Vísir - 20.12.1975, Blaðsíða 14

Vísir - 20.12.1975, Blaðsíða 14
Plötur, plötur og fíeirí plötur! Ungur maður hafði samband við Tónhorniö i vikunni og kvart- aði undan þvi að Tónhornið hefði ekki minnst einu orði á nokkrar hljómplötur sem komið hafa út slöustu daga. Má vera að Tónhornið hafi ekki tekið allar plötur til meðferö- ar, en plöturnar eru margar og Tónhornið hefur ekki fullar hendur fjár, þannig að eðlilega dregst dómur sumra á langinn. En þar eð þetta verður siðasta Tónhornið fyrir jól, verður nú getið um nokkrar nýútkomnar plötur i stuttu máli. Ekki er hér um gagnrýni að ræða, heldur aöeins stutta lýsingu á innihaldi þessara platna. örp. Litið eitt. ,,Til hvers”. Fálkinn h/f. Þetta er önnur hljómplata söng- flokksins Litið eitt, og töluvert betri en sú fyrri. Litið eitthefur gott lið sér til aðstoðar að þessu sinni, eða þá bræöurna Karl og Sigurjón Sig- hvatssyni, Engilbert Jensen, Sigurð Rúnar Jónsson og „Göstla” Ragnar Sigurjónsson. Þó að um frábæra hljóðfæra- leikara sé yfirleitt að ræða, þá eru þeir lítt áberandi, nema þá helst Sigurður Rúnar, en allir standa þeir fyrir sinu. Meginuppistaða plötunnar eru lög þeirra Gunnars og Jóns Árna, en til uppfyllingar hefur Litiö eitt valið lög eftir Dylan, Paxton o.fl. „Hvers vegna” er róleg og falleg plata, og gallalaus ef frá er skilin heldur langdreginn flutningur ljóðs Edgar Allan Poe’s „Annabel Lee”. Berglind sy ngur vel, en þarna leggst söngur hennar illa i mig, kannski sökum þess hve lang- dregið lagið er. Yfirhöfuð finnst mér samt fjörugu lögin „Háar öldur” (Dylan), „Herinn” og „Til draumsins” bera af, auk rólegu ogfallegulaganna „Minningar” og „Kyrrð” en þar fer Lltið eitt á kostum. Frágangur plötunnar er góð- ur, og með albúminu fylgir textablað, sem margur útgef- andinn mætti taka sér til fyrir- myndar. „Ýr” Ýr. Það hlýtur að teljast til tiðinda þegar hljómsveit úr dreifbýlinu ræðst i hljómplötuútgáfu. „Þetta er ævintýri hjá þeim,” sögöu lika margir þegar hljómsveitin Ýr frá Isafirði fór til New York og hljóðritaði þar hljómplötu undir stjórn Jakobs Magnússonar nú I sumar. Útgefandanum, Ámunda Ámundasyni, hefur þó orðið á i messunni varðandi útgáfu plötunnar, hún kemur seint, of seint til þess að geta sannáö gæði sin á markaðinum fyrir jól, og á ég þar við sölu, þvi að þessi plata frá ÝR er fyllilega sam- bærileg við aðrar þær hljóm- plötur er komið hafa frá ýmsum hljómsveitum af höfuðborgar- svæðinu. Þvi er synd að hún fær ekki að sanna það. Tónlist sú er ÝR býður upp á er yfirleitt ættuö aö vestan (USÁ) „Country-rock”, en saminfyrir vestan (Isafirði), að undanskildum tveimur lögum Jakobs Magnússonar. Hljóðfæraleikur ÝR á plöt- unni er góður, og fáa veika hlekki þar að finna, og söngur- inn góður, þó óskýr oft á tiðum. Tónlistin erkraftmikilán þess aö vera hávær, og á eflaust eftir að falla I góðan jarðveg hjá þeim erunna „country-rokki” á annað borð. Má ég óska ÝR til hamingju meö þessa plötu. Hún sýnir þeim sem þvi ekki trúa, að góð- ar hljómsveitir geta þrifist og þroskast hvar sem er á landinu. „Alíra meina bót” Change og fl. Hvernig barnaplata á að vera, sýnist sitt hverjum og örugg- lega eru félagarnir i Change ekki á sama máli og Svavar Gests. „Allra meina bót” er undan rifjum Magnúsar Sigmundsson- ar og Change, en ekki er um al- hliða Change plötu að ræða, þó svo að þátttaka þeirra sé mest áberandi á plötunni. Sem barnaplata er þetta tvl- mælalaust ein sú vandaðasta sem komið hefur á markaðinn fyrr og siðar, og mátti ekki seinna vera að einhver ynni verkið af fullri alvöru og vand- virkni. Textarnir eru eins og þeir eiga að vera, dálitið fyndnir og auðveldir, en tónlistin gæti talist einum of vandvirk. Það hefur vakað fyrir Change að gefa út barnalög I samræmi við þróun tónlistarinnar og um- hverfisins i dag, og það hefur tekist, og platan venst eflaust vel I eyrum barna. Gráman, Hráman og svo frv. hefði verið algerlega ónauðsyn- legt, óþarfi er að fela sig á bak við grimu þegar gott efni er á boðstólnum á annað borð. Auk þess finnst mér þessi „Lónliblúbois-stæla” orðin full mikið notuð. Þótt „Allra meina bót” flokkist undir barnaplötu, má njóta hennar allt að niræðu, svo vönduð er hún. „Peanuts” Demant h/f, Hnetur frá Demant” Demant h/f hefur gefið út hljómplötu með samsafni af þvi sem fyrirtækið hefur gefið út á þessu ári, og þá yfirleitt i formi litillar plötu. A plötunni má t.d. finna „Superman” (Paradis) „Spáðu i mig” (Megas), „Promised land” (Borgis), „Hotel Garbage can” (Eik) og „Wild night” (Bjarki T). Eitt lag hefur þó ekki heyrst hér áður, en það er titillagið sjálft „Peanuts”. Þetta lag var hljóðritað um svipað leyti og „Candy Girl”, sem þeir Pal Brothers fluttu á sinum tima. Pal Brothers (Magnús og Jó- hann) gefa „Candy Girl” ekkert eftir með „Peanuts”, þetta er rennandi og sætt lag, sem ef- laust á eftir að ná einhverjum vinsældum, ef það á annað borð kemst upp úr „flóðinu mikla”. Annars er mikill fengur I þessari plötu, þvi að margan fýsir eflaust að eignast lögin með þessum listamönnum, þar eð litlar plötur virðast ekki eiga upp á pallborðið hjá aðdáendum þeirra, en öll þessi lög hafa eins og fyrr segir áður komið út á litlum plötum. Þarna er sumsé hið upplagða tækifæri, að öðru leyti býður platan ekki upp á neitt nýtt. 'Odýrir snjóhjólbarðar HJOLBARÐASALAN Laugavegi 178 Sími 35960 Margar stœrðir af mjög ódýrum snjó- dekkjum fyrirliggjandi NITTO Umboóió hf. Brautarholti 16 s.15485

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.