Vísir - 30.12.1975, Blaðsíða 4

Vísir - 30.12.1975, Blaðsíða 4
4 Þriðjudagur 30. desember 1975. VTSIR Bandariska timaritið Newsweek ætlaði að gera Sameinuðu þjóðunum einhver skil i grein. Ritstjórarnir komust að þeirri niður- stöðu að það væri svo yfirgripsmikið verk að þaðværi nær óframkvæmanlegt. Einhverjum datt i hug að láta teiknarann Ranan Lurie vinna verkið. Lurie gerði það og tindi til það sem honum fannst markverð- ast. mm iy m Uæil - rmmi í’ÆjfV/irTÍr—1W ’IMIS Brunabillinn Þetta er brunabíll Sameinuðu þjóðanna og hann er kannski einkennilegasti brunabil i heimi. Það er Dodge árgerð 1950. Þegar ég kom þar fyrst hafði honum verið ekið 1.482 milur. Þegar ég kom aftur þrem vikum siðar hafði honum verið ekið 1.482,3 milur. Þetta er mjög skrýtinn brunabill sem tilheyrir mjög skrýtnu brunaliði. Hann má ekki fara útfyrir landareign Sþ, þannig aðlengsta ferð sem hann getur farið I er hálf mila — báðar leiðir. Það er engin sirena á biln- um. Opinbera skýringin er sil að það gæti valdið ofsa- hræðslu. Min skýring er sú að það kviknar ekki I hjá Sþ. A siðustu 25 árum hefur aðeins fimm sinnum komið upp eldur I húsum Sameinuðu þjóðanna. Sfðast varþað 1963, þegar eld- ur kom upp i ruslafötu. Samt sem áður eru fjórtán slökkviliðsmenn á fullum launum hjá Sameinuðu þjóð- unum. Þeir hafa hver um sig um fimmtán þúsund dollara á ári i laun (aukavinna ekki reiknuð með) Þetta eru allt elskulegir fyrrverandi New York brunaliðsmenn sem eru sestir I helgan stein. Þeir lita svo á að þeirra aðalstarf sé að koma I vegfyrirbruna. Ogef þú litur á það frá því sjónarmiði verður þú að viðurkenna að þeim hefur gengið nokkuð vel. — Hvað gerið þið allan daginn? spurði ég Ed Miale, sem hefur verið i slökkviliðinu i fimm ár. Hann hugsaði sig um en sagði svo að þeir hefðu öðrum verkefnum að sinna en berjast við elda. Ef til dæmis einhvern vantar pipu- lagningamann, hringir hann i slökkviliðið, sem hringir i pípulagningamann. Eöa ef einhver dettur og fótbrotnar. Þá er hringt i slökkviliðið, sem hringir i lækni. S^wnnrn, fiiip 1 r rj 1 l ■/ Wmm»S/k i C Siír W rjjf í!Sj\Sg| Tómstundir Hvað gera fuiltrúarnir lijá Sameinuðu þjóðunum þegar þeir eiga fri? Og þegar þeir eru ekki að „mála New York rauða?” (Sú tóinslundaiðja er i sérlegu uppáhaldi hjá kinverj- um og rússum ). Þeir spila á spil i sctustofunni. Það er ekki óalgehgt að sjá háttsetta fulltrúa spila við lyftu- viðgerðamenn Sameinuðu þjóð- anna. Sá orðrómur er á kreiki að einn lyftumannanna hafi ver- iö geröur prins f einu rikj- anna við Persaflóa, eftir að hon- um gekk sérlega vel I Rommý. Spilararnir hér á myndinni báðu um að þjóðerni þeirra yrði hald- ið leyndu. Viðgerðarmaðurinn viðurkenndi þó að hann væri frá Brooklyn. ■'/////.W///////b. ^'//////////A"' 4/'"" JH \ . 1 fi i j öryggisvöröurinn Aðalritarinn býr i glæsilegri ibúð i Sutton Place i Manhattan. Hann labbar alltaf i vinnuna. öðru hvoru, þegar hann er á leiðinni, vikur sér að honum ein- hver New York búi sem þekkir hann af sjónvarps- og blaða- myndum. Hann spyr auðvitað dæmigerðrar New York spurningar? „Hvar er öryggis- vörðurinn þinn?” Waldheim bendir þá jafnan á kjöltu- rakkann sinn. Hugleiðslu-herbergið í hinni risastóru SÞ byggingu er pinuiitiö hugleiðsluhcrbergi. Þangað geta menn labbað sig, sest niður og (vonandi) hugsað djúpt og alvarlega, við ljós frá boxi sem minnir á geimferð. A myndinni er það italski fasta- fulltrúinn sem þar situr, en þessi góðlega skúringakona er að velta fyrir sér hvenær hún geti hyrjað að skrúbba gólfið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.