Vísir - 06.12.1975, Page 8

Vísir - 06.12.1975, Page 8
8 Laugardagur fi. dcsembcr 1975. vísib Otgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Davið Guðmundsson Ritstjóri og ábm: Þorsteinn Pálsson Ritstjóri frétta: Arni Gunnarsson Fréttastjóri erl. frétta: Guðmundur Pétursson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Siðumúla 14. simi 86611. 7 linur Askriftargjald 800 kr. á mánuði innaniands. 1 lausasöju 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Þrýstum á breta innan NATO Deilur okkar við breta og vestur-þjóðverja um fiskveiðilögsöguna hér við land hafa ávallt vakið upp bollaleggingar um stöðu okkar innan samfélags Vestur-Evrópurikja. í sjálfu sér er ekki óeðlilegt, að þessi málefni séu vegin og metin, þegar við lendum i svo alvarlegum þrætum við bandalagsþjóðir okk- ar, sem raun hefur orðið á. Þau stjórnmálasamtök, sem alla tið hafa barist gegn þátttöku okkar i samstarfi Vestur-Evrópu- þjóða, hafa ævinlega notfært sér landhelgisátökin við breta og þann tilfinningahita, er myndast hefur i kringum þau, til þess að koma fram hugmyndum sinum um að kljúfa ísland út úr þessu samstarfi. Allar tilraunir af þessu tagi hafa þó mistekist fram til þessa. Bretar hafa nú i þriðja sinn sent herskip inn i is- lenska lögsögu til þess að hindra eðlilega löggæslu islenskra varðskipa. Hér er um einstætt ofbeldi að ræða, ekki sist þegar á það er litið, að bretar hafa verið taldir til siðaðra þjóða. Við megum okkar að sjálfsögðu litils gagnvart ofbeldi stórþjóðar. Eigi að siður höfum við ávallt farið með sigur af hólmi. í fyrsta lagi er á það að lita, að framganga land- helgisgæslunnar hefur verið með einstæðum hætti. Þrátt fyrir breska herskipavernd hefur varðskipun- um tekist að trufla veiðar landhelgisbrjótanna, svo um hefur munað. Þetta vandasama verk hefur ver- ið unnið við erfiðar aðstæður, og það hefur aukið hróður landsins. Þá höfum við i annan stað hagnýtt aðstöðu okkar innan Atlantshafsbandalagsins til þess að knýja breta til undanhalds. Við landhelgisútfærsluna 1958 tók vinstri stjórnin málið upp innan bandalagsins. Það sama var gert vegna flotaihlutunarinnar 1973. Engum blöðum er um það að fletta, að þær aðgerðir höfðu verulega þýðingu fyrir úrslit málsins. Þegar bretar hafa nú enn á ný farið með flota sinn inn i islenska fiskveiðilögsögu til þess að hindra framkvæmd islenskrar löggæslu, liggur það i aug- um uppi að við notfærum okkur aðstöðuna innan At- lantshafsbandalagsins til þess að knýja breta til undanhalds. Það gerum við ekki með þvi að höggva á þau tengsl, heldur með kröftugum aðgerðum. Mikill meirihluti þjóðarinnar ætlast til þess, að rik- isstjórnin standi þannig að málum. Bretar eru með framferði sinu að tefla varnar- samstarfi lýðræðisþjóðanna i Evrópu i tvisýnu. Á þá staðreynd verðum við að benda mjög rækilega. Slikar ábendingar væru marklausar, ef við i skynd- ingu rifum okkur út úr þessu samstarfi. En engum manni á að geta dulist, að flotaihlutun breta er ógn- un við Atlantshafsbandalagið. Það er einnig hugsanlegt, að bretar muni á næst- unni reyna eins og vestur þjóðverjar áður að þvinga okkur út úr viðskiptasamstarfi Evrópuþjóðanna. Það væri likt bretum að spilla enn fyrir lausn deil- unnar með einhverjum slikum aðgerðum. Þar með væri það orðin yfirlýst stefna bresku stjórnarinnar að ýta islendingum ekki aðeins út úr Atlantshafs- bandalaginu, heldur einnig út úr viðskiptasam- starfinu við Evrópuþjóðirnar. Þvergirðingsháttur breta þjónar ekki hagsmun- um Evrópuþjóðanna. Við eigum þvi af augljósum á- stæðum að nota okkur aðstöðuna á þeim vettvangi til þess að knýja þá til undanhalds. Þá eiga islend- ingar enn þann kost að taka málið upp innan veggja Sameinuðu þjóðanna, þó að sú aðstaða hafi ekki verið notuð fram til þessa. Umsjón: GP DAUÐASVEITIN í BRASILÍU Eitt af fórnarlömbum skæruliöa i S-Afriku. i augum sumra er hann hetja herforingja- stjórnarinnar i baráttu hennar gegn kommúnistum, en að dómi annarra hreinn og beinn böðull. Siðasta afrek Fernando Paranphs Fleury, lögreglu- foringja, var að skjóta tvo eftirlýsta bankaræningja tii bana. Ein ásökunin, sem hann hefur orðið fyrir, er sú að hann sé tengdur „dauðasveitinni” samtökum lögreglumanna, sem taldir eru bera ábyrgðina á aftökum án dóms og laga 3.000 smáglæpamanna undanfarin ellefu ár. En þótt hann hafi verið ákærður fyrir beina ábyrgð á 22 morðum, hafa allar kröfur um handtöku hans verið látnar niður falla. Opinberum sak- sóknurum hefur verið visað úr starfi, þegar þeir hafa reynt að blaka við honum. „Reynið ekki að nó þeim lifandi" Nýlega var hann sýknaður af morði, óleyfilegri handtöku og ieynilegri greftrun glæpamanns nokkurs. Sannanir voru ekki taldar nægar. 10 dögum seinna er lögreglu- foringinn sagður hafa sagt við 50-manna lögreglusveit, sem skaut ræningjana tvo: „Það er ekki viðlit að reyna að ná þeim lifandi, af þvi þeir vilja ekki gefast upp.” Þremur dögum eftir þá aðgerð, sagði öryggisráðherra Brasiliu, Antonio Erasmo Diaz, liðsforingi, aö Fleury ætti heiðursveitingu skilið fyrir starf sitt i þágu löggæslu. Peningaverðlaun 1 fyrra veitti Diaz ráðherra, Fleury 100.000 cruzeiros (173.000 kr) i verðlaun fyrir að hafa handsamað bófaflokk i miðborg Sao Paulo. Fleury er þrekvaxinn maður á fimmtugsaldri, og hefur áður öölast frægð fyrir vasklega framgöngu gegn skæruliðum. Hann segir allar ásakanirnar gegn sér, vera „liður i haturs- áróðri gegn lögreglunni.” Vitni hafa sakað hann um kvalarlosta, og ein kona segir i fjölrituöu skjali, að Fleury hafi. persónulega þyntað mann hennari aðalstöðvum brasilisku lögreglunnar i Sao Paulo. Maður hennar var pólitiskur fangi. „Talaðu, annars kemur Fleury!" Stúdnetar, sem handteknir hafa verið af svipuöum ástæðum, hafa sagt, að þeim hafi verið gefin eftirfarandi að- Aftökur „dauöasveitarinnar” brasilisku fara ekki opinberlega fram, en valkösturinn.sem fer sihækkandi, ber þess vitni, hvað er að gerast. vörun: ,,Þú ættir að segja okkur allt núna, þvi á morgun kemur Fleury.” 1 ritstjómargrein „0 estado de Sao Paulo” gaf að lesa eftir- farandi: „Stór hluti brasilisku lögreglunnar er orðinn að hópi morðingja, sem lifláta án nokkurrar umhugsunar af- brotamenn og jafnvel saklaust foik.” „Einn dæmigerður meðlimur dauðasveitarinnar hefur verið tignaður sem þjóðhetja af viss- um klikum og hefur hann þvi fengið að hafa alla sina henti- semi.” Lögregluforinginn vann sér fyrst frægð árið 1969, þegar hann felldi skæruliðaforingjann Carlos Marighela i skotbar- daga. Næsta ár átti hann þátt i handtöku Camara Ferreira, arftaka Marighela, en sá lést af hjartaslagi i fangelsinu sam- kvæmt opinberum skýrslum lögregtunnar. En sama ár varð hann fyrir fyrstu ásökunum. Velur fórnardýr ór klefunum Einn fanginn, Valter Taveres, bar eftirfarandi: ,,A hverju kvöldi fór Fleury i klefa fimm, þar sem dauðasveitin valdi úr fanga, sem átti að skjóta, og siðan fleygja á af- skekktan stað. Hann var vanur að segja við einhvern okkar: „Þú ert gott flesk.” (slangur- yrði um lik). Arið 1971, krafðist ákafur rikissaksóknari, Helio Bicudo, þess að Fleuryyrði handtekinn. Hæstiréttur landsins hafnaði kröfu Fleury’s um að annað tveggja yrði birt ákæra á hend- ur hann, eða honum sleppt, en hann gekk þó laus eftir sem áður. Bicudo saksóknari missti hinsvegar stöðu sina. Annar ákærandi, Leao Vidal Sion, sagði við ein réttarhöldin: „Fleury er eins og guðinn Janus. Annað andlit hans er hreint og saklaust en hitt er andlit yfirforingja dauðasveit- anna.” Stangast ó við trúarskoðanir En Fleury svaraði: „Trúar- skoðanir minar, siðgæðisvitund, og pólitiskur bakgrunnur minn gera það óhugsandi fyrir mig, að tilheyra slikum samtökum — ef þau eru þá á annað borð til.” Lögregluforinginn var sýknaður.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.