Vísir - 03.12.1975, Blaðsíða 2

Vísir - 03.12.1975, Blaðsíða 2
Mi&vikudagur 3. desember 1975. VISIR íísiEsro — Hver er reynsla þin af lögreglunni? Jón Karlsson læknanemi: — Ég hef enga persónulega reynslu af lögreglunni. Lögregluþjónar eru auðvitað upp og ofan en mér finnst að menn dæmi þá oft á ósanngjarnan hátt. Jóhann Þorvaldsson nemi I Stýri- mannaskólanum: — Ég hef ekki átt nein samskipti við lögreglu- þjóna. En ég held að þetta séu ágætis menn sem komi vel fram við samborgarana. Kristinn Karl verlunarstjóri: — Ég hef átt litil samskipti við hana. Ég held mig innan ramma lag- anna. Lögregluþjónar eru mann- legir en starf þeirra er erfitt. Og þeir eru oft dæmdir of harkalega. Svanhvlt Magnúsdóttir húsmóö- ir: — Min reynsla af lögreglunni er ágæt. Ég hef reyndar haft litið af henni að segja. Ég hef bara verið tekin einu sinni og það var fyrir að keyra á ljóslausum biln- um. örlygur Sigurðsson listmáiari: — Þeir geta stungið manni inn ef maður segir frá eigin reynslu, af lögreglunni. Þegar snúið var upp á hendurnar á manni og maður gerður óstarfhæfur við að mála. Erla Þorvaldsdóttir nemi: — Min reynsla af lögregluþjónum er engin. Þó ég hafi enga persónu- lega reynslu af þeim hef ég hreyrt ýmsar sögur af þeim og ekki allar fallegar. LESENDUR HAFA ORÐIÐ Rhodesiubúar þakka íslendingum Viggó Oddsson skrifar frá Jó- hannesarborg: Þorskastrið á þúrru landi Eins og lesendur Visis hafa sennilega tékið eftir, eru núna tiu ár siðan Rhodesia sleit sam- bandi viö Bretland og lýsti yfir sjálfstæði eftir endalausan drátt af hálfu breta, sem settu á land- ið hafnbann og hinar fjölbreyti- legustu refsiaðgerðir sem um getur. Eins og i þorskastriöunum i kringum Island, urðu aðgerðir breta einungis til aö efla sam- hug, innlendan iðnað og þjóðernistilfinningu. Ian Smith og flokkur hans áleit málefni landmsnna stófnt i voða með stefnu breta, þar eð i landinu búa 2 ólikar svertingjaþjóðir, um 5milljónir á móti 250 þúsund hvitum. Eöa einn á móti 20 svörtum. Kongó og Angóla Það hefur aldrei verið ljósara en i dag hve skynsamleg stefna Smiths hefur verið, þvi hvar- vetna þar sem ólikar svertingjaþjóðir hafa fengið sjálfstæði innan sama lands- hluta, hefur flest farið aflaga, þar til ein þjóðin hefur náð að undiroka þær minnimáttar oft eftir stórkostlegar eyðilegging- ar og manndráp. Á þessum áratug hefur ætið verið leitað að framtiðarlausn vandamála Rhodesiu, leit að svertingjum með ábyrgðartil- finningu og fylgi til að stjórna sinu fólki og tryggja frið og eignarétt ásamt lögum og rétti fyrir hvita menn. -ísland og Rhodesia Vegna refsiaðgerða breta gegn rhodesiubúum er erlend verslun ekki eins mikil og áður var. Landið er fullt af málmum, hráefnum og matvörum, senni- lega eitt af þeim fáu i Afriku. Það er á fárra vitorði hve uppurin lönd heimsins eru af þessum gæðum sem öllum standa til boða i Rhodesiu, með frjálsri verslun. Ótrúlega margir Islendingar hafa heimsótt landiö og dvalið þar I lengri og skemmri tima, notið fegurðar þess og alúðar og gestrisni landsmanna af öllum litarháttum. Þar eð ég sá um að halda Nor- ræna félaginu i Rhodesiu gang- andi kom það oft i minn hlut á timabili að huga að áriðandi málefnum milli landanna, t.d. Mr. Clifford Dupont, forseti Rhodesiu ferðamála og fyrirspurna. Margir islendingar hafa einnig komið á framfæri samúð sinni viö málstað Rhodesiu. Þakkir frá forsetanum Forseti Rhodesiu sendi mér nokkrar linur i vikunni, og bað að „koma á framfæri þakklæti allra rhodesiubúa til þeirra á ís- landi sem stutt hafa málstað Rhodesiu og árnaðaróskum.” ,,Þér megið fullvissa þá um, að þeir erfiöleikar sem viö höf- um mætt og sigrast á, á siðast- liðnum áratug, hafa einungis styrkt ákvörðun okkar, um að hvika ekki frá takmarki okkar um aö vernda okkar braut til menningarþjóðfélags, I and- stæðu við það ástand sem rikir i svo mörgum löndum i dag.” Þannig ljóðaði kafli i bréfi Cliffords Duponts forseta. Greiðir borg- in ekki drótt- arvexti af vanskila- skuldum? G.G. hringdi: „Mér leikur forvitni á að vita hvort reykjavikurborg greiði dráttarvexti af sinum vanskila- skuldum, eins og aðrir, verða að gera. Ef svo er ekki þá langar mig til að vita hversvegna ekki. Gilda einhver önnur sjónarmið þegar borgin á i hlut? Visir fékk þær upplýsingar hjá Gunnlaugi Péturssyni borgarritara að borgin greiðir enga dráttarvexti af þvi að hún stendur I skilum við sina við- skiptaaöila! Að visu sagði Gunnlaugur að sum verslunarfyrirtæki sem borgin hefði vöruúttekt hjá, hefðu byrjað á þvi I fyrra að senda borginni bréf þar sem greint væri frá þvi að yrði tekin vöruúttekt ekki greidd innan á- kveðins tima, yrðu reiknaðir dráttarvextir. Borgin svaraði þessum bréf- um á þá leið að hún greiddi enga dráttarvexti, vegna svona einhliða yfirlýsinga, ef ekki hefði verið samið um það þegar vipskiptin áttu sér stað.” Sigurlinni Pétursson, Hraunhólum 4 i Garða- hreppi sendi okkur þetta: NORNAGALDUR Fylkjum liði fram á Ægi, frelsum vora ættarslóð uns að ránum öllum lægir ætlum við aö kynda glóð nomagaldurs nótt sem daga nýtist engum rán úr sjóð. Allar nornir láðs og laga leika óttaþrungin hljóð. Framúr svölu sjávarróti syngja nornir ránaróð gandreiða á gjörningsmóti geisar is i jötunmóð Ekki þessum ógnum biðið eftir, þvi að vikingsblóð beitir sé i baldið striðið bjóðið visku innri glóð svo að ekki nornaniðið nái ykkur, menn og fljóð. Veiðiþjófar varist striðið Válegt biður ykkar tjón undir sjávar nornaniðið nemur burtu soddan flón. Fornra vætta freistið ekki svo fárleg geisi veðraspjöll sem að ykkar sálir svekki svo að lifsins von er öll. Sigurlinni Pétursson rnKsnr-tin-rAnr-t-tru. mihnr-Mj.hnitTFÁ-hiýh rm-tt-Ánnr-xrrnr-rnnÁ. nrnr-nhfhrim-rrti’ mtr-rrrhih-hrtMsn-Nfrr mtht-ttrnr-ÁtMÁ-h»xi>, trni-mm-ttm-tHtrt nKt-ntt-nntrn-tnœt. nt TT-nÁ-htnrn-h^mmti hitnt-mtiÁ-Átm-nh rtWÁtnt-tmmim-rtm, nihtÁ-ih-H?*tnt-r*h. t«i-nhhnr-$nnr-mit, miÁrtn-tt-tKitrhtm Mtr-hU-ntrnh-htÁinh tefitn-tihÁrvttÁi-rrtt, hht-tM«i-mtttitih tn-h«r)Á-rttt-Ar-rr9*t. Fæst lesum viö vist rúnir, en Siguriinni sendi okkur L Þ'' ljóöiö þannig, og svo þessa þýöingu á þvi. Myndirn- /' ÞV.* ar koma llka frá Siguriinna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.