Vísir - 06.12.1975, Síða 24

Vísir - 06.12.1975, Síða 24
vísir Laugardagur 6. desember 1975. Gífurlegur! togara- fjöldi á miðunum Geysilegur fjöldi breskra I togara er nú á íslandsmið- I um, miðaö við árstlma. Um 1 þetta leyti ás eru að jafnaði I um tuttugu togarar við land- I ið og þeir fara ailt niður i tiu i I svartasta skammdeginu. Nú eru hins vegar togar- 1 arnir 50 að tölu og veiða I sem mest þeir mega undir I herskipavernd. Það er eins I og hver togaraskipstjóri um I sig sé dauðhræddur um að I einhver annar fái siðasta I þorskinn úr sjónum. Ekki hefur komið fram I nein skýring á þessum I óvenjulega fjölda. Hugsan- I legt er að breska stjórnin I standi á bak við úthaldið og I stefni hingað sem flestum I skipum vegna þess hve lu kjánalegt væri að hfa her- I skipin i kringum tlu togara I eða svo. Ekki er að heyra að I togararnir græði sérlega á I veiðiferðunum og borgar þá I væntanlega rikisstjórnin I hallann. Megi það verða I miklar upphæðir. — ÓT. Seðlabankinn rœddi Air Viking-mólið t gærmorgun var skuldamál Air Viking rætt á fundi í Seöla- bankanum. Ekki hefur verið til- kynnt um niðurstöðu fundarins, en vænta má einhverra frétta um afstöðu Seðlabankans til i sérstakra þátta málsins. Vilja aðeins íslenska vöru Það er haria óvenjulegt aö fyrirtæki taki til starfa á erlendri grund og hafi það að aðalmarkmiði að flytja út Is- lenskar vörur. Ekki er langt siðan að sllkt gerðist. Hér á I hlut fyrirtæki sem nefnist Design Classics of Reykjavik. Starfa nú tvö hlutafélög með þessu nafni. Annað I Reykjavik en hitt i New York. Einnig er að ljúka undirbúningi að stofn- un útibús I Kanada og Los Angeles. Upphaf þessa fyrirtækis er að hingað til lands kom mað- ur að nafni Gary Overman og hugðist aðeins hafa hér stutta viðdvöl. En reyndar dvaldist hann hér i fjóra mánuði. Hér á landi kynntist hann Dagbjárti Stigssyni húsgagnaframleiðanda og fóru þeir sman til New York til þess að kynna sér banda- riskan húsgangamarkað og möguleika Islenskrar fram- leiðslu þar. Nú hefur fyrirtæki þetta opnað sýningarsal á góðum viðskiptastað I New York og verður hann eingöngu notað- ur fyrir islenskar módelvör- ur i háum gæðaflokki. Gary Overman kveðst hafa mikið á sig lagt til þess að koma fyrirtækjunum á legg. Bendir hann á að þvi meira sem hann geti flutt inn af vörum til Bandarikjanna þvi meira geti Design Class- ics i Reykjavik keypt af inn- lendum framleiðsluvörum og flutt út, gjaldeyrisstöðu okkar til styrktar. — EKG. Helgi sýndi okkur karate hliðar- spark — það er ekki árennilegt aö verða fyrir sliku. Rœtt við Helga Briem Magnússon, þrettán ára bókaútgefanda »*»«« •1 í bókinni eru kennslumyndir og leiðbeiningartextar með. Hér er verið að kenna handar- sverðshögg inn á við. Dregur til úrslita í Kjarvalsstaða-deilu Að undanförnu hafa staðið yfir viðræður til lausnar Kjarvalsstaða- deilunni svonefndu. Margir fundir hafa verið haldnir, og má ætla að úrslit ráðist eftir hlegi. Talið er, að takist ekki samningar nú, geti þess orðið langt að biða að sátta verði leit- að á ný. Listamenn virðast nokkuð einhuga i afstöðu feinni til máls- ins, þótt all-margir hafi staðið utan deilunnar og jafnvel gagnrýnt af- stöðu starfsbræðra sinna. Végna deilunnar varð að hætta við að halda Húsfriðunar- ráðstefnu á Kjarvaisstöðum, og fyrir sjáanlegt er, að hætta verður við Asgrimssýningu i til- efni 100 ára ártiðar Ásgrims Jónssonar, og listahátið, ef ekki takast samningar. Fyrir skömmu rituðu 44 kunn- ir borgarar Birgi Isleifi Gunn- arssyni borgarstjóra, bréf, þar sem þeir lýsa þungum áhyggj- um sinum af þessari deilu. Skorað er á borgarstjóra, að hann beiti sér fyrir farsælli lausn deilunnar. Helgi Briem með nýju karate- bókina sina. Myndir Bragi. ,,Ja, það voru allar minar bækur á ensku og engin Islensk bók til um karate, svo mér datt I hug að það vantaði islenska bók,” sagði Helgi Briem Magnúss. I viötali viö VIsi, er hann var spurður hvernig honum hefði dottið I hug að gefa bókina út. Helgi, sem er þrettán ára gamall, nemandi I Vogaskóla, réðst I það af eigin frumkvæði og á eigin kostnað að gefa út kennslubók fyrir byrjend- ur i karate. „Þetta kostar mig svona 50 til 60 þúsund, afi lánaði mér þar til bókin kemur út og ég get farið að selja hana. Ég hugsa að ég selji hana mest i karate- félaginu, kannski eitthvað viðar — ég er ekki farinn að hugsa um það. Upplagið er 200 eintök, en ég get alltaf bætt við það.” „Láðist að setja blaðsiðutal.” — Hvernig vannstu bókina? ,,Ég notaði sumt af þvi sem ég hef sjálfur lært i karate, en þýddi mikið úr ensku — amma min byrjaði að kenna mér ensku eiginlega um leið og ég fæddist,” sagði Helgi og hló við. í formála bókarinnar segir Helgi: „Þar sem þetta er fyrsta rit á islensku um karate, hefi ég myndað all mörg ný orð samkvæmt meiningu þeirra i ensku og japönsku. „Aftast I bókinni er einnig Islensk-japanskur orðalisti fyrir heiti hínna ýmsu bragða. „Ég byrjaði á bókinni fyrir alvöru I júni i sumar, vélritaði mest sjálfur og limdi upp myndirnar og siðan var þetta fjölritað af stensl- um. Það eru rúmlega hundrað myndir I bókinni og ég held að hún sé eitthvað um 42 siður, annars láðist mér að setja blaðsíöutal i hana. Karatekennarinn minn, Kenichi Takefusa, las bókina yfir og honum leist ágætlega á hana. „Öskrið hefur mikið að segja.” — Hvenær byrjaöir þú aö æfa karate? „Ég er búin að vera I þessu frá þvi um miðjan fyrravetur. Ég æfi hjá Karatefélagi Reykjavikur þrisvar I viku. Það eru fáir i þessu á minum aldri, við erum að- eins tveir innan við fimmtán ára. Þetta er ágætis- æfing og það er alltaf möguleiki á að þetta getið komið sér vel.” — Eru strákarnir i skólanum hræddir viðþig? „Nei, nei, enda er ég ekkert i slagsmálum. Auk þess má ekki nota karate nema I sjálfsvörn, annars er hætt við að maður yrði rekinn úr félaginu. Ég ætla að halda áfram að æfa karate.enég er ekki i neinum öðrum iþróttum. 1 bókinni fjallar einn kaflinn um karateöskrið og þýðingu þess. „Já, öskrið hefur mikið að segja, maður fær meiri kraft og kjark og svo truflar það andstæðinginn. I karatekeppni er keppt um punkta, og það eru meiri likur á að þú fáir punkt ef þú öskrar lika,” sagði Helgi Briem Magnússon, sennilega ynsgri bókaútgefandi á landinu. FR

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.