Vísir - 03.12.1975, Blaðsíða 17

Vísir - 03.12.1975, Blaðsíða 17
VISIR Miövikudagur 3. desember 1975. 17 D KVÖLD | IH □AG | Sjónvarp kl. 21:15: Ekki eru allar ferðir til fjár... McCloud er á ferð- inni i kvöld heldur bet- ur — hann bregður sér til Parisar. Ekki er þó um neina skemmti- reisu að ræða, heldur er hann neyddur til fararinnar af ófyri- leitnum bófum. Upphaf þessa alls er að Cliff- ord yfirmaður McCloud hringir til hans, þar sem hann er á vakt á Kennedy-flugvelli i New York, og biður hann að finna sig i vöruskemmu þar skammt frá. Þegar þangað kemur er— þar einnig fyrir tveir bófar, vopnað- ir, sem ógna honum og hóta Clifford lifláti fari McCloud ekki með öðrum þeirra til Parisar. Þangað þurfa þeir að koma skjalatösku með stolnu góssi án afskipta tollyfirvalda. McCloud sér sig tilneyddan þar sem lif Cliffords liggur við að verða að kröfum þeirra. Þegar til Parisar kemur tekur heldur betur að hitna i kolunum. McCloud er jú enginn veifiskati og gerir bófunum áreiðanlega helviti heitt. Nú er aðeins að biða kvölds til að sjá atganginn. ** ' • ; 3* ■ g§ - - jmj: ssgg Útvarp kl. 19.35: Fullnœgir Hóskól- inn hlutverki sínu? Tengsl Háskólans við atvinnulifið erefniþátt- arinsúr atvinnulifinu i útvarpinu kl. 19:35 i kvöld. Rekstrarhagfræðing- arnir Bergþór Konráðsson og Brynjólfur Bjarnason sjá um þáttinn. I fyrri þætti var fjallað um tengsl atvinnulifsins við menntakerfið, verkmenntun. Þessi þáttur er framhald þeirra umræðna. Hvernig fullnægir Háskólinn sinu hlutverki? Til að svara þeirri spurningu eru fengnir i þáttinn Gestur Guðmundsson, formaður Stúdentaráðs, Ragnar Halldórs- son forstjóri ISAL, og Jónas Bjamason, formaður BMH. Auk þeirra er spjallað við rektor Háskólans, Guðlaug Þor- valdsson, og i leiðinni nokkrir nemendur teknir tali á göngum skólans. — VS. Sjónvarp kl. 20:40: Búkollu- borinn loksins smíðaður! Nýjasta tækni og visindi verð- ur kynnt i kvöld af örnólfi Thorlacius. Þátturinn verður þriskiptur. Fyrst verður tekið fyrir Appollo-Soyuz samstarfið. Yfirlit gefið yfir fimm ára sam- starf, rætt um visindalegan árangur og sýndar myndir af geimskotum. Annar þátturinn fjallar um alþjóðasamstarf á vegum SÞ varðandi veðurfræðilegar rannsóknir. Sýndur gangur rannsókna á belti, sem nærfrá Kyrrahafi yfir latnesku Ameriku yfir I Indlandshaf. Rannsóknirnar eru mjög ýtarlegar — skotið er upp gervi- tunglum, her rannsóknaflug- véla er á lofti og fjöldi stööva i landi annast þessar rannsóknir. Ætlunin er að gera likan af veðurfari og sjávarföllum á þessum heitu svæðum, þvi sannleikurinn er sá, að menn vita minna um veðurfar á þess- um slóðum en hér á norðurhveli jarðar þó furðulegt megi telja — annað eins veðravályndi og er hér. Siðasti þátturinn er stutt mynd af glóandi jarðbor. Furðulegt hvað þessir karlar finna upp á. Þessi bor bræðir sig i gegnum jarðskorðuna. Enginn titringur fylgir þessum bor og þvi heppilegur til að bora með honum á viðkvæmum stöðum, eins og t.d. i kringum listaverk. Vísindamenn telja ekkert þvi til fyrirstöðu, að gera slikan kjarnorkuknúinn bor allt að fimm metra i þvermál og bora með honum gögn i gegnum holt og hæðir. Ef til vill er þarna komin framtiðarlausn á gerð vega á Islandi! — VS. Ég hef aldrei veriö gefinn fyrir neina smásmiði! | ÚTVARP • Miðvikudagur 3.desember 13.15 Til umhugsunar Þáttur um áfengismál i umsjá Arna Gunnarssonar og Sveins H. Skúlasonar. 13.30 Við vinnuna: Tónleikar 14.30 Miðdegissa gan : „Fingramál” eftir Joanne Greenberg Bryndls Vig- lundsdóttir les þýðingu sina (8). 15.00 Miðdegistónleikar 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn 17.10 Útvarpssaga barnanna: „Drengurinn i guilbuxun- um” eftir Max Lundgren Olga Guðrún Arnadóttir les þýðingu sina (8). 17.30 Framburðarkennsla i dönsku og frönsku 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Úr atvinnulifinu Rekstrarhagfræðingarnir SJÓNVARP • Miðvikudagur 3. desember 1975. 18.00 Björninn Jógi. Bandariskur teiknimynda- flokkur. Þýðandi Jón Skaptason. 18.25 Kaplaskjól. Breskur myndaflokkur byggður á sögum eftir Monicu Dick- ens. Sakleysingjarnir. Þýð- andi Jóhanna Jóhannsdótt- ir. 18.50 List og listsköpun. Bandariskur fræðslu- myndaflokkur. 4. þá.ttur. Áferð. Þýðandi Hallveig Thorlacius. Þulur Ingi Karl Jóhannesson. 19.05 Illé. Bergþór Konráðsson og Brynjólfur Bjarnason sjá um þáttinn. 20.00 Kvöldvakaa. Einsöngur Þorsteinn Hannesson syng- ur islenzk lög. b. Austan- geislar Halldór Pétursson flytur ferðaminningar sinar frá liðnum árum. c. Ljóð eftir Jón Þórðarson frá Borgarholti Guðrún Step- hensen leikkona les. d. Tog- azt á um svipu úr Suðursveit Pétur Pétursson talar við Ingunni Þórðardóttur. e. Um islenzka þjóðhætti Árni Björnsson cand. mag. segir frá. 21.15 Siðari landsleikur ís- lendinga og Norðmanna í handknattleik Jón Ásgeirs- son lýsir úr Laugardalshöll. 21.45 Strauss-hljómsveitin i Vin leikur Tónlist eftir Jo- hann Strauss. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Kvöldsag- an: „Kjarval" eftir Thor Vilhjálmsson Höfundur les (21). 22.40 Nútimatónlist Þorkell Sigurbjörnsson kynnir. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrá og auglýsingar. 20.40 Nýjasta tækni og visindi. Apollo—Soyuz. — Alþjóða veðurrannsóknir. — Glóandi jarðbor. Umsjónarmaður örnólfur Thorlacius. 21.15 McCloud. Bandariskur sakamálamyndaflokkur. Parisarferð. Þýðandi Krist- mann Eiðsson. 22.15 Angola. Ný heimilda- mynd um ástandið i Angola fram að sjálfstæðisyfir- lýsingunni. t myndinni er m.a. rætt við Leonel Cardoso, fráfarandi land- stjóra Portúgals, og Agostinho Neto. forseta MPLA þjóðfrelsisfylkingar- innar. Þýðandi Ellert Sigur- björnsson. (Nord- vison—Danska sjónvarpið). 23.00 Dagskrárlok. —Varaðu þig á honum 1 fyrstu lotu — hann setti aðeins fimmkall I stöðumælinn hér fyrir utan.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.