Vísir - 03.12.1975, Blaðsíða 9

Vísir - 03.12.1975, Blaðsíða 9
VISIR Miðvikudagur 3. desember 1975. 9 gjöfina f verk, og opinberir tals- menn eru tregir á að veita upp- lýsingar um, hve margar fóstureyðingarhafa feriðfram- kvæmdar á þessu ári. Samkvæmt skrám Semmelwis-hælisins i Vin, hefur ekki ein einasta kona, af þeim 2,400 hundruð, sem þar hafa látið framkvæma fóstur- eyðingu, dáið af völdum að- gerðarinnar, frá þvi lögin tóku gildi. Aður hafði dánartalan verið 25% á hverju ári. 70 þúsund óleyfilegar fóstureyðingar Rikisstjóm sósialista hefur lagt á það áherslu, að löggjöfin hafi verið nauðsynleg af félagslegum og læknisfræðileg- um ástæðum. Sifellt fleiri hefðu virt að vettugi hinar þungu refsingar, sem lagðar voru við óleyfilegum fóstureyðingum. Talsmaður dómsmála- ráðuneytisins sagði, að um 70.000 óleyfilegar fóstur- eyöingar hefðu verið fram- kvæmdar árhvert, þar til lögin tóku gildi, og rösklega 200 konur verið færðar fyrir dóm, flestar af fátæku fólki. Sum sjúkrahús neita En þrátt fyrir hin nýju lög, eru það mörg sjúkrahús, eins og I Salzburg, Týról og Voralberg sem em ekki reiðubúin til að framkvæma slika aðgerð. Sjúkrahús og læknar eru ekki skyldug til að framkvæmda fóstureyðingu, og forstjóri heil- brigðiseftirlitsins i Stýria- héraði sagði: „Við erum engir morðingjar. Það kemur ekki til mála að að við eyðum þunga konu, af einhverjum félagsleg- um eða personulegum á- stæðum.” Ihéruðum, þarsem sjúkrahús em ekki fyrir hendi, taka læknar milli tiu og fimmtán þúsund schillinga fyrir hverja aðgerö (80-90 þús. Isl. kr) Einnig greinir lækna á siðferðislega. Fimmtiu og þrir læknar hafa undirritað plágg, þar sem lýst er yfir andstöðu við „Verndun lifs” á þeim for- sendum að ef fóstureyðingar væru aftur lýstar glæpsamleg- ar, myndu konur er þjást af samviskubiti vegna óleyfilegra aögerða, hika við að leita sér læknishjálpar af ótta viö refs- ingu. dTMenningarmál „BORGES ER SUMSE MIKILL BÓKABÉUS" Suðrið Jorge Luis Borges Þýð.: Guðbergur Bergsson AB, 160 s. Argentinski rit- höfundurinn J. L. Borges varð snögglega frægur i Evrópu við lok áratugsins og mun Jean Paul Satre hafa átt sinn þátt i þvi. Árið 1961 fékk hann ásamt Samuel Beckett alþjóð- leg útgefendaverðlaun kennd við eyjuna For- mentara. Það var mjög sérkennilegt að vera vitni að þessari uppgötvun, snögglega viknar áhugi á manni sem búinn var að skrifa I þrjátlu ár, það er eitthvað þýtt, sumt gamalt, annað nýtt og ekki sér- lega auðvelt að átta sig á manninum. Eftir þvi sem best verður séð skrifar hann sér- kennilegar smásögur, yrkir ljóð og skrifar ritgerðir um bókmenntir, hefur verið lands- bókavörður Argentinu og prófessor i enskum og amerisk- um bókmenntum. Svo virðist sem hann skrifi ekki skáldsögur og ekki leikrit. Borges er semsé mikill bókabéus sem liklega sér lifinu lifað af ástriðu og litað á- tökum við annað fólk úr f jarska. Hvort sem það er rétt eða ekki, verður greinilegt af lestri sagna hans að hann hefur áhuga fyrir hvörfunum i lifi manna og nánasta aðdraganda þeirra, þ.e. þvi skeiði i lifi manna, sem gefur þvi nýja stefnu, oftast hratt ferli sem lýkur með dauða. Þessi áhugi á lokaskeiði lifshlaupsins er sameiginlegur Borges og mörgum stórum leik- ritahöfundum, en Borges lýsir atburðunum gjarnan frá sjónar- hóli eins manns, annað fólk eru mismunandi skýrar aukaper- sónur og þegar þannig er að farið er smásagan heppilegt form. Samt hafa sögur hans verið notaðar sem uppistöður i leikin verk og hef ég að minnsta kosti séð eina kvikmynd, gerða eftir smásögu eftir hann. Borges er sem áður segir vel- menntaður og lesinn i góðum bókmenntum ýmsra þjóða, þar á meðal i islenskum fornbók- menntum, en umþær'hefurhann skrifað litla bók, þar sem viðfangsefnið er séð i viðu sam- hengi og væri gaman að fá hana þýdda á Islensku - listræn vinnu brögð sliks manns eru alltaf for- vitnileg og þar sem Borges er trúr skyldu góðs höfundaí að vera skemmtilegur verður enginn leiður af að lesa hann, sögurnar taka hugann fanginn, veita afþreyingu og þar á ofan listræna nautn — hvað vilja menn meira? Þýðing Guðbergs Bergssonar er yfirleitt góð en á stöku stað með þýðingarbrag. Hann birtir bókatitla og ártöl með sögunum og mun það flest áreiðanlega eiga við endurútgáfur og úrvöl. Nú eigum við á tslandi spænsk- menntað fólk I bókmenntum — af hverju var ekki leitað til þess til að gera faglega grein fyrir Borges og timasetja textana um leið bókfræðilega rétt? Bókin litur að öðru leyti vel út, skemmtileg mynd á hlifðarkápu nema hvað á kili er gervileg og ljót gylling. TVÆR BÆKUR LJOÐA Bókmenntir Þorvarður Helgason skrifar tslenzkt ljóðasafn II. AB, 459 s. Hraðfryst ljóð Birgir S. S. Simonarson eigin útgáfa 48 s. Mig langar hér til að minnast á tvær ofan- greindar bækur sem eru sannarlega afskap- lega andstæðar en eiga þó ákveðna hluti sam- eiginlega. Islenska ljóðasafnið skilst mér að sé gefið út af bóka- klúbbi, en bókaklúbbs- bækur eru ekki seldar á opnum markaði og þar sem ég þekki til er- lendiS er ekki skrifað um bækur slikra klúbba. Bók Birgis S. Simonarsonar er að likindum fyrsta bók ungs ■höfundar, offsettfjölrituð og gefin út á eigin kostnað og ligg- ur áreiðanlega ekki frammi á öllum hinum opna bókamarkaði en reynt að selja hana vinum og kunningjum —semsé nær þvi að vera klúbbbók en eitthvað ann- að. Ég er enginn sérfræðingur i Islenskum sautjándu- og átjándualdar skáldskap, en hann er innihald þessa annars bindis saínsins og hef þvi litla aðstöðu til aö gagnrýna valið. Bókin er úrval eða sýnisbók og eru þá hvað forvitnilegust þau skáldin sem maður á erfiðan að- gang að annars og virðast þeim vera gerð góð skil. Einn er sá þáttur sem alveg er niöurfelldur úr safni þessu og eru það þýðingarnar — en ein- mitt þýðingar frá þessum tima þættu mörgum forvitnilegar. Liklega er þar efni i annað safn eða úrval. Maður saknar þess sérstaklega að fá ekki að sjá neitt af þýðingum Jóns Þorláks- sonar. Formáli að bókinni er stuttur en þar er á það minnst sem margir hafa nú á orði að skáld samtimans iðki mjög nafla- á sálarkveisur sinar — og mun orð að sönnu. Ljóðasafnið er fallega útgefin bök, vel skreytt blómmynstrum og pappir litfagur. Sé það borið saman við eldra safn — Island þúsund ár — sem min kynslóö undi sér vel við og þótti mikill fengur i á sinum tima, er þetta hin stásslegasta bók, að minum smekk of skrautleg til að falla vel að samtimanum, ókostur sem hin hafði ekki. Og þá yfirgefum við gull- mynstraða fortiðina og snúum okkur að ungskáldinu sem skap- ar sér sjálfur tækifæri — Hrað- frystu ljóðunum hans Birgis Svans Simonarsonar. Er þessi titill vök sem umsegjendur eiga að detta ofan i? Af hverju geymdi maðurinn ekki ljóðin hraðfryst i þar til gerðum um- búðum i svo sem tiu ár? Skvamp! Sálarpinan verður vist að vera einhver — en það má yrkja um hana á ýmsan hátt. Birgi Svan virðist þykja helviti hart aðþurfaað vinna og þó langtum verst að vera i fiski og ku marg- bölvað auðvaldið eiga sök á þvi slorpúli. Einmitt, það átti llka sök á atvinnuleysinu fyrir ekki svo mörgum árum og þá var ort grimmt um þá bölvun. „Lifið i vinnandi hendur steypum erkienglunum brjótum rökstóla auð- valdsins breytum vinnustað i byltingarskóla” A fólk að nærast á byltingar- viskunni einni saman? Ætli sumir yrðu ekki fljótt svangir og neyddust til að taka tilhendinni. Það bregður oft fyrir snarpri linu i þessum textum en listræn vinnubrögð eru fálmkennd: „hækkandi tilkostnaður við utgerðina L í 0 kveinandi kvartandi rosaiegu tapi og riksstjórn bölvandi þá er i hálmstráið gripandi verkamaðurinn gengisfelldur hver skilur rök tilverunnar eða bókhald?” Liklega eru háðkvæðin eins og t.d. Takið hinni co — oplegu kveðju einna best heppnuð — þó get ég þvi miður ekki dæmt um það allt þar sem eintakið sem ég fékk I hendur er gallað. Birgir Simonarson á áreiðan- lega eftir að þroskast og skilja að allir þurfa að vinna og ef hon- um tekst einnig að brýna þau listrænu verkfæri sem hann hef- ur þegar i höndunum — skulum við vona að hann hafi um eitt- hvað að yrkja. cýVIenningarmál

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.