Vísir - 06.12.1975, Síða 2

Vísir - 06.12.1975, Síða 2
risusm: Hvaö viltu helst fá í jóla- gjöf? Kristján Pálsson: Ég vil helst fá vesturþýska landsliösbúninginn! Ég ætla að nota hann á æfingum og i keppni, þvi að ég er mikill iþróttamaður. Ég vildi gjarnan fá bolta lika. Júliana It. Indriðadóttir: Skiði eða skauta. Ég hef aldrei átt slikt en mig langar til að prófa það. Já, já, ég er viss um að ég fæ ein- hverjar jólagjafir, ég gef lika gjafir sjálf, en það er verst að ég á svo litla peninga. Elln Einarsdóttir: Ég vildi helst fá annað hvort skiði eða skauta, en ég hugsa nú að ég fái það ekki, þetta er svo dýrt. Ég veit ekki hvað ég vildi þá annað, en ein- hverjar gjafir fæ ég. Jenný Gunnarsdóttir: Ég veit að ég fæ einhverjar gjafir, kannski færrien i fyrra. Mig langar einna helst i útvarp eöa þá bók. Ég gef lika gjafir sjálf fyrir eigin pen- inga. Jens Þór Svanson: Ég vil helst fá hest, ég gæti haft hann i húsi hjá pabba. Það gæti verið að pabbi gæfi mér hest, en mig langar ekki i neitt annað sérstakt. Hjörgvin Björgvinsson: Mig langar i fótboltaspil, — ég veit nú ekki hvort ég fæ það, það kostar svona 5—6 þúsund. Sjálfur er ég núna að selja blöð, til að safna fyrir jólagjöfum handa öðrum. Laugardagur 6. desember 1975. VISIR w JOlAGtTRA UNIN 12) Ætlar einhver að missa af mögu- leikunum á þeim stórkostlegu verðlaun- um sem bjóðast i jólagetrauninni? Þaö er ekki of seint að taka þátt i keppninni, hún hófst i gær og ef næsti blaðsölustað- ur á ekki blaðið, má fá það á afgreiðslu Vísis á Hverfisgötu 44. Daglega veitum viö þrjá valkosti á þvi i hvaða landi Steini og Gunna gæða sér á rétti sem er einkennandi fyrir viðkom- andi land og þjóð. Nú erum við komin i annaö landið af þeim tiu sem heimsótt verða. Fjölskyldan gæöir sér i dag á rétti sem heitir Les Cremets d’Angers, og það er i.... Steini slapparaf meöanGunna tilreið- ir Les Cremets d’Angers, sem er eftir- réttur. 1 hvaöa landi eru þau? PORTÚGAL □ FRAKKLANDI □ BELGÍU Setjið kross við rétta svarið, og geym- ið seðilinn. Safnið öllum seðlunum tiu saman, þar til getrauninni er lokið. bá eru þeir sendir Visi, ásamt nafni og heimilisfangi. Siðan verður dregið úr réttum úrlausnum. LES CREMETS D’ANGERS (eftirréttur) 1/4 1 rjómi, 2 eggjahvitur Þeytiö rjómann stifan og þeytið siðan eggjahviturnar sér. Blandiö þessu varlega saman. Hellið blöndunni i litlar virkörf- ur, og breiðið þunnan, hreinan dúk yfir. Látið þetta jafna sig á köldum stað yfir nóttina. Litlar virkörfur fást ekki hvar sem er, og er þá hægt að nota gott sigti. Réttinn á að framreiða þannig aö hliðin sem lá á virnum snúi upp. Hellið óþeyttum rjóma yfir, og hafið sykur með, i sér skál. Verðlaunin Nordmende liljómtækið sem er i verðlaun i jólagetrauninni, er allt hið glæsilegasta. i þessu tæki er að finna allt það sem þarf til hljómflutnings — nema kannski sjálfar plöturnar eða snældurnar (kassetturnar). Tækið er plötuspilari, snældu- segulband, magnari og útvarp. Með þvi fylgja tveir hátalarar, og tveir hljóðn.emar. Verðmæti þess er 133 þusund krónur. Þaðer Radíóbúðin sem flvtur inn Nordmende tæki og selur þau. LESENDUR HAFA ORÐIÐÍ Hvar var nú kurteisin? Sjónvarpsáhorfandi skrifar: , ,Ég hef fastlega átt von á þvi siðan um helgi að sjá einhvern ,,opna sinn munn” á prenti Ut af sjón varpsþættinum Kastljós föstudagskvöldið siðasta i nóvember. Sú hefur þó ekki orðið raunin, en samt veit ég að það urðu fleiri hissa en ég. Ástæða undrunar minnar var framkoma iðnaðar- og félags- málaráðherra vors, Gunnars Thoroddsen. Hingað til hefur mér fundist Gunnar manna kurteisastur og prúðmann- legastur i umræðum og viðtöl- um á opinberum vettvangi, en þarna varð ég fyrir miklum vonbrigðum með henn. Allt frá upphafi þáttarins var framkoma hans slik, að ég gat ekki annað fundið en meining hans væri að reyna að gera spyrjanda og aðalstjórnanda þáttarins Svölu Thorlacius, hlægilega og heimskulega i aug- um áhorfenda. Það tókst þó ekki, að minnsta kosti ekki hvað mig snertir og ég held að ráðherrann hafi mest tapað á þessu sjálfur. Svala bar þarna fram spurningar sem ég álit að stór hluti þjóðarinnar hafi einmitt viljað fá svör við. Þess vegna veit ég að það urðu fleiri fyrir vonbrigðum með svör iðnaðarráðherra en ég. Það eru ekki bara ráðherrar og rikisstjórn sem verða að ,,Jón” skrifar: „Mikið lifandis skelfing finnst mér einkennilega staðið að máli breska fréttamannsins sem laumaðist í land af eftirlitsskip- inu Miröndu. Aumingja maður- inn fer i land eftir að hafa talað við skipstjórann sem segir hon- um að allt sé i' lagi og grænt ljós hafi fengist fyrir hann frá ráðu- neytinu. Nú honum er stungið i stofufangelsi um nóttina og yfir- horfast i augu við vandamálin i sjávarútveginum, bæði þau sem upp eru komin og þau sem eiga eftir að koma i ljós. Þjóðin öll verður að axla sina byrði og þess vegna á hún lika rétt á að fylgjast með fram- heyrður um morguninn og þá kemur hið sanna i ljós. Eru svona aðgerðir ekki bara til að mata fréttanef blaða- mannsins? Hvað gerði blessaður maður- inn svona stórvægilegt af sér að hann var eltur og settur i stofu- fangelsi? Hann var einungis að vinna sina vinnu, þurfti að koma sinum fréttum heim á leið, nú og auðvitað beitir góður blaðamað- vindu mála hvort sem ráða- mönnum er það ljúft eða leitt. Hitt er svo annað mál að það er sjálfsagt ekki eintóm ánægja sem fylgir þvi að vera i farar- broddi og þurfa að taka ákvarðanir. Mér er raunar óskiljanleg þessi stöðuga eftir- sókn eftir „stólunum” en þeir sem hafa hreppt þá verða lika að sitja þá sómasamlega, þótt á móti blási.” ur öllum tiltækum ráðum til að koma þeim áleiðis. Mitt álit er að betra hefði verið að gefa honum á- minningu og gefa út yfirlýsingu þess eðlis að ef þetta kæmi upp aftur þá verði tekið á málinu með töngum. Jæja, við sjáum fljótlega hvernig hann matar landa sina á atburðinum og kannski er þetta rangt mat hjá mér, en það kemur i ljós.” Er verið að mata frétta- nef blaðamannsins...?

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.