Vísir - 03.12.1975, Blaðsíða 5

Vísir - 03.12.1975, Blaðsíða 5
5 VISIR Miövikudagur 3. desember 1975. e e gert sjálf — og ekki síst krakkarnir.. l>að viröist fara nokkuö i vöxt að fólk revni að búa til jólagjafir og jófaskraut sjálft. Það getur líka ver- ið hið mesta gaman, það er að segja ef tíminn fyrir þessa iðju er fyrir hendi. Þvi er heillaráð að reyna að byrja frekar snemma, og þvi ekki strax, ef einhver fristund gefst? Annars er um að gera að leyfa krökkunum að taka þátt i jólaundirbúningnum, fáir kunna eins vel að meta allt umstangið og einmitt þau. Þau gætu spreytt sig á einhverju af þvi sem er hér á siðunni, en svo er um að gera að leyfa hugmynda- fluginu að ráða. Þau eiga áreiðanlega ekki i vand- ræðum með að finna eitthvað sniðugt til, en þessar má nota á meðan fólk „hitar sig upp". — EA. Appelsinur með >' negulnöglum Sú hugmynd að skreyta appelsinur með negul- nöglum er reyndar gömul, en ekki siður góð fyrir það. Appelsinurnar verða þarna skemmtileg- asta jólaskraut og ekki of dýrt, og negulnaglarn- ir gefi góðan ilm. Það er mikilvægt að fjarlægðin á milli negul- naglanna sé hvorki of mikil eða of litfl. Ef fjarlægðin er of mikil, skýla negulnaglarnir ekki berki appelsinunnar nógu vel, þegar börkurinn fer að missa glansinn. A þessum myndum sjáum við hver fjarlægðin má vera. Byrjað er á þviaðskipta appelsinunni i fjóra hluta, svo hægt sé að koma fyrir rauðu bandi. Götin i appelsinuna má gera með prjóni. Svo má skreyta enn meira með greni, kúlum og öðru þvi sem mönnum dettur i hug. 'r Jólaskraut á lampa og ljós Lampar og ljósakrónur geta orðið eins og besta jólaskraut með smá tilfæringu. Hér er bú- inn til litill grenikrans, — það má lika hafa gervikrans, og hann siðan skreyttur með rauðu silkibandi. Kransinn er festur með þvi að binda silkibandið utan um lampann eða ljósakrónuna. Skrautleg kramarhús á tréð Krökkunum finnst áreiðan- lega ekkert amalegt að skreyta kramarhús til þess að hengja á jólatréð. Þe s si e r u gerð úr glans- pappir, en siðan skreytt með lit- rikumog viðráð- anlegum pappir. Alls kyns dúllur og skraut má lima á kramarhúsin og falleg glans- mynd er ekki úr vegi. Skraut á veggi hurðir og glugga Við getum skreytt veggi og hurðir og glugga á mjög ódýran hátt. Allir kannast við að klippa út alls kyns munstur úr pappir. Papplrnum er margbrotið saman, siðan eru skærin notuð, og þegar pappirinn er tekinn sundur, er oft komið fallegasta munstur. Nú má nota litaðan pappir, silkipappir eða annan skrautlegan til þess að búa til jólaskrautið. Til þess að gera það enn skemmtilegra, má lima skraut i til dæmis rauðum lit ofan á pappirsskrskraut I til dæmis rauðum lit ofan á pappirsskraut sem þegar er fyrir hendi, og er til dæmis gult. Pappirsskrautinu er siðan komið fyrir á veggjum, glugga eða hurðum með limi. Skraut á útihurðina. Þeir eru margir sem vilja skreyta útihurðina um jólia. Það skraut getum við lika búið til sjálf. Til þess að gera þennan sem er hér á meðfylgjandi mynd, þarf hálmkrans. Utan um hann er vafið rautt band. Siðan er greni og ávextir fest við. Auðvitað má nota ýmislegt annað, en hálmkransinn þykir ágæt ,,undirstaða”.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.