Vísir - 30.12.1975, Blaðsíða 10

Vísir - 30.12.1975, Blaðsíða 10
10 Þriðjudagur 30. desember 1975. VISIR i Vísi i gær birtist fyrsta viötal af þremur viö A.A. félaga. Hér koma hin tvö, rætt er viö eina konu og einn karlmann um drykkjusögu þeirra og hvers vegna þau eru i A.A. samtök- „Ég er alin upp vestur i Dýrafirði og starfaði þar i stúku og var alveg ú móti vini, og það viðhorf mitt hélst alveg fram á fullorðinsár. Raunar vildi ég aldrei drekka þótt ég yrði alkóhólisti. Síðan kom að þvi að ég flutt- ist hingað suður, gifti mig og eignaðist börn og heimili. Ég helgaði mig alveg börnunum og heimilinu og framan af var aldrei notað áfengi hér. Þegar stelpan okkar var sjö ára byrjaði maðurinn minn að smakka vin. Ég varð alveg æf út af þvi, bannaði honum að hafa það um hönd hér heima og neitaði honum um að koma heim með félaga sina ef þeir voru við skál. En aftur á móti vildi ég að heimilið stæði alltaf opið fyrir kunningja mina að vestan, jafnvel þótt þeir væru drukknir. Þetta fannst manninum minum ein- kennilegt viðhorf og ég sé það núna að þetta var mjög heimskulegt af mér. Hann fór að drekka meira, en alltaf utan heimilis en kom svo drukkinn heim og ég tók illa á móti honum.” Ég byrjaði að drekka með manninum min- um. Nú, börnin uxu upp eins og gengur, giftu sig og fóru að heiman. Þá fyrst byrjaði ég að drekka. Við áttum bæði hjó'nin við sjúkdóm að striða, ég vann mikið, börnin voru farin og mér fannst tómlegt og byrjaði VILDI að fá mér glas á kvöldin með manninum minum. Fyrstu árin drakk ég mjög litið, en keypti samt alltaf vín á hverjum föstudegi til þess að vera viss um að eiga eitthvað. Siðan fór þetta að verða oftar og oftar, ég varð veik, sonur minn lenti i skilnaði og ég leit- aði alltaf á náðir brennivíns- ins. Og þar kom að við vorum bæði hjónin orðnir alkóhólist- ar. Alkóhólisti getur alltaf fund- ið eitthvað til að drekka út á, ef eitthvað gekk vel þurfti að halda upp á það, ef eitthvað blés á móti þurfti að drekka út af þvi. Við þurftum bæði að hætta að vinna vegna heilsuleysis, en alltaf var hægt að útvega sér vín þótt peningarnir væru litlir. Við áttum mikið bóka- safn, en seldum það mest allt smátt og smátt. Skammaðist min fyrir að vera drykkjusjúkl- ingur. Ég hugsaði aldrei út i það að ég væri að gera öðrum neitt illt. Börnin min fréttu það utan að sér að ég væri farin að drekka, þvi að það vantaði ekki að sögurnar gengju. Ég veit þau töku það nærri sér og eins faðir minn sem var alla tið stúkumaður. Ég bann- aði börnunum að koma i heim- sókn með barnabörnin, ég vildi ekki að þau sæju mig drukkna. Ég skammaðist min alltaf fyrir að viðurkenna það vor atvinnudrykkju- ,,Ég held ég hafi verið 19 ára þegar ég byrjaði að drekka. Þá fórum við sanian kunningjarnir um helgar og keyptum okkur flöskur. Ég vissi i upphafi að það væru likur á þvi að ég gæti orðiö drykkjumaður. Ég átti marga bræður og þeir af þeim sem drukku, drukku mikið. Sem unglingur varö ég fyrir óþægindum af þessu og þetta hélt mér frá vini framan af. Ég trúlofaðist, fékk ágæta stöðu i verslun, en drykkju- skapurinn jókst. Ég drakk um helgar, siðan bættust mánu- dagarnir við og svo þriðjudag- arnir og endar vikunnar fóru að ná saman. Eftir 3-4 ár fóru timbur- mennirnir að þjaka mig, ég varð taugatrekktur, og mér fannst róandi að fá mér glas. Ég fór að hafa létt vin með mér i vinnuna og drakk lika þar. Vinnan fór að fara i taug- arnar á mér, mér fannst öll þvingun vera i samhandi við hana. A þessu timabili fór kærastan frá mér og ég var auðvitaö aumur yfir þvi. Á endanum sagði ég upp vinn- unni áður en ég y rði rekinn, og þá fannst mér ég hafa nægi- legt frjálsræði.” Iieimilislaus og sló pening fyrir vini „Næstu tvö þrjú árin var ég i lausavinnu, vann tvo til þrjá daga fyrir vini og fór siðan á fylliri. Ég sleppti húsnæðinu sem ég hafði og seldi smátt og smátt allt sem ég átti til að kaupa brennivin. Siðast drakk ég 400 daga samfleytt, var orðinn svokall- aður róni, atvinnumaður i maður rom drykkjunni. Ég lá uppi á syst- kinum minum, eða átti hvergi heima, sló lán fyrir áfengi, sem ég var ekki borg- unarmaður fyrir. Þetta kom auðvitað niður á minum nánustu, eins og ævin- lega með drykkjumenn, fjöl- skyldan veit ekki hvar maður, er, hvenær maður birtist, eða hvort maður er dauður eða lif- andi. Ég reyndi að fara einn túr á togara, en þegar ég hafði ekki vinið, varð ég veikur, fékk delerium tremens og var rétt að ná mér þegar stimt var i land.” Delerium tremens i átta sólarhringa ,,A endanum hirti lögreglan mig útúrdrukkinn uppi á Arnarhól. Ég hafði tvívegis áður verið tekinn fyrir ölvun, og nú var ákveðið að ég skyldi sitja af mér sektirnar. Ég varð hræddur vegna þess sem kom fyrir á togaranum, varaði þá við og sagði þeim að ég yrði veikur. Enda fékk ég delerium tremens og var fluttur inn á Kleppsspitala, og var með óráði i átta sólar- hringa. Ég man vel hvernig mér leið meðan á þessu stóð. Ýmist leið mér vel, heyrði alls konar undarlega músik, eða mér fannst sækja að mér flugur, tigrisdýr og alls konar kvik- indi og varð ofsalega hræddur og reyndi að fela mig. Stund- um fannst mér foreldrar min- ir, sem þá voru dánir, vera að fylgjast með mér i einhverri svallveislu, ég varð fyrir alls konar ofskynjunum. Loksins rankaði ég við mér, og þegar ég áttaði mig á þvi hvar ég var féll mér það mjög illa. Ég varþarna i rúma viku i viðbót, en var svo fluttur á Flókadeildina. Á þessum tima byrjaði ég að hugsa um hvernig ástandið var orðið og hversu hætt ég var kominn, og ákvað að reyna að hafa mig upp Ur drykkjunni.” Hvers vegna þurfti ég að verða alkóhólisti? „Fyrst i stað komst ekki annað að hjá mér en fögnuður yfir þvi að vera enn á lifi og geta talað við fólk. Ég var alveg i rúst bæði andlega og likamlega, auk þeirrar niðurlægingar sem ég hafði komið mér i. Svo fór ég að velta fyrir mér hvers vegna ég hefði farið svona illa hvaða ástæður hefðu legið fyrir þvi að ég drakk mig alvg niður á botninn. Mér fannst einkennilegt að eftir niu ára drykkju væri ég orðinn drykkjusjúklingur, en kunningjar minir sem byrjuðu jafnvel á undan mér höfðu sloppið. En alkóhóiismi er sjúkdóm- ur, ég hefði alveg eins getað verið berklasjúkiingur eða eitthvað annað, en ég varð drykkjusjúklingur og ég varð að sætta mig við það. Ég hafði oft reynt að hætta i einn mánuð, tvo mánuði eða eitt- hvað. Stundum stóðst ég það, en ég byrjaði alltaf aftur. Ég hafði verið á Bláa bandinu og viðar, og þar hafði ég heyrt ýmislegt um A.A. samtökin. Flestu af þvi gleymdi ég aftur, mér fannst þetta ekki vera fyrir mig, ég var ekki reiðubúinn þá til að viðurkenna að ég væri drykkjumaður. En nú fór ég að rif ja upp eitt og annað um þessi samtök, og afréð að kynnast þeim nánar. Eitthvað verður að koma i staðinn I eitt ár sótti ég A.A. fundi. Mér leið vel á fundunum, það var léttir að geta talað um sin vandamál við þá sem skyldu þau og áttu við sama vanda að striða, Þegar drykkjumaður hættir að drekka verður hann að fá eitthvað i staðínn i það tóma- rúm sem myndast. A þetta benda A.A. samtökin og reyna að hjálpa honum til þess. Nú hef ég ekki smakkað vin-i fimmtán og hálft ár, en fyrstu tvö árin iangaði mig i vin á hverjum degi. Siðan fór að liða lengri timi milli þess sem þessi ilöngun ásótti mig, og nú orðið langar mig aldrei til að drekka. En ég vil ekki gleyma þvi að ég er alkóhólisti. Stuttu eftir að ég sneri við blaðinu, kynntist ég núverandi konu minni, við giftum okkur ogeignuðumst börn. Þegar ég byrjaði að vinna aftur fór ég fyrst i útivinnu, en eftir hálft ár var mér boðin versknar- staða aftur, og þá hætti ég að rækja A.A. fundi þar sem þeir rákust á minn vinnutima. Ég var samt alltaf meira eða minna i tengslum við sam- tökin aðallega i gegnum aðra alkóhólista. Arið 1968 skipti ég um vinnu og siðan hef ég starfað i samtökunum, af þvi ég vildi gera gagn og segja mina sögu ef hún gæti orðið einhverjum til hjálpar. Það er enginn svo vonlaus að hann geti ekki reynt. Það er enginn svo illa farinn að hann geti ekki reynt, ef hann hefur einhverja löngun til þess. Það getur raunverulega enginn læknað drykkjumann nema hann sjálfur, en með góðum stuðningi hefur hann mikla möguleika. En það er ekki átakalaust. Ég var kominn alveg á botn- inn, en nú virðist fólk koma yngra inn i samtökin, áður en allt fer i kaldakol. Mesti styrk- ur minn er að ræða við aðra alkóhólista, og miðað við þá aðstöðu sem drykkjumenn búa við, vil ég ekki hugsa þá hugsun til enda, hvað um mig hefði orðið ef A.A. hefði ekki verið til.” —EB

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.