Vísir - 13.12.1975, Blaðsíða 24

Vísir - 13.12.1975, Blaðsíða 24
Laugardagur 13. desember 1975 Kveiktu bál fyrir utan verslunardyr Alltaf virðast ein- hverjir hafa þörf fyrir að hrekkja náungann eða vinna einhver spjöll. Snyrtivörubúðin i Völvufelli í Breiðholti varð fyrir barðinu á þeim í gærmorgun. Um klukkan 11 tóku strákl- ingar sig til og kveiktu eld fyrir utan dyrnar að versluninni. Líklega hafa þeir ætl- að að varna fólki inn- eða útgöngu en eldurinn var fljótt slökktur. Spjöll unnin ó gœsluvelli Gæsluvöllur rétt við Hólabrekkuskóla fékk líka sinn skammt. í gær- morgun þegar gæslu- konur komu á vettvang höfðu spjöll verið unnin á vistarverum þeirra, og það gert um nóttina eða kvöldiðáður. —EA Kveikt á jóia- trénu á Austur- velli á morgun Kveikt .verður á jólatrénu á Austurvelli á morgun, sunnu- dag, klukkan fjögur. Tréð er gjöf frá Oslóborgarbúum til reykvikinga og verður afhent af forseta borgarstjórnar Oslóborgar Brynjulf Bull, en kona hans Ruth Bull mun kveikja á trénu. Borgarstjóri mun veita trénu viötöku fyrir hönd borgarbúa. Athöfnin á Austurvelli hefst klukkan hálf fjögur með leik Lúðrasveitar Reykjavíkur, en lýkur með þvi að Dómkórinn syngur jólasálma. Barnaskemmtun verður á Austurvelli eftir að kveikt hef- ur verið á trénu. Kynningar- fundur hjá AA í Keflavík AA-félagar i Keflavik ætla að halda opinn kynningarfund að Vik, samkomusal verka- lýðsfélaganna að Hafnargötu 89 i Kcflavik, sunnudaginn 14. des. nk. kl. 17. A þessum fundi verður leit- ast við að gefa sem sannasta mynd af starfsemi samtak- anna. Gestur fundarins verður séra Sigurður Haukur Guð- jónsson. Allir þeir, sem áhuga hafa á að kynnast þessum samtök- um, eru velkomnir á fundinn. Kaffi fá þeir áreiðanlega lika. —VS - - Þyrluskýlið á Þór er illa útleikið eftir áreksturinn. Skipið er þó vel sjófært og er farið aftur til gæslustarfa. 2000 tonno feriíícið sigldi ó okkur ó 16 mílna hraða sagöi Helgi Hallvarðsson, skip. herra á Þór í viðtali við Vísi — Það voru hrikaiegir skruðningar þegar dráttarbátarnir sigldu á okkur á fullri ferð, sagði Helgi Hallvarðsson, skipherra á Þór, við VIsi I gær. i fyrstu ásiglingunni hafði ég ekki einusinni tfma til að hringja aðvörunarbjöllunni til að vara mannskapinn við. Þeir þeyttust llka sitt á hvað við höggið. Þetta er bein árás af Bretanna hálfu og mér virðist eftir á sem þeir hafi þarna veitt okkur I gildru. — Þetta byrjaði þannig að við toginu og hélt til hafs. Við vorum að koma út frá Seyðis- firði. Þar vorum við að kanna einkennileg dufl, sem reyndust leifar af gamalli kafbáta- girðingu. Við sáum dráttarbát- ana þrjá i mynni Seyðisfjarðar. Einn þeirra var Star Aquarius og hann virtist vera með Lloydsman í togi. Sá þriðji var að fylgjast með. Þetta var 1,9 mllur frá landi. Sleppti og hélt til hafs — Þegar við nálguðumst sleppti Star Aquarios dráttar- sigldum upp að hliðinni á hon- um, gáfum stöðvunarmerki og drógum úr hraðanum. Það var skammt á milli skipanna og skyndilega sveigði hann og keyrði inn i hliðina á okkur. Þetta gerðist svo snöggt að við höfðum ekki tima til að hringja út áhöfnina. Lloydsman á vettvang — Rétt i þvi að við erum að átta okkur eftir áreksturinn verðum við varir við að Lloyds- man er kominn að bakborðs- hliðinni á okkur. Það var aldrei langt á milli skipanna og Lloydsman gengur sextán milur, svo hann var ekki lengi að komast að okkur. — Við höfðum engan tima til að vikja okkur undan, enda ekki á mikilli ferð. Það skipti þvi engum togum að þetta 2000 tonna ferliki brunaði inn i hliðina á okkur á fullri ferð. Fallbyssan i notkun — Nú það var rifiö ofanaf byssunni I snatri og ég lét skjóta púðurskoti að honum, en hann kom þá aftur inn i siðuna á okk- ur, en við vorum ekki búnir að ná upp neinni ferð. Ég sendi þá til hans skilaboð á örbylgju um að ef hann ekki stöðvaði, myndi ég skjóta kúluskoti á hann. Þá var hann kominn aö stjórn- borðshliðinni og auðséð að hann ætlaði ekki að hætta. — Eg lék þá skjóta einu kúlu- skoti fyrir ofan hann enn hann lét sér ekki segjast. Ég lét þá skjóta öðru og það mun hafa farið i bóginn á honum. Þór var skipað að hætta — Við vorum alltaf á útleið meðan á þessu stóð og þegar hér var komið leik vorum við komnir á móts við þriggja milna mörkin. (Landhelgin er þrjár milur en tollalandhelgi fjórar). — Þá fengum við skipun um að hætta og snúa til lands. Við fór- um þá inn á Loðmundarfjörð til að kanna skemmdirnar. Liklega gildra — Heldur þú Helgi að þetta hafi verið gildra? — Já, ég hallast helst að þvi. Togararnir voru þarna ekki nærri. Ef Dráttarbátarnir hefðu leitað i var frá miðunum hefðu þeir átt að vera við Langanes. Þeir vissu auðvitað að við vor- um á Seyðisfirði, og ég býst við að þeir hafi ætlað að nota tæki- færið til að ná sér niðri á okkur. Þeir höfðu hreinlega ekkert þarna að gera annað. —ÓT. TVEIR TVEGGJA ÁRA FRÁ HÖFN Tveir snotrir og skemmtilegir þvottabirnir eru komnir Ií hóp dýranna i Sædýrasafninu i Hafnarfirði. Þessi fall- egu grey koma úr dýragarðinum í Kaupmannahöf n. Þar keypti Sápugerðin Frigg birnina og gaf þá Sædýrasafn- inu. — Þeir eru tveggja ára gamlir og fá að vera inni í húsi f yrst um sinn, en síðar er þeim ætlað að vera úti. Hvernig eigum við að trúa Gœslunni? — spyrja breskir fréttamenn — Hvernig I ósköpunum eigum við að trúa islensku Landhelgis- gæslunni, sagði breskur frétta- maður við einn af fréttamönnum VIsis I gær. — Hún skammtar upplýsingar eins og bandarlska leyniþjónustan. Blaðamaður Vis- is reyndi að bera hönd fyrir höfuð Gæslunnar og kvaðst ekki hafa reynt hana að beinum ósannind- um. — Það er varla von. Þið fáið ekki tækifæri til þess, var svarið. Hann sagði að breskum frétta- mönnum þætti mjög tortryggilegt leynimakk Gæslunnar. Breskir fréttamenn fengju að vera að vild um borð I herskipum og dráttar- bátum og senda þaðan fréttir hindrunarlaust. islenskir fréttamenn fengju hinsvegar ekki að fara um borð „i ykkar eigin varðskip”. — Ekki einusinni til,að fá fréttir af at- burðum eins og út af Seyðisfirði. — Ilvaða tryggingu hafið þið fyrir að þeir séu ekki að ljúga að ykkur lika? Blaðamönnum Morgun- blaðsins var bannað að fara um borð I Þór i Loðmundarfirði og sömuleiðis fréttamanni BBCsem þangað kom. Var hann furðu lost- inn yfir þeirri ráðstöfun. _óT. 26 árekstrar á 12 tímum Lögreglan hafði í nógu að snúast vegna árekstra í gærdag. 26 árekstrar urðu í Reykja- vík á 12 tímum, eða frá því klukkan 6 í gær- morgun, til klukkan að ganga 7 um kvöldið. Sem betur fer urðu þó engin slys á fólki, en að sjálfsögðu lét margur billinn á sjá. —EA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.