Vísir - 30.12.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 30.12.1975, Blaðsíða 1
65. árg. — 292. tbl. — 1975. Þriðjudagur 30. desember Vísir óskar landsmönnum öllum farsœldar á komandi árí! tfMHID MMTEiNl — sjá íþróttaopnu „Held það hafi fengið menn til umhugsunar" GEIRSSYNI DUNDEE Á EFTIR Skátar biðja um lögregluaðstoð við flugeldasölu Hér er hópur diplómata frá Afriku að lilýða á mjög alvarlega ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóöanna. Einn þeirra licfur þó orðið svo heppinn að ná i útvarpsstöð, sem er að senda fréttir af skeiðvellinum. Það litur út fyrir að hestinum lians gangi vcl. Þetta erein af teikningum meistara Luries sem bregður á leik i blaðinu í dag og birtir okkur myndsjá frá aðalstöðvum Samein- uðu þjóðanna. —Sjábls.4-5 — sagði María Haraldsdóttir, sem vann ritgerðarsam- keppni kvennaórsins Maria Haraldsdóttir heitir hún þessi unga stúlka sem myndin ér af hér til hliðar. Hún er nýkomin úr vikuferð til New York þar sem hún skoðaði aðal- stöðvar Sameinuðu þjóðanna. Ferð þessa fékk hún i verðlaun i ritgerðarsa m keppni sem menntamálaráðuneytið efndi til i tilefni af kvennaári SÞ. Maria er 18 ára reykvikingur og stundar nám við Lindargötu skóla þar sem hún er á fyrra ári i uppeldis- og hjúkrunarkjör- sviði. ,,Mér fannst óskaplega gam- an að fá þetta tækifæri til að skoða aðalstöðvar Sameinuðu þjóðanna innan veggja,” sagði Maria þegar blaðamenn Visis heimsóttu hana i morgun. ,,Einna mest þótti mér þó til koma, að ég hlýddi á fund i öryggisráðinu þegar málefni ís- lands voru tekin þar fyrir. Þá kynntist ég blaðamennsku örlit- ið þegar ég fylgdist með Elinu Pálmadóttur þegar hún var einn morguninn að senda telex-frétt- ir til islands.” Þegar við spurðum hana út i efni ritgerðar hennar kvað hún hana hafa fjallað almennt um stöðu konunnar i þjóðfélaginu — hvernig hún hafi markast af at- vinnuháttum hverju sinni. Aö endingu spurðum við hana hvernig henni fyndist hafa til tekist að kvennaári. ,,Ég held að það hafi vakið menn til umhugsunar. Það náði auðvitað takmarki sinu. 24. október.” ,,Ég held,” sagði Maria ,,að jafnréttisbarátta kvenna sé undirstaða alhliða jafnréttis- baráttu.” Um leið og við kvöddum bað Maria okkur fyrir þakkir og kveðjur til allra sem stóðu að ferð hennar. —vs Hjálparsveit skáta hefur ákveðið að biðja um lögregluvörð við flugeldasölu sina i Ár- bæ eftir að fram hafa komið kvartanir frá ibúum, um ónæði. — 011 okkar leyfi eru i lagi, og við gætum fyllsta öryggis, sagði Tryggvi Páll Friðriksson 'fram- kvæmdastjóri við Visi i morgun. Borgarlæknir hafði samband við okkur i gær til að ræða þetta mál, og ég sagði honum þá að við myndum ekki fara úr hús- næðinu sjálfviljugir. — Hinsvegar viljum við auð- vitað allt til vinna að ibúar i grennd við okkur verði ekki fvr- ir ónæði. Þessar kvartanir komu okkur á óvart, en við munum nú herða eigin eftirlit og fara fram á aðstoð lögreglunn- ar. Ég vona að þarmeð sé málið afgreitt. Visi tókst ekki að ná i borgarlækni i morgun til að fá hans umsögn. —ÓT. Sofa vœrt í stórhríðinni „Það er vitlaust veð- ur og grenjandi stór- hríð hérna. Ég held að fólk á flestum bæjum sofi núna, svona meðan skjálftarnir eru ekki magnaðir.” Þetta sagði Kristveig Arna- dóttir á simstöðinni að Lindar- brekku i Kelduhverfi um tiu- leytið i morgun. Hún sagði að allsnarpur kipp- ur hefði komið um klukkan 3.40 i nótt. Sá sem var á vakt i sim- stöðinni taldi að kippurinn væri u.þ.b. 4 stig að stvrkleika. í Kelduhverfinu er fólk orðið svo vant jarðskjálftum. að það finn- ur nokkuð glöggt styrkleikamun skjálftanna. Annar minni skjálfti kom klukkan 5.10 i morgun. Ennþá er vakt á simstöðinni allan sólarhringinn á Lindar- brekku. Simstöðvarstjórinn, Gunnar Indriðason, Kristveig. og sonur þeirra skiptast á um vaktirnar. Kristveig sagði að- spurð að þau hefðu ekkert heyrt um, hversu lengi halda ætti vöktunum áfram. Talstöð er nú komin á simstöðina, og nær hún til Húsavikur. —ÓH SAMIÐ VIÐ RUSSA Samið hefur verið við rússa jm sölu á átta þúsund smálest- jm af hraðfrystum fiski til af- ireiðslu á árinu 1976. Heildar- verð er 1064 milljónir króna. t viðskiptasamningi rikjanna er gert ráð fyrir að rússar kaupi 16 til 25 þúsund lestir af flökum og heilfrystum fiski. Rússar töldu sér hins vegar díki henta að semjaum meira að sinni. en bú- ist er við samningum um við- bótarmagn þegar liður fram á 1976. Verð i fyrrnefndum samn- ingi er nær óbrevtt. —ÓT

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.