tók Dennis Tueart vitaspyrnu skot hans hafnaði i þverslé hrökk út aftur til Hartford sen var fljótur að átta sig og skalf aði inn. Stuttu siðar bætti Pete Barnes við öðru markinu eftir fyrirgjöf Tueart og þannig va^ staðan i hálfleik. 1 siðari hálf leik bætti svo Hartford Tuearé tveim mörkum við eftir varnarY mistök Olfanna. Rekinn útaf i sinum fyrsta leik Leikmenn Coventry fengi óskabyrjun i leiknum gegr Birmingham — tvö mörk tveim minútum og komust I 3:d Powell skoraði beint úr auka spyrnu á 13.. minútu og þei! David Cross og Donald Murphjj sem lék sinn fyrsta deildarleiS skoruðu á 30. og 32. minútu. Sið an var Murphy rekinn af leil' velli fyrir að sparka i mótherjs og leikmenn Coventry urðu ab leika 10 það sem eftir var leiks ins. Kenny Burns skoraði fyri| Birmingham i lok fyrri hálfi" leiks, en Howard Kendall annaC mark Birmingham úr vitai spyrnu i siðari hálfeik. Sheffield United fékk loksin^ stig á útivelli eftir niu tapleiki ( röð, en það virðist ekki segja mikiö og liöið dæmt til aö falla ( 2. deild. John Peddelty skoraðl sjálfsmarkþegarhann ætlaði af skalla frá hættulausa sendingu — honum tókstekki betur en sv(i að hann skallaði i eigiö mark, Réttfyrir leikslok tókst svo Tre vor Wymark að skora fyrir Ipsl wich eftir sendingu David Joím| son og tryggja annað stigiö. Ray Hankin skoraði á 24. minl útu fyrir Burnley gegn TottenJ ham á White Hart Lane — notfærði hann sér slæma send ingu varnarmanns Tottenham^ lék á Pat Jennings markvörð og sendi boltann i tómt markið. Er John Duncan tókst aö skora tvL vegis fyrir Tottenham i' siðar| hálfleik bæði með skalla — fyrsl eftir hornspyrnu John Pratt og siðan eftir góða sendingu Terry Naylor. Leikmenn Burnley urðu aC leika 10 nær allan leikinn, þeie sendu varamanninn Paul Bradi shaw fljótlega inná, en stuttf siöar meiddist Willie Morgan og varð að yfirgefa leikvöllinnv Hann kom þó inná aftur, en aðj eins I stutta stund. Sunderland stefnir upp úr 1. deild Ekkert viröist geta stöðva? Sunderland þessa dagana og lið| ið hefur nú fjögurra stiga for, ystu I 2. deild. Sunderland átti ekki i miklum erfiðleikum meC Oldham og skoraði Robson bæði mörk Sunderland. í 3. deild heldur Crystal Palace lika sinu striki og hefur sex stiga foryst A laugardaginn lék Palace gegri Mansfieldog sigraði örugglega 1 leiknum 4:1 — mörk Palace skoruðu Swindelhurst (tvö) og Evans, en eitt var sjálfsmark. Þá var George Best i sviðs- ljósinu á föstudagskvöldið þeg- ar hann lék með liði sinu Stock- port Conty gegn Swansea., Stockport sigraöi i leiknum 3:5 og voru áhorfendurnir 10 þús- und sem er þriöjungi meiri áhorfendafjöldi en sótt hefur leiki liðsins til þessa. Besj, „átti” öll mörk Stockport'j Fyrsta markið kom eftir hornr spyrnu sem Best tók, mark- vörður Swansea hélt ekki boltf anum sem hafnaði i markinuv Annað markið var skorað eftiB frábæra sendingu Best og hanri skoraöi svo sjálfur þriðja mark^ ið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.