Vísir - 13.12.1975, Blaðsíða 7

Vísir - 13.12.1975, Blaðsíða 7
0 VTSIR | Laugardagur 13. desember 1975. FLUGAN Hrafn Gunnlaugsson skrifar Hugsaðu þér! Svört göt í himingeimnum sem gleypa Ijós, útvarpsbylgj- ur og allt ef ni sem ferðast um stjörnudjúpin. Risa- vaxnar gráðugar grafir sem gleypa allt! Vísinga- menn veittu því athygli að útvarpsbylgjur hurfu á ákveðnum svæðum í himingeimnum og svo virtist, sem Ijósgeislar á ferð um sama svæði beygðu og breyttu um stefnu og gufuðu upp. Þannig tókst þeim smám saman að staðsetja nokkur göt. Sú kenning er uppi að götin séu efnis- massi sem er svo sam- þjappaður að bilið milli frumeindanna er horfið en haldist saman vegna innri krafta. Svart gat sem er aðeins örfáir kíló- metrar í þvermál gæti þess vegna verið milljón sinnum efnismeira en sólin, sagði vinur minn og spígsporaði í fjörunni neðan við Ægissíðuna. Hann vinnur að doktors- ritgerð í kjarneðlisfræði við erlendan háskóla, en Grofarinn með fœðingartengurnar kemur stundum í heim- sókn á fornar slóðir. skynjað svipaðan prosess i undirmeðvitundinni sem hann bjó til hnappasmiðinn i Pétri Gaut, Manninn sem bræðir upp sálirnar og steypir nýjar. Þetta var i byrjun september og sumarið langþráöa virtist loksins komiö. Glýja yfir hafinu og gargandi sjófuglar. Eftir augnabliks þögn bætti hann við: Sko — þaö undarlega við götin er það, aö trúlega eru þau einnig upphafspunktar nýrrar stjörukerfa, þ.e.a.s. móðurkviöir alheimsins og um leið grafir. Móðurkviöur og gröf i sama punkti. — Þú ættir að yrkja um þetta ljóð! Gætir t.d. kallaö þaö Grafarinn meö fæð- ingartengurnar. Vísindamenn halda að hér sé fundin vagga al- heimsins, sá staður þar sem orka breytist i efni. útvarps- bylgjur og ljós sogast inn i götin og umhverfast i efni, tortimast en frjóvgast um leið til nýrrar fæðingar. Ætli aö Ibsen hafi ekki Spegilskrift Rotta hljóp á milli steina. Vinur minn spýtti út i loftið: Djöfulsins kverkaskitur! — ég kvefast alltaf þegár ég kem heim. — Sko, ef menn vilja, geta þeir eins kallað þetta svartar grafir, svört skaut eða kviöi — eins og göt! Það þyrfti að finna gott orð yfir „black spots in the space” á islensku. — Hins vegar — nei annars! Visindamenn sem hafa rannsakað stjörnu- djúpin hafa fundið stjörnu- grúppu sem sést bæði i austri og vestri. Það var hrein tilviljun að þeir tóku fyrst eftir þessu. Sko — sjáöu til: með mælingum á útgeislun stjörnugrúppunnar er sannaö, að sama er hvort horft er i austur eða vestur, stjörn- Samkvœmt afstœðings- kenningunni Ég átti fullt i fangi með aö fylgja hugarfulgi vinar mins. Hann þyrlaði stjörnum alheims- ins upp i loftiö og settist loks á stein i fjöruboröinu. Hann fitlaði viö nefið á sér. Hugsaði sig um og sagði: Ég hef mestar áhyggj- ur af þessari bólu hérna á efri vörinni á mér. Húðin er svo næm á þessu svæöi, ég svaf ekki hálfan svefn i nótt. — En sam- kvæmt afstæðiskenningunni er hugmyndin um svörtu götin rétt! Einstein skyldi nefnilega urnar sjást á báðar hendur. Ákveði maður að staða þeirra i vestri sé rétt, sér maður þær i spegilskrift i austri. Al- heimurinn er samkvæmt þessu kúla sem er opin i alla enda — ef þú skilur hvaö ég á við! eftir eina óþekkta stærð i út- reikningum sinum: svart gat. Hann skynjaði svörtu götin ná- kvæmlega eins og Ibsen bjó til Hnappasmiðinn. Persónulega held ég að allar stórar uppgötv- anir hafi orðiö fyrir tiiviljun, jafnvel afstæðiskenningin var heppni. Einstein náöi að setja á blað skynjun, fremur en visindi. Annars var hann skemmtilega ruglaður. Hélt hann væri fiölu- snillingur og ætlaði að ganga að öllum kunningjum sinum dauðum með fiðlusargi. Vinur minn hélt áfram að fitla við nefið á sér og bætti svo við: Hugmynd, eða öllu heldur hugs- un er raunverulegri en atburð- ur, þvi atburðurinn er bundinn af tima sem er ekki til og háður þvi sem er munað en hugmynd- in er alltaf sú sama. — Ég ætti kannski að láta stinga á þessari bólu! Ég get i rauninni ekki hugsaö um neitt nema þessa fjandans bólu. Eyðileggur allt fyrirmanni. Sko, það er eins og sjálfstraustið lamist. Engu lik- ara en maður gangi með rana eins og fill. Við röltum upp á Ægissiðu. Vinur minn talaði um tvividdar- verur i þrividdarheimi, i sam- anburði við þrividdarverur i fjórviddarheimi. Það var ekki laust við að mér væri ögn órótt innanbrjósts og finndist ég ganga á flughálum is, þegar við beygðum upp Dun- hagann. Leggja línurnar um breytingu sjóðakerfis „Aðalfundur L.I.O. álit- óbreytt fró þvi sem verið ur að starfsemi Stofnf jár- hefur. sjóðs fiskiskipa og. Verö- Aðalfundurinn ályktar að *|ófnunarsjóðs skuli vera leggja skuli niður greiöslu út- Vilja láta kanna möguleika á veið- um nýrra tegunda „Til þess að koma mætti i veg fyrir samdrátt i almennri sókn flotans veröi kannað betur en gert hefur veriö og lögð á það mjög aukin áhersla að kanna möguleika á öðrum fiski, e.t.v. á áður ókönnuöum miöum svo sem veiðum á kolmunna, spærl- ingi, langhala og karfa.” “ Svona er m.a. tekiö til orða i ályktun aðalfundar L.l.Ú. Þá er minnt á að samkvæmt skýrslu hafrannsóknastofnun- arinnar sé fiskiskipaflotinn of stór miðað við styrkleika höfuð- fiskistofnanna. —fkg flutningsgjalda til Oliusjóös, sér- stakt útflutningsgjald til Fisk- veiðasjóðs og einnig sérstakt út- flutningsgjald sem rennur til Framleiðslueftirlits sjávaraf- urða. Meö framangreindum breyt- ingum munu útflutningsgjöld lækka úr 16 hundraðshlutum i um 5-6 hundraðshluta”: A þennan hátt vill aðalfundur LIÚ að staðið verði að breyting- um á sjóðakerfinu. Þá segir i ályktuninni að skil- yrði þess að framangreindar breytingar veröi framkvæmdar sé að tekið verði tillit til þeirra i bréyttum kjarasamningum við sjómenn. Ennfremur að ef að þessum breytingum verði skuli Llú gera félagsmönnum sinum glögga grein fyrir þeim breytingum sem verða á rekstrargrundvelli fiski- skipanna og áhættu þá sem þess- ar breytingar hafa i för með sér. —EKG NYTSAMAR JÓLAGJAFIR Husqvarna © '(/unti(ú //./. Akureyri Glerárgötu 20 ■ Simi 2-22-32 Reykjavík ■' Suðurlandsbraut tó • Sími 3 52-00 og víða í verzlunum

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.