Vísir


Vísir - 20.12.1975, Qupperneq 1

Vísir - 20.12.1975, Qupperneq 1
BÍLL í SJÓINN VIÐ SUNDAHÖFN: TVÖ UNGMENNI FÓRUST — tvö gátu synt í land Piltur og stúlka biðu bana, er fólksbill sem þau voru farþegar i, stakkst i sjóinn í Sunda- höfn. Tvö önnur ung- menni sem i bílnum voru, piltur og stúlka, sluppu lifs. Ungmennin fjögur ætluðu i Laugarásbió klukkan tiu i gær- kvöldi. Meðan þau biðu eftir að myndin hæfist, fóru þau i ökuferð niður að Sundahöfn. Þau óku að hafnarsvæðinu austan megin frá. Rétt við end- ann á bryggjunni hefur ökumað- urinn beygt snögglega til hægri i átt að hafnarbakkanum, og heml- að. Billinn hefur runnið viðstöðu- litið að hafnarbakkanum, þrátt fyrir að hann var á snjódekkjum negldum að framan. Tæpum tveimur metrum frá hafnarbakkanum hætta hemla- förin skyndilega. Billinn steyptist fram yfir bryggjukantinn, sem var fremur lágur og lenti á nefinu á sjávar- botninum rétt fyrir framan bryggjuna. Bilstjórinn, sem var piltur, og stúlka sem sat við hlið hans, komust út. Þau náðu að synda i land. Þau voru flutt á slysadeild Borgarspitalans. Þegar Visir hafði samband við sjúkrahúsið seint i gærkvöldi, voru þau við góða heilsu. Kafari fór niður að bilnum, og náði likum hinna ungmennanna út. Þau höfðu festst inni i bilnum. Allar rúður i bilnum voru óbrotn- ar, nema i hurðum. Billinn var tveggja dyra, af árgerð 1975. —ÓH Bfllinn hifður upp úr Sundahöfn f gærkvöldi. Ljósm. Vísis: Jim. <S>V®> 65 ARA OG SÍUNGUR Skilafrestur í jóla- getraun á mánudag Þeir sem ætla sér að taka þátt i jólagetrauninni eru að komast á sein- asta snúning i þvi efni. Skilafrestur er fram til hádegis á mánudag. Cirlausnum má skila á ritstjórn Visis i Siðumúla 14, eða á afgreiðsl- una á Hverfisgötu 44. Brcfalúgur eru á báöum stööum, þannig aö koma má hvenær sem er. SAMKOMULAGIÐ UM KJARVALSSTAÐI: „Hreinir nauðungar- samningar" — segir Davíð Oddsson, borgarfulltrúi ,,Ég lit á þessa samninga við lista- menn sem hreina nauð- ungarsampinga”, segir Davið Oddson, borgar- stjórnarfulltrúi, sem ásamt Páli Gislasyni greiddi atkvæði á móti samkomulagi um lausn Kjarvalsstaðadeilunn- ar. „Borgin hafði þau stefnumið áður að ekki mætti rikja ströng ritskoðun við úthlutun sýningar- aðstöðu. Borgin átti einnig möguleika á að hafa úrslitaáhrif á úthlutanir. En nú getur borgin ekki haft áhrif ef menn eru mis- rétti beittir, sem ég vona þó að verði ekki”, sagði Davið, er Vfsir ræddi viö hann um afstöðu hans i málinu. „Borgin hefur hreinlega gef- ist upp, og samið af sér og borgarbúum. Ég tel að borgar- stjórn hafi ekki heimild frá um- Davið — sanikomulagið við iistamenn nauðungar- sainningar. bjóðendum sinum til að afhenda húsið. Það er alveg einstakt að landssamtök hafi umráðarétt yfir notkun á borgarhúsnæði”, sagði Davið. „Ég vona þó”, bætti hann við, ,,að deilan hafi haft þau áhrif að nýtt listaráð verði frjálslyndara en gamla sýningarráðið. í þvi trausti tek ég sæti i hússtjórn Kjarvalsstaða, en fulltrúar i hússtjórn eiga allir sæti i lista- ráði”. Visir leitaði einnig álits for- seta Bandalags islenskra lista- manna, og borgarstjóra, á sam- komulaginu um lausn Kjarvals- staðadeilunnar. Tlior Vilhjáimsson forseti Bandalags islenskra lista- manna sagði: „Það er ætlunin að hefjast handa og lyfta staðnum svo hann geti orðið listamiðstöð fyrir borgarbúa. Það er gott samkomulag með listamönnum og ráðamönnum Revkjavikur- borgar um að gera nú verulegt átak. Við viljum að Kjarvalsstaðir verði nú allsherjar listamiðstöð. Ekki einungis fyrir myndlist, heldur er húsið einnig ákjósan- legt fyrir list á öðrum sviðum. Framtiðarskipan starfseminn- ar þarna hefur mikið verið rædd i hópi listamanna. Ég geri ráð fyrir að hafist verði handa upp úr áramótun- um”. Birgir tsleifur Gunnarsson borgarstjóri, sagöi þetta um samkomulagiö: ,.Ég fagna þvi að deilan er nú leyst og vona að sá árangur ná- ist sem að var stefnt með lausn hennar. Það er að Kjarvalsstað- ir verði listamiðstöð fyrir borg- arbúa. t samkomulaginu felst að sýningarsalurinn i vesturhluta hússins verður undir stjórn sér- staks lisaráðs sem skipaf verður mönnum úr hússtjórninni. þrerhur fulltrúum Felags is- lenskra myndlistarmanna og einum fulltrúa sem Bandalag islenskra listamanna tilnefnir. Mér finnst það ekki óeðlilegt aðlistaráðið hafi hönd i bagga með vali listaverka.” — ÓH/EKG

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.