Vísir - 13.12.1975, Blaðsíða 9

Vísir - 13.12.1975, Blaðsíða 9
VISIR Laugardagur 13. desember 1975. cTVIenningarmál Frœðasyrpa til heiðurs frœðaþul AFMÆLISRIT BJÖRNS SIG- FÚSSONAR. Otg. Sögufelag. Afmælisrit eru mjög fastmót- uð bökmenntategund, syrpa af fjölbreyttu efni sem þó er að meginhluta fræðiritgerðir af menntasviði afmælisbarnsins. Þær eru með liku sniði og rit- gerðir sérfræðitimarita, en yfir- leitt ekki mjög langar, gjarna hafðar i bland smáathuganir um skemmtilega og óvænta hluti i fræðunum. Fyrir þá sem á annað borð lesa fræðiritgerð- ir, eru afmælisrit oft aðgengi- legri og fjölbreyttari en sér- fræðitimarit. Afmælisrit Björns SigfUsson- ar, fyrrv. háskólabókavarðar, er allgóður fulltrúi sinnar teg- undar. Þar ritar Finnbogi Guð- mundsson smáhugleiðingar um afmælisbarnið, Árni Böðvars- son varar menn við tröllatrú á viðtekin sannleikskerfi fræði- greina sinna, og Böðvar Guð- mundsson þyðir kviðu eftir Dante. Þar við bætast 14 fræði- ritgerðir eftir jafnmarga höf- unda, flestar um 20 siður að lengd. Einna varanlegastframlag til fræðanna hygg ég að sé ritgerð Björns Þorsteinssonarum Nýja annál, siðasta Islenzka sagna- ritið á miðöldum og aðalheimild um marga merkisviðburði. Bjöm gerir glögga grein fyrir afstöðu annálshöfundar til at- burðanna, kannar ritunartima annálsins (þvihann reynist ekki ritaður jafnharðan), ritunar- stað, og finnur líklegan höfund. Þórhallur Vilmundarson ritar um örnefnið Lúdent, blaiidar saman viðtækum samanburðar- athugunum og skemmtilegum hugdettum. í annarri grein gagnrýnir Svavar Sigmundsson fyrri skýringar Þórhalls á Hálf- dánar-örnefnum. Er hvort tveggja fróðlegt fyrir þá sem vilja fylgjast með framvindu náttúrunafnakenningarinnar. Kristján Eldjárn birtir skýrslu um rannsókn undir- gangsins I Skálholtimeð mynd- um og uppdráttum. Sverrir Tómassonritar lengstu greinina og kannar mjög vandlega út frá stllhefð miðalda hvernig skilja beri heimildir um hina glötuðu „eldri gerð” Islendingabókar, og kemst að þeirri niðurstöðu að hún hafi visast aldrei verið ann- að en uppkast höfundar. Björn Teitsson kannar heim- ildir um bjarnarfeldi I kirkjum og tekst að skjóta nokkrum rök- um (veikum, en kærkomnum vegna skorts annarra heimilda) undirþá skoðun að hafiskomum hani fækkað um sinn, og tlðar- far þá batnað, á 15. öld. Gunnar Karlsson segir frá áður ókunnu starfi sparisjóðs í Mývatnssveit 1858—64 og tengir skrlmerkilega við þjóðarsöguna. Súsanna Burylysir flokkunarkerfi bóka- safna sem hefur ýmsa kosti fram yfir kerfið sem hér er not- að. Heimir Pálsson dregur fram nýja heimild um það hvernig þýðingu Jóns Þorlákssonar á fyrsta hluta Paradísarmissis var breytt fyrir prentun. Her- mann Pálsson ritar um gæfu- menn og ógæfu I Islenzkum fomsögum. Undirritaður skrif- ar um manntalið 1703 og senni- legan fólksfjölda á íslandi ára- tugina á undan, Ingi Sigurðsson birtir brot úr áður óprentuðu kvæði eftir Jón Espólinog dreg- ur af þvi lærdóma um söguskoð- un hans. ólafur Halldórsson sýnir fram á tengsl vlsna eftir Egil Skallagrimsson og Eillf Guðrúnarson sem virðast sýna áhrif frá yngri visunni á hina eldri, og hvernig á að koma þvi heim? Og loks er að geta grein- ar ólafs F. Hjartarum kynni ís- lendinga af Dickens og sögum hans. Bókmenntir Helgi Skúli Kjartansson skrifar Af þessari upptalningu má sjá að viða er komið við, i íslands- sögu, fornleifafræði, bók- menntasögu og bókasafnsfræð- um, bókin nýtur þess i fjöl- breytni hve víða afmælisbarnið hefur komið við á löngum ferli. JATNINGAR STÚLKU Hugrúu (Filipia Kristjánsdótt- ir) Draumurinn um ástina. Bókamiðstöðin. Hugrún er afkastamikill rit- höfundur. Og þessi nýjasta bók hennar ber öll einkenni sins höf- undar, þ.e. frásögnin minnir á sjálfsævisögu. Segjandi sögunn- ar talar um pabba sinn, og segj- andinn er jafnframt aðalper- sóna verksins. Draumurinn um ástina er ekki átakamikið verk I þeim skilningi, að mikil örlög blða manns ekki á næstu blað- siðu. Frásögn ungu stúlkunnar llður fram eins og minning. Hún hefur misst móður sina fyrir tveim árum, þegar frásögnin hefst, en siðan giftist faðirinn aftur, Segjandi sögunnar tekur þessu töluverðu andstreymi og sýnist höfundar fara um þennan þátt málsins nærfærnum hönd- um. Margt ber við I lifi ungrar stúlku og þarna eru ýms minni á þann hátt, að maður gleymir brátt að maður á að vera að lesa skáldsögu. Ot af fyrir sig er það nokkur stíllegur árangur. Við fylgjum þessari stúlku I fegurð- arsamkeppni, einnig til Skods- borg, sem eru einskonar Vind- heimar þeirra sem vilja heldur grænmetið úti en I Hveragerði, hún verðast um Varmaland og dreymir um að verða rithöfund- ur. 1 bókarlok segir stúlkan m.a.: „Nú hefi ég sagt sögu mina, eins og hún gekk til, og ekkert dregið undan, sem markvert getur talist. Sumum finnst ef til vill ekkert af þvi sem ég hefi sagt frá, þess virði að eyða tlma I að lesa það.” Það er nú svo. Þetta er mikil hógværð, og víst er um það, að hún er I samræmi við skáldsög- una. Játningar á borð við þær, sem I bókinni birtast, þykja kannski ekki ýkja miklum tið- indum sæta. Manni finnst ein- hvern veginn, að stúlkan hafi lifað meira, en hún vilji bara ekki segja manni það. Og kemur þá til sú regla, að höfundar verða ætlð að skrifa eins og þeir eigi Hfið að leysa, og hver bók sé þeirra siöasta bók. Slik átök reisa einhvers konar bókmennt- ir, góðar eða vondar eftir atvik- um. En þær hafa þó eitt aðals- mark. Þær hafa ekkert undan dregið. En auðvitað er frjálst að skrifa út frá öðrum forsendum, og ég er viss um að þeir, sem hafa lesið fyrri verk Hugrúnar, BOKMENNTIR Indriði G. Þorsteinsson skrifar og haft gaman af þeim, eiga eftir að hafa gaman af sögunni um stúlkuna, sem lifði kurteis- Minningar merkiskvenna Hugrún: FARINN VEGUR. ÆVIBROT ÚR LtFI GUNN- HILDAR RYEL OG VIGDtSAR KRISTJANSDÓTTUR. Útg. Bókamiðstöðin. 1 þessari bók eru tveir sjálf- stæðir endurminningaþættir með samtalsivafi, samtals rúm- ar 100 siður: auk þess allmargt mynda, sem flest eru fjöl- skyldumyndir og hafa einkum gildi fyrir kunnuga. Vigdis Kristjánsdóttir mun kunnari þeirra tveggja sóma- kvenna, einkum fyrir mynd- vefnað sinn, og hygg ég mörgum leiki forvitni á að kynnast henni af frásögn sem þessari. Fróðlegt er að sjá rak- inn æviferil hennar, nám og störf, því allt er það með nokkuð óvenjulegum hætti: en frásögn- in er á köflum I stytzta lagi og erfitt að átta sig á röð og sam- hengi atburða. Meira en helmingur bókarhluta Vigdisar eru ferðaminningar frá náms- árum hennar (1946—55), oft fjörlega sagðar og gefa hug- mynd um hressilega persónu og vandræðalausa. Gunnhildur Ryel, konsúlsfrú á Akureyri, á lika að baki sina sögu, en með öðrum hætti. Frá- sögninaf fullorðinsárum hennar er öðrum þræði yfirlit yfir fjöl- skyldusögu, en að hinu leytinu rakin félagsstörf Akureyrar- kvenna, stuðningur þeirra við elliheimili, sjúkrahús og fleiri góð málefni. Það á við um minningar hennar, eins og margra annarra, að frásögnin af uppvaxtarárunum verður lit- rikust og læsilegust. Þann kafla bókarinnar tel ég einna beztan frá hendi Hugrúnar, og hann gefur minnisstæða mynda af fina fólkinu á Akureyri I byrjun þessarar aldar. Hugrún hefur gefið bókinni allri, og þó einkum þætti Gunnhildar hástemmdan tón og þrunginn tilfinningum. Hún gengur nokkuð fram fyrir skjöldu til að mikla frásagnar- efnið, einkum mannkosti sögu- hetjanna og farsælt fjölskyldu- lif, reynir að „safna i andlega sarpinn þvi jákvæða, fagra og hugljúfa,”einsog Vigdis segirá einum stað. Allt ber þetta nokkurn blæ afmælis- og minningargreina, meðal annars að því leyti að frásögnin er ekki siöur sniðin við hæfi kunningja og aðstandenda en almennra lesenda. En nú munu afmælis- Bókmenntir Helgi Skúli Kjartansson skrifar og minningargreinar njóta tals- verðrar hylli almennra lesenda, og það gerir FARINN VEGUR áreiðanlega ekki siður. cTMenningarmál

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.