Vísir - 06.12.1975, Page 14
14
Laugardagur ti. desember 1975. visir
„Bjuggum
nánast í
stúdíói"
segja strákarnir í iúdas, sem hafa varið
2,3 milljónum í gerð tíu laga hljómplötu
,,Júdas nr. 1” heitir
frumburður hljóm-
sveitarinnar Júdas, og
er þá vitaskuld átt við
hljómplötu.
Til glöggvunar fyrir
sjálft sig og lesendur
sina, fór Tónhornið á
stúfana, og náði tali af
þeim félögum i Júdas.
T. — Þetta hefur verið
kostnaðarsamt verk?
M. — Já, ætli að við höfum ekki
sett 2,3 milljónir i fyrirtækið,
sem miðast við fyrstu tvö þús-
und eintökin svo ef þau seljast,
sem við vitanlega vonum, þá er-
um við hólpnir.
V. — Við höfum lagt allar tekjur
okkar i þetta fyrirtæki siðustu
mánuðina.
T. — Hvað tók upptakan langan
tima?
M. — Allt i allt tók hún heila 240
tima (til samanburðar má geta
þess, að sóló plata Gunnars Þ.
tók 90 tima), en við vorum i si-
felldum aukavinnum, við að-
stoðuðum t.d. Bjarka Tryggva-
son, Sigrúnu Harðard., Megas.
Fórum til Spánar o.fl., þannig
að vinnan var alltaf að slitna i
sundur og það hafði sitt að
segia.
5. — Þrátt fyrir kostnaðinn hef-
ur þetta verið ykkur mikil
reynsla?
M. — Mjög gagnleg og þrosk-
andi reynsla fyrir hvern ein-
stakling innan hljómsveitarinn-
ar, en vissulega hafði þessi timi
sin áhrif á hljómsveitina sem
heild.
T. — Nú?
V. — Jú, það kom vissulega upp
viss þreyta i okkur, við næstum
þvi bjuggum i stúdiói og æfðum
litið, fyrir utan þau lög sem
komu til greina á plötuna.
V. — Þetta hafði sín áhrif á
markaðinn hérlendis, við
spiluðum minna, fólk varð ergi-
legt yfir gömlu prógrammi, og
það hafði lika áhrif á okkur.
M. — En núna erum við með
nýtt, þrælgott prógramm.
T. — Þið hafið verið nefndir eina
„linu-hljómsveit” tslands, þ.e.
spilað eingöngu ,,soul-funcky
music”, verður einhver breyt-
ing á þvi núna?
M. — Já, við höfum verið mikið
með þessa tegund tónlistar og
teljum okkur algera brautryðj-
endur á því sviði hérlendis, aðr-
ar grúppur hafa svo fylgt þess-
ari linu eftir. T.d. átti platan
okkar upphaflega að vera reglu-
lega ,,heavy”, þú veist, en svo
fréttum við um aðrar með
svipaðar hugmyndir, þannig að
þetta breyttist og þróaðist á
meðan að við vorum við upp-
töku.
T. — Þýðir það breytta tón-
listarstefnu hljómsveitarinnar?
M. — Nei, ekki beint, en góður
tónlistarmaður er alltaf að
spreyta sig á nýjum verkefnum',
þannig þroskast hann i betri
tónlistarmann. Við erum með
ýmsar góðar hugmyndir i
kollinum, en þær koma bara
fram með timanum, þvi að
grúppan er fýrst núna að kom-
ast i hið andlega rétta form.
Vignir og Finnbogi byrjuðu sem
atvinnumenn i sumar, og fyrst
núna eru þeir að komast i sviðs-
ljósið.
T. — Er ^Skveðið að fara til Ame-
riku i janúar?
F. — Það má endilega ekki mis-
skiljast, við erum ekki að pæla i
þvi að leggja Ameriku undir
okkur, þetta á fyrst og fremst að
vera okkur gagnlegt og þrosk-
andi.
T. — Er búið að ganga frá ráðn-
ingum einhversstaðar?
F. — Ekki 100% við komum að
öllum likindum til með að spila
á islendingafagnaði i New York
ifebrúar, annars treystum við á
sambönd okkar fyrir vestan.
T. — Hvað með konurnar,
Maggi?
M. — Við erum sko bara að fara
á norðursjóinn. (Hlær). Þær
verða eftir.
T. — Þessi ferð ykkar, þýðió hún
uppgjöf i atvinnumennskunni
hérlendis?
M. — Nei, alls ekki, peningar
koma þessari ferð ekkert við,
nema þá að þvi leyti að ef platan
okkar selst ekki, þá verður
varla farið neitt. Allir sér-
mennlaðir menn verða að fylgj-
ast með þeim breytingum sem
eiga sér stað i sinu fagi, lika tón-
listarmenn. Amerika er okkar
skóli, og þangað förum við til
þess að læra og útvikka sjón-
deildarhring okkar.
T. — Að lokum, miðað við fjár-
hagslega afkomu, hvaða hljóm-
sveitir skipa toppinn á íslandi
um þessar mundir?
M. — Þegar nýjabrumið er fall-
ið af Paradis, dala þeir örugg-
lega, en annars erum við, Hauk-
ar og Paradís á toppnum núna,
miðað við fjárhagslegu hliðina
vitanlega.
— Já, (Kiddi rótari kinkar ákaft
kolli, dregur uppúr vasa sinum
lögguflautu eina mikla, og seg-
ir): — Sko, ég spilaði lika á plöt-
unni...
TONHORNIÐ
Umsjón: Örn Petersen
getu þeirra á köflum, en þess á
milli eru þeir stórgóðir.
Vafalaust hefur þetta lag ver-
ið sett saman á staðnum (þ.e. i
upptökusal), og þvi vafist lengi
fyrir mönnum.
,,I am on my way” sannar
óneitanlega hrifningu Magnús-
ar Kjartanssonar á þeim fræga
Stevie Wonder.
Þetta gæti allt eins verið eftir
Stevie, en Magga má vart lasta
fyrir það eitt, að stæla Stevie,
svo framarlega sem að hann
gerir það vel, og það gerir hann.
,,U.S. Naval Base”, eitt besta
danslag plötunnar, og vafalaust
á lagið eftir að verða með vin-
sælli lögum hennar.
Þarna heyra efalaust margir
það, sem að þeir bjuggust við að
heyra á allri plötunni.
„Bye-Bye” er eftir Magnús,
en sungið af Finnboga. Söngur
Finnboga er góð visbending á
meiri vidd innan hljómsveitar-
innar, og þarna koma strengirn-
ir og blásararnir mun betur út,
enda um rólegt lag að ræða, og
þvi hægara um vik.
Þetta lag gæti samt ekki verið
eftir neinn annan en Magnús
Kjartansson.
Þetta voru þá orðin um plöt-
una. Hún ruglar þig i kollinum,
ef þú átt von á „stuöi i stofuna”,
en hún venst og mér finnst það
hreint virðingarvert að Júdas
skyldu einfaldlega þora þvi að
troða nýja slóð, hvað viðvikur
hljómplötuútgáfu á Islandi.
Júdos treður
nýjor slóðir
Júdas nr. 1. er myndarlegt af-
kvæmi hl jóm s v eit a r inn a r
Júdas, eftir tveggja ára með-
göngutima. Margur hefði þó bú-
ist við öllu kraftmeiri tónlist en
raun ber vitni, en út af fyrir sig
má lita á Júdas nr. 1. sem til-
raun.
Margt er reynt á plötunni, þó
að tilraunirnar séu nærri ein-
göngu tengdar bakhljómum,
svo sem strengjum og röddum.
Strengirnir koma þó ekki
nægilega sannfærandi út frá
þessu, þareð þeir falla ekki allt-
af inn í það andrúmsloft sem
Júdas eru að reyna að skapa.
Þar á ég aðallega við lagiö
„New York Overture” (M.K.)
þar sem að greinilega kemur i
ljós að sú tegund tónlistar sem
Júdas er að skapa (sbr.
N.Y.O.), verður ekki hljóðrituð
hérlendis.
Þó svo að fiðlararnir séu
kannski al-vanir i sinfóniunni,
þá á þeir ekki að framkalla
þann hljóm er til þarf i lag eins
og N.Y.O.
Með notkun „stringsynth-
esier” hefði útkoman kannski
orðið betri, en enginn slikur er
til hérlendis að ég best veit.
1 „First Class Rock and Roll
Song” finnst mér eins og að allt
sé ofkeyrt.
Blásarar of háir, raddir of
margar.
Þetta má þó vera algjört
smekksatriði, en að minu mati
hefði útkoman orðið mun betri,
ef að allur þessi bakhljómur
hefði verið stilltur i hóf.
„It’s raining again” (hlýtur
að hafa verið samið á Islandi,
hm ), er eitt af lögunum er kom
mér á óvart, rólegt og fallegt,
minnir á eldri lög Magga.
„Poseidon” er merkilegasta
lag plötunnar, fyrir það að vera
etna lag hennar sem tekið er al-
gjörlega „hrátt” þ.e. öll hljóð-
færi hljóðrituð á sama tima.
Það er skemmtilegur stigandi
i laginu, þó að um hreint
„jamm” hafi verið að ræða.
Orgelleikur Karls Sighvats-
sonar kemur skemmtilegá út i
laginu, að hlutverki Magga
ólöstuðu.
1 „Breakdown” má heyra
mun betri útkomu á bakröddum
en í t.d. N .Y.O., enda aðeins um
fjóra söngvara að ræða.
Magnús hefur einnig greini-
lega verið i essinu sinu, við upp-
töku þessa lags, sem er með
betri og hressari lögum plötunn-
ar.
„Depression” er dálitið skrýt-
ið lag að minum dómi, flutning-
ur Júdasar er fellur niður fyrir
Margt er reynt á
plötunni — mest
tengt bakhljómum