Vísir - 30.12.1975, Blaðsíða 8

Vísir - 30.12.1975, Blaðsíða 8
8 Þriðjudagur 30. desember 1975. VISIR VÍSIR Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Davið Guðmundsson Ritstjóri og ábm: Þorsteinn Pálsson Ritstjóri frétta: Árni Gunnarsson Fréttastjóri erj. frétta: Guðmundur Pétursson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44^Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Siðumúla 14. simi 86611. 7 linur Askriftargjaid 800 kr. á mánuði innaniands. t lausasöl u 40 kr. eintakiö. Blaðaprent hf. Nýtt ár og gömul vandamál Við áramót er föst venja að gera hvort tveggja að lita til baka á atburði liðins árs og fram á veginn til þeirra verkefna, sem við blasa á nýju ári. Við slik timamörk er eðlilegt, að menn reyni að glöggva sig á þvi, hvort okkur hefur munað „aftur á bak ellegar nokkuð á leið.” Það ár, sem nú er að liða i aldanna skaut, var af hálfu Sameinuðu þjóðanna helgað konum i þvi skyni að leggjá áherslu á jafnan rétt karla og kvenna. Is- lenskar konui' hafa i skugga efnahagsörðugleika og harðrar landhelgisbaráttu lagt sitt af mörkum til þessa alþjóðlega starfs. Þar ber hæst kvenna- fridaginn, sem lengi verður i minnum hafður. Menn deila eðlilega um árangur af sliku starfi. Ýmsum þykir það heldur innantómt, og vilja helst skjóta sælli minningu um það út i bláinn með flug- eldunum á gamlaárskvöld. Þeir eru þó ugglaust fleiri, sem telja að hér hafi verið um þarfa hvatningu að ræða. Hvort sem mönnum líkar betur eða verr hafa umræður og upplýsingar um þessi efni rutt úr vegi ýmsum fordómum og opnað augu manna fyrir ýmsu, sem betur má fara. En viðamestu málefni þjóðarinnar á þvi ári, sem nú er að liða, eru án vafa viðureignin við óða- verðbólguna og landhelgisútfærslan. Allt bendir til þess, að bæði þessi mál muni bera hæst á komandi ári. Þó að eðlilegt sé að binda bjartar vonir við nýtt ár, er ljóst að komandi tið verður enginn dans á rós- um. Okkur hefur ekki tekist að draga úr óðaverðbólg- unni eins og að var stefnt. Stjórnvöld benda rétti- lega á, að það sé eitt af meginmarkmiðum þeirra að viðhalda fullri atvinnu og af þeim sökum sé ekki unnt að taka of stór skref i einu. óðaverðbólgan er hins vegar orðin svo alvarlegt þjóðfélagsmein, að i viðureigninni við hana duga ekki lengur nein vettl- ingatök. Það veldur óneitanlega nokkrum vonbrigðum, að ekki hefur tekist að draga úr rikisútgjöldum, eins og æskilegt hefði verið. Á miklu veltur þvi, að reynt verði á næsta ári að halda útstreymi úr rikissjóði innan þeirra marka, sem fjárlögin segja til um. Þó að allir berjist gegn verðbólgu i orðnu kveðnu, er ekki unnt að horfa framhjá þeirri staðreynd, að verðbólguhugarfarið ræður enn rikjum i þjóðlifinu. í þessum efnum þarf að snúa við blaðinu og segja má, að launþegasamtökin hafi til að mynda sýnt viðleitni i þá veru með þvi að viðurkenna, að við nú- verandi aðstæður I efnahagsmálum sé ut i bláinn að reka hefðbundna kröfugerðarstefnu um krónu- töluhækkun kaupgjalds. Samhliða þessum erfiðu viðfangsefnum i efna- hags- og f jármálum eigum við i alvarlegum átökum við breta um fiskveiðiréttindin hér við land. Við höf- um stigið lokaskrefið i nær þriggja áratuga land- helgisbáráttu og við munum hvergi hvika i þeim efnum. Við höfum lagt áherslu á friðsamlega lausn þessarar deilu og sýnt það i verki. Bretar hafa hins vegar kosið valdbeitingu enn sem fyrr. Við hljótum að leggja kapp á að leysa þessa þrætu við breta, ef þeir láta af þvergirðingshætti sinum. Eins og sakir standa er hættuástand á miðunum umhverfis landið. Á nýju ári verður þvi að knýja breta til undanhalds. Spurningin er aðeins sú, hvort það verður gert með góðu eða illu. Ofbeldi og efnahags- kreppa ein- kenndu'75 Ofbeldi, borgara- styrjaldir og efnahags- kreppa einkenndu árið 1975, þrátt fyrir til- raunir frðarpostula til að færa mannkynið i átt að friðsamlegri sambúð. Á þessu ári náðu kommúnist- ar yfirtökunum i Indókina, og þar með lauk þrjátiu ára styrjöld, sem þar hefur rikt. Borgarastyrjaldir brutustúti Angóla, Austur-Timor og Libanon. t hverjum heimshluta skutu hermdarverkamenn og sprengdu. Um allan heim rikti sama efnahagskreppan og gilti það jafnt um rikar þjóðir sem snauðar. 1 von um minnkun spennu voru haldnir fundir milli aust- urs og vesturs i Helsinki, en flestum þótti árangur þeirra heldur litill. Mikil leiðtogaskipti t hugum leiðtoga stærstu stór- velda heims, þeirra Fords og Brésnefs, rikti óvissa en aldur- inn færðist ört yfir leiðtoga Kina, þá Maó og Sjú-en-læ. 1 skoðanakönnunum kemur fram minnkandi fylgi Fords for- seta og þar með fóru sigurlikur hans i kosningunum á næsta ári hraðminnkandi. Miklar sögur voru á kreiki um veikindi Brésnefs aðalritara, en mun alvarlegri var þó upp- skerubresturinn i Sovétrikjun- um. I Kina lét Maó formaður ekki sjásig opinberlega, nema þegar hann tók á móti Ford forseta, og leyndi það sér ekki, að hann var maður mjög farinn að kröftum. Sjú-en-læ forsætisráðherra lá á ’sjúkrahúsi og gat þvi ekki tekið á móti erlendum gestum. 1 Chad, Bangladesh og Saudi-Arabiu voru leiðtogar ráðnir af dögum, en steypt af stóli i Nigeriu og Perú. Sfðasti einræðisherra Evrópu, Francisco Franco lést eftir 33 ára valdaferil. Við embætti tók Juan Carlos konungur og ýmsar umbætur á stjórnarfari eru væntanlegar. Aðeins tæpum mánuði seinna lét konungur Laos, Savang Vatthana af embætti vegna þrýstings frá vinstrisinnuðum öflum. Sá einvaldur, sem rikt hefur hvað lengst i heiminum, Haile Selassie, Eþiópiukeisari, lést völdum rúinn, en i landinu eru hinir nýju stjórnendur að berj- ast við uppreisnir og róstur i Eritreu. Tveir gamlir leiðtogar hurfu og af sjónarsviðinu þeir Chi- ang-Kai Sheck á Formósu, sem eitt sinn var leiðtogi þjóðernis- sinna i Kina, og Eamon De- Valera, fyrrum forseti frlands. Lifir enn í glœðunum En gamla skipulagið var ekki á þvi að afmást, þótt þrjátiu ár séu liðin frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Nýlendustefnan skildi eftir sig blóðug spor i Afriku. Hvitir hermenn börðust gegn þjóðernissinnuðum skæruliðum i Suðvestur-Afriku og Rhódesiu, en eftir að Portúgalir höfðu dregið burt herafla sinn i Angóla, hófust skærur milli þeirra þriggja þjóðfrelsishreyf- inga sem þeir áttu áður i höggi við. Kommúnistar fengu til stuðn- ings hermenn frá Kúbu en PNLA og Unita þáðu peninga frá Vesturlöndum, byssur og hvita málaliða. I Rhódesiu fóru fram viðræð- ur milli hvita minnihlutans og svartra þjóðernissinna um það viðkvæma deiluefni, hvor ætti að ráða. A árinu fór aðeins að kólna i glóðunum á öðrum brennidepli heimsmálanna, Miðausturlönd- um. ísraelsmenn og .egyptar undirrituðu málamiðlunarsam- komulag sem utanrikisráðherra Bandarikjanna, Henry Kissing- er hafði komið til leiðar. Anwar Sadat, Egyptalands- forseti, vakti reiði margra Arabarikja, þegar hann undir- ritaði samkomulag um ýmsar pólitiskar ivilnanir gegn þvi að israelsmenn drægju herlið sitt burtu frá Sinaiskaga. Aftur hófst umferð um Súezskurð, sem hafði verið lokaður siðan i sexdagastriðinu árið 1967. En þótt slaknað hafi á alþjóð- legri spennu á þessu svæði, upp- hófst þó blóðug borgarastyrjöld i Libanon. Eftir sex mánaða bardaga voru að minnsta kosti 5000menn fallnir og ofbeldið virtist ætla að breiðast út um allt landið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.