Vísir - 30.12.1975, Blaðsíða 24

Vísir - 30.12.1975, Blaðsíða 24
VÍSIR Þriðjudagur 30. desember 1975. Nýársfagnaður á 3500-3800 kr. Það kostar litlar 3750 krónur að fá aðgang að Hótel Sögutil að fagna nýju ári á nýársdags- kvöld. Ekki eru menn þó að sitja nýársfagnaðurinn af sér þó að ögn sé skemmtunin dýr- ari en i annan tima ársins þvi jafnan er uppselt löngu fyrir- fram og fastagestir eru margir. Hafa þeir forgangs- rétt að borðum sinum svo eftirsóknarvert hlýtur að vera að komast til þessa fagnaðar. Fyrir þessar krónur fá menn auk aðgangs að húsinu fjögurra rétta kvöldverð. Ótilhlýðilegt þykir að renna þessum mat niður með vini á hversdagsverði svo álagn- ingarprósentan er hækkuð um 5% i tilefni dagsins. Heldur er ódýrara að fara á Hótel Borg, þar sem Hjálpar- sjóður skáta heldur sinn nýársfagnað. Varla tekur þvi þó að minnast á mismuninn, hann er ekki nema 250 krónur. Veitingahúsið Glæsibær og Ctsýn halda sameiginlegan nýársfagnað i Glæsibæ, og er allt með svipuðu sniði og á hinum tveimur stöðunum. Þar kostar miðinn 3800 krónur, og er allt uppselt að undantekn- um örfáurn ósóttum pöntunum sem seldar verða i dag. Skem mtiatriði verða að venju i Glæsibæ. Að þessu sinni skemmtir Joni Adams, bresk söngkona, ásamt hljóm- sveit Hermans Vedgewijs. — VS Öskrandi stór- hríð á Húsavík Öskrandi stórhrið skall á hér á Húsavík i nótt, og slitnuöu tveir bátar frá bryggju i óveðr- inu. Ekki var að sjá að þeir væru mikið skemmdir i morg- un, en veðrið var þó þannig, að cnn var erfitt að kanna það ná- kvæmlega. t morgun var svo komið að ill- fært var um Húsavik og alls ekki fært fyrir fólksbila. Snemma i morgun fór t.d. lög- reglumaður, sem reyndar er eigandi annars bátsins, á lög- reglubilnum. Hann komst um 100 metra, en þá drap billinn á sér i snjókófinu. Bátur lögreglumannsins er 7 tonn, en hinn sem slitnaði frá er 2 1/2 tonn. Ekki var vitað um önnur óhöpp i morgun, en menn unnu við Brúarfoss i alla nótt þrátt fyrir veðrið. Búist er við að eitthvaö dragi úr veðri i dag á Húsavik. —EA Skotfœri ó Suðurlandi en blindbylur fyrir norðan og vestan ........ Agætis færð var um Suður- land i morgun, en hinsvegar blindbylur fyrir noröan. — Það er öllum bílum fært um Suðurlandsundirlendi allt frá Höfn i Hornafirði og til Reykjavikur og reyndar Borg- arfjarðar, sagði Hjörieifur Olafsson vegaeftirlitsmaður við Visi i morgun. — Hinsvegar er blindbylur frá Borgarfjarðardölum og um allt Vestur og Norðurland. Þaö var ætlunin að aðstoða bila á þessum slóðum i dag, en ég veit ekki hvað verður. Við ætlum að biða fram að hádegi ogsjá hvernig ástandið verður þá. Ef þaðekki batnar er við- búið að það verði hætt við að ryðja vegi fram til annars janúar. Ég vil ráðleggja fólki að fylgjast með fréttum i út- varpi um ástand vega. Við munum koma upplýsingum á framfæri þar. —ÓT. 4 MENN GRUNAÐIR UM MORÐ: Hofa ekki jótoð verknaðinn Einn hinna grunuðu skólabróðir þess horfna „Þaö er ekki hægt að segja að þeir hafi ekk- ert viðurkennt, en þetta gengur hægt og rólega, játning á verkinu ligg- ur ekki fyrir”, sagði örn Höskuldsson aðal- fulltrúi hjá Sakadómi Ileykjavikur i morgun. Sem kunnugt er hafa fjórir ungir menn verið úrskurðaðir i gæslu- varðhald grunaðir um að hafa valdið hvarfi Guðmundar Einars- sonar sem siöast sást 27. janúar 1974. Ekki er vitað til þess að þessir ljórir umræddu menn hafi verið kunningjar Guðmundar eða þekkt hann nokkuð, að þvi undanskildu að einn af þeim sem eru i gæsluvarðhaldinu var með honum i skóla. örn sagði að ekkert væri hægt að segja um málið að svo stöddu annað en að rannsókn málsins heldur að sjálfsögðu áfram, og má segja að yfirheyrslur fari fram á hverjum degi. Tveir mannanna voru úr- skurðaður i allt að 90 daga gæsluvarðhald. Einn var úr- skurðaður i 45 daga gæsluvarð- hald, og loks var einn úrskurð- aður i 30 daga gæsluvarðhald þann 12. desember sl. sem þátt- takandi i svikunum út úr Pósti og sima. Búast má við að sá úr- skurður verði endurskoðaður. Tveir mannanna eru vanaaf- brotamenn, en einn hefur ekki komið mikið við sögu lögregl- unnar áður. Allir eru mennirnir Reykvikingar. örn sagði að ekkert væri hægt að gefa upp um ástæður fyrir hvarfi Guðmundar, en hann hvarf aðfaranótt sunnudagsins 27. janúar 1974. Var hann þá á gangi i Hafnarfirði ásamt öðr- um pilti. —EA Hann lenti inni í húsagarði eftir á- reksturinn. Bílarnir voru illa farnir, en sem betur fer urðu litil meiðsli á fólki. Ljósm.: Lenti í húsagarði eftir órekstur! Tveir bilar lentu harka- lega saman í Kópavoginum í gærkvöldi á stað sem kalla má hálfgerðan „vandræðastað”. Segja má að árekstur sé þar svo til daglega. Annar billinn kom eftir Borgar- holtsbrautinni, en hinn Urðar- brautinni. Hálka var, en liklega hefur henni þó ekki einni verið um að kenna að illa fór. Það var ekki að sökum að spyrja að bilarnir lentu saman, og hafnaði annar þeirra i húsa- garði rétt hjá. Bilarnir skemmd- ust mikið. Sem betur fer urðu litil meiðsli á ökumönnum, sem voru einir i bilum sinum. Annar var þó fluttur á slysadeild. —EA DREGIÐ í JÓLAGETRAUN VÍSIS: 16 úra stúlka sú heppna Kvennaárið minnti rækilega ó að það var ekki cnn liðið þegar dregið var i jólagetraun Visis i gær. Sextán ára stúlka, Asa Halldórsdóttir, til hcimilis aö Mávablíð 41 i Reykjavík, var sú hcppna. Hún tók á móti verðlaunun- um, glæsilegu Nordmende- hljómtæki i Radióbúðinni á Klapparstig i gær. Ása sagðist eiga plötuspilara fyrir, eif hún sagðist ætla aö nota Nordmende tækið fram- vegis. Enda er það öndvegis- gripur, með útvarpi og segul- bandi auk plötuspilarans. Aðspurð sagðist Ása vera hrifinaf allri tónlist, þótt popp- tónlist væri að sjálfsögðu i fyrsta sæti. Þátttaka i jólagetraun Visis var mjög góð að þessu sinni. Nokkur þúsund úrlausnir bár- ust, og fylltu þær átta stóra pappakassa. Okkur hefði ekki enst árið til að telja þær. —ÓH fyrstur með fréttirnar fyrstur m< fréttirnc Anna Marfa Bjarnadóttir (t.h.) frá auglýsingastofu Vlsis af- hendir hcr Ásu llalldórsdóttur Nordmende hljómtækið scm bún hreppti i verðlaun i jólagetraun Visis. Ljósm.: JIM. Edda Andrésdóttir blaðamaður tók að sér að draga I jótagct- rauninni. Hún settist inn i miöjan úrlausnabunkann og tók eitt umslagið af handahófi. Ljósin.: BG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.