Vísir - 13.12.1975, Blaðsíða 16

Vísir - 13.12.1975, Blaðsíða 16
16 Laugardagur 13. desember 1975. VISIR 1 | | í KVÖLD | | IDAG | | í KVÖLD | | í DAG | Mamma segir úllu sögu. Sjónvarp kl. 18.00: Sunnudagur Hvernig á að búa til jólaskraut? Ekki má gleyma að kynna Stundina okkar, dagskrá sjónvarpsins er ekki svo oft sniðin beinlinis fyrir börnin. Efnisþættir Stundarinnar eru Istuttu máli þeir, að fyrst verð- ur sýnd mynd um hana Úllu litlu. Við kynntumst henni i sið- asta þætti og hlökkum áreiðan- lega öll til að hitta hana aftur. Þá verður sungið um gamlan kunningja, Undrastrákinn Óla. Þrjú á palli og Sólskinskórinn syngja um hann. Ekki má held- ur gleyma þvl að það verður sýndur heill þáttur um bangs- ann Misha. Gaman verður llka að heyra Baldvin Halldórsson segja frá jólaundirbúningi i gamla daga þegar pabbi og mamma eða afi og amma voru ung. Þá var nú ekki eins mikið fargan við jóla- undirbúninginn og nú er, ekki eins mikil ljósadýrð og gjafa- flóð, en jólahelgin þeim mun meira I heiðri höfð. Marta og Hinrik ætla að búa sér til svifbraut og að þvl búnu ætla nemendur úr Ballettskóla Eddu Scheving að dansa svolit- ið. Að lokum — og af þvi má eng- inn missa — þá verður kennt, hvernig búa má til einfalt jóla- skraut. Svo er bara að muna að kveikja á sjónvarpinu kl. 18. —VS Sjónvarp kl. 18.30: Laugardagur. Wið ofurefli að etja Dóminik og vinur hans, vikadrengurinn Bog lenda heldur betur I ævintýrum i dag. Aðdragandi þess er eftirfarandi: Frú Bulman, móðir Dómin- iks, kynnist nágranna þeirra sir George. Hann verður hrifinn af henni og stigur i vænginn við hana. Þessi aðalsmaður er mikill veiðimaður enda á hann viðlenda skóga i kringum óðalssetur sitt. Vikur nú sögunni til þeirra félaga. Skógarnir freista þeirra og standast þeir ekki mátið en stel- ast á kaninuveiðar. En óheppnin eldir þá. Bob verður fastur i gildru og lendir i höndum veiði- varðarins, sem ákærir hann fyrir veiðiþjófnað. Við þvi liggur þung refsins. Frú Bulman biður honum vægðar en sir George reynist ósveigjan- legur, nema..... —VS Sjónvarp laugardag kl. 21.55: Eins gott að þetta er bara í bíó! „Óþokkinn”, heitir hún biómyndin i kvöld. Hún er bresk frá árinu 1964. Á frummálinu nefnist hún ,,A Jolly Bad Fellow”. Myndin gerist I háskóla, þar sem greinilegt er að ferskur andblær hefur ekki leikið um ganga Imörg herrans ár. Efnis- þráðurinn greinir frá prófessor við skólann, sem ekki á samleið með kollegum sínum. Hann stundar sinar rannsóknir út af fyrir sig. Fyrir mistök samstarfs- manna sinna finnur hann upp eitur, sem drepur án þess að unnt sé að greina dánarorsök- ina. Eitrið ætlar hann I upphafi að nota til að útrýma öllum óþurft- armönnum i þjóðfélaginu að hans áliti — andlega og likam- lega bækluðum — mannkyninu til góðs. Þetta fer þó út i það, að hann tekur að útrýma þeim, sem eru honum litt að skapi og eru að flækjast fyrir honum. Þrátt fyrir nafnið og efnisþráð myndarinnar, er hér um mjög fyndna og skemmtilega mynd að ræða, sem allir ættu að geta haft gaman af. —VS Utvarp í dag kl. 17.30: Lesið úr 4 nýj- um bornabókum 1 dag les Jónas Jón- asson úr bókinni „Yfir kaldan Kjöl” eftir Hauk Ágústsson. Svo sem nafnið bendir til gerist sagan að mestu uppi á Kili og fjallar hún um þrjá unga pilta sem leggja þangað leið sina á hjólum í sumarleyfinu. Gisli Halldórsson les úr „Krummafélaginu” eftir Indriða úlfsson. Þar segir frá 12 ára strák, ævin- týrum hans og félaga hans i Norðureyrarþorpi. Þá les Sigrún Sigurð- ardóttir úr bókinni „Palli og Tryggur” eft- ir E. Henningsen. Þessi saga gerist á Jótlandi og er aðalsöguhetjan munaðarlaus drengur. Loks les svo Baldvin Halldórsson úr bókinni „Emma” eftir Noel Streatfield. Þetta er fjórða bókin i bóka- flokki þessa höfundar. —EB SJÚNVARP • 17.00 tþróttir. Umsjónar- maður Bjarni Felixson. 18.30 Dóminik. Breskur myndaflokkur fyrir börn og unglinga. 5. þáttur. Við ofurefli að etja. Þýðandi Ellert Sigurbjörnsson. 19.00 Enska knattspyrnan, Hlé 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Dagskrá og auglýsingar 20.35 Læknir i vanda. Breskur gamanmyndaflokkur. Ref- urinn. Þýðandi Stefán Jök- ulsson. 21.00 Kaliforniufiói. Bresk heimildamynd um dýralif og veiðar við Kaliforniuflóa. Þýðandi og þulur Jón O. Ed- wald. 21.55 óþokkinn. (A Jolly Bad Fellow) Bresk biómynd frá árinu 1964.Leikstjóri er Don Chaffey, en aðalhlutverk leika Leo McKern, Janet Munro og Maxine Audley. Visindamaður finnur upp eitur, sem drepur án þess að unnt sé að finna dánaror- sökina. Hann tekur strax að losa sig við þá, sem eru hon- um lítt þóknanlegir. Þýð- andi Jón O. Edwald. 00.00 Dagskrárlok, Sunnudagur 14. desember 18.00 Stundin okkar Fyrst er mynd um Úllu, siðan syngja Þrjú á palli og Sólskins- kórinn um undrastrakinn Óla og sýndur verður þáttur um Misha. Baldvin Halldórsson segir sögu af jólaundirbúningi fyrri tima. Marta og Hinrik búa til svif- braut. Nemendur úr Ballett- skóla Eddu Scheving dansa. Loks verður kennt, hvernig búa má til einfalt jóla- skraut. Umsjónarmenn Hermann Ragnar Stefáns- son og Sigriður Margrét Guðmundsdóttir. Stjórn upptöku Kristin Pálsdóttir. 20.00 Fréttir og veður 20.25 Dagskrá og auglýsingar 20.35 Maður er nefndur. Aron Guðbrandsson. Gisli Helga- son ræðir við hann um æviferil hans og lifsviðhorf. Upptöku stjórnaði Sigurður Sverrir Pálsson. 21.40 Valtir veldisstóiar. Breskur leikritaflokkur. 6. þáttur. Erfið byrjun. Rúss- neskir út lægir sósialdemókratar hyggjast halda þing i Bruxell, en fá ekki leyfi til þess. Þingið er þvi haldið i Lundúnum árið 1903. 1 þessum þætti er fjallað um togstreitu leiðtoga sósialdemókrata, en hún leidd til þess, að samtökin klofnuðu i bolsé- vika og mensévika. Þýðandi Óskar Ingimarsson. 22.40 Orgelleikur i sjónvarps- sal. Japaninn Yoshiyuki Tao leikur nokkur lög, is- lensk og erlend. Stjórn upptöku Tage Ammendrup. 22.55 Að kvöldi dags. Séra Hreinn Hjartarson flytur hugvekju. 23.95 Dagskrárlok.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.