Vísir - 30.12.1975, Blaðsíða 9

Vísir - 30.12.1975, Blaðsíða 9
VISIR Þriðjudagur 30. desember 1975. 9 Ofbeldisaðgerðir Æ fleiri hópar gripu til of- beldisaðgerða til að vekja at- hygli á málstað sinum á árinu 1975. Rikisstjórnirnar voru ger- samlega ófærar um að bregðast gegn vandanum, og jafnvel á sérstakri ráðstefnu sem haldin var í Genf á vegum SÞ, gátu menn ekki einu sinni komið sér saman um hvernig skilgreina ætti orðið hermdarverkamaður. Eftir að flugvélarrán höfðu borið góðan árangur árið 1974 sneru hermdarverkamennirnir sér næst að sprengjuárásum og gfslatökum. Sprengjur sprungu i Pakistan, Tyrklandi og Bandarikjunum, vegfarendur biðu bana i Bret- landi og Israel. Sprengjum var varpað að krónprinsi j apana og stjórnmálamenn i Ástraliu slösuðust af völdum þeirra. Jafnvel i Cannes urðu sprengjur til að skera úr um listfræðilegt deiluefni og i deilu vegna ein- hverra bókmenntaverðlauna höfðu þær sitt að segja. Diplómatar voru skotnir niður I Evrópu, Suður-Ameriku, Afriku og Austurlöndum nær og fjær. En skæruliðarnir náðu þó að vekja mestumtal með gislatök- um sinum og umsátri, sem urðu mörgum saklausum að bana. I það minnsta sex sendiráð urðu fyrir innrásum, og skæru- liðarnir komust brátt að raun um, að þeir gátu fengið ýmsu framgengt af þvi að rikisstjóm- ir viðkomandi rikja voru ábyrg- ar fyrir lifi og limum gislanna. Núna seinast réðust skærulið- ar inn á fund Sambands oliu- framleiðslurikja i Vinarborg, drápu þar þrjá menn og tóku helstu oliumálaráðherra heim§ i gislingu. Siðan flugu árásarmennirnir á braut með gisla sina. 1 desember einum stóðu þrjú umsátur yfir i Evrópu einni. 1 London höfðu IRA-skæruliðar búiðum sig með gisla sina i húsi einu, en i Hollandi höfðu frelsis- liðarættaðir frá Múlúkkaeyjum tekið gisla i sendiráði Indónesiu og I lest nokkurri. Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna lauk með beiskju og vonbrigðum, eftir að ýmsar ákvarðanir höfðu verið teknar gegn þriðja heiminum. Aðeins á einni ráðstefnu SÞ náðist nokkur árangur, og var hún haldin i Mexikóborg i tilefni alþjóðlega kvennaársins. Kvennaórið Á þessu ári voru ýmis lög samþykkt er tryggt gaötu jafn- rétti kynjanna, franskar vændiskonur og islenskar hús- mæður fóru i verkfall. Frú Margaret Thatcher varð for- maður elsta stjórnmálaflokks Bretlands — og Brigitte Bardot varð fertug. Enda létu konur að sér kveða meðal hermdarverkamanna. Kvenkyns skæruliðar voru áberandi á Irlandi, i Vest- ur-Þýskalandi og latnesku Ameriku, og i Bandarikjunum reyndu tvær konur að myrða Ford forseta. Róðstefnur og „þíðan" Erlendis héldu bandarikja- menn áfram stefnu sinni um slökun spennu gagnvart Sovét- rikjunum. A Helsinkiráðstefnunni voru markaðar útlinur nýrrar stefnu i samskiptum austurs og vesturs. I lokayfirlýsingunni var heitið ferðafrelsi og gagn- kvæmum skiptum á upplýsing- um. En það leið ekki á löngu þar til stórveldin voru farin að saka hvort annað um vanefndir. Sovétmenn voru ásakaðir fyr- ir að hafa ekki leyft kjarneðlis- fræðingnum Andrei Sakharov að veita viðtöku friðarverðlaun- um Nóbels og skýrsla frá Am- nesty International telur 10.000 pólitiska fanga vera innilokaða i Sovétrikjunum. A móti sökuðu Sovétmenn Vesturlönd um andsovéska áróðursstarfsemi og lýstu yfir vanþóknun sinni á vináttusamn- ingum Kina og Bandarikjanna. Afvopnunarviðræðurnar i Vin lágu enn niðri um leið og yfir- menn varnarmála á Vestur- löndum bentu á stöðuga upp- byggingu herja Varsjárbanda- lagsins. Þrátt fyrir ráðstefnur og fundi, sem miðuðu að bættum skilningi rikja á meðal, var hætta á að gömul sár ýfðust upp að nýju, þegar stórveldin hófu ihlutun i striðinu i Angóla. En það var til merkis um skynsemi bandarikjamanna, að öldungadeild bandariska þings- ins neitaði að senda aðstoð. En eitt varð til að vekja nýjar vonir, og gerðist það tæpum 300 kilómetrum yfir Amsterdam i júlimánuði. Sjónvarpsáhorfendur um all- an heim fylgdust með þvi, er Thomas Stafford og Alexei Leo- nov óskuðu hvor öðrum til hamingju eftir að geimför þeirra höfðu verið tengd saman i fyrstu sameiginlegu geimtil- raun stórveldanna. Náttúruhamfarir og uppskerubrestur Á árinu varð einn versti upp- skerubrestur i sögu Sovétrikj- anna, og var þvi gerður mikils- háttar kaupsamningur við Bandarikin. Náttúruhamfarir tóku sinn skerf á árinu. Hundruðir fórust i flóðum á Indlandi. Hvirfilbylur eyðilagði 20.000 hús i Japan og i austanverðu Tyrklandi fórust að minnsta kosti 2.500 manns i miklum jarðskjálftum sem þar urðu. Hrottalegur íþróttaviðburður Mesti iþróttaviðburður ársins var heldur hrottafenginn. Mu- hammed Ali var 14 lotur að berja heimsmeistaratignina út úr erkióvini sinum Joe Frazier. Leikurinn var nefndur „spenn- an mikla i Manila” og um f jórar oghálf milljón dollara græddust á honum. Og það sannaðist, sem Ali hafði alltaf sagt: ,,Ég er mestur.” Lestur í laga- deild Nýjabió The Paper Chase. Bandarisk, 1973. 1 auglýsingum og prógrammi er þessari mynd likt við Amer- ican Graffiti, The Last Picture Show og aðrar álika, en þó að myndin sé góð, held ég að það sé oflof að jafna henni við fyrr- nefndar myndir. Myndin fjallar í aðalatriðum um stúdent sem hefur nám við H a r v a r d - h á s k ó 1 a n n i Bandarikjunum, baráttu hans og lærdóm. Hann kynnist brátt öðrum nemendum og tekur þátt i námshópi einum. Það er reynt að lýsa lifi nemendanna sem eru i námshópnum, sumir eru heppnir, aðrir óheppnir, einn hefur „myndavélaminni”, ann- ar segir að allir séu melludólg- ar. En aðalsöguhetjan, Hart (leikinn af Timothy Bottoms) vinnur eins og þræll við námið og verður brátt uppáhald Kings- fields prófessors (John House- man) sem er hið mesta hörkutól og gefur nemendum sinum engan grið við námið. Hann heldur ekki fyrirlestra, heldur tekur þá upp og ef þeir gata læt- ur hann dynja á þeim glósurnar. Hart verður ástfanginn af stúlku sem reynist vera dóttir Kingsfields prófessors, og hann kemst að þvi að laganám og stúlkur eiga ekki vel saman. Undir vorið hefur heldur fækkað i námshópnum, aðeins þrir eru eftir af sex, einn hefur reynt að fremja sjálfsmorð, annar vill ekki leyfa félögum sinum að njóta ávaxta af erfiði vetrarins og sá þriðji fer i fýlu og hættir. Hart og félagi hans, Ford (leikinn af Graham Beckel) taka sér hótelherbergi á leigu rétt fyrir prófin i þeim tilgangi að fá frið til lestrar. Þar gengur á ýmsu. En þegar prófunum er loks lokið tekur Hart umslagið sem geymir einkunn hans og hendir þvi á haf út án þess að athuga námsárangur sinn. Þessi mynd hefur þann stóra galla að hún sýnir ekki háskóla- lifið eins og það er. Það vantar t.d. alla pólitik i stúdentana og bágt á ég að trúa að prófess- orar komist upp með slika hegð- un sem Kingsfield. Að öðru leyti er myndin hin ágætasta skemmtun, einna skemmtilegust þegar prófessorinn fær að njóta sin. Það er ekki oft sem Nýja bió sýnir reglulega skemmtilegar myndir og þess vegna leiðinlegt að eintak þessarar myndar skuli vera svo lélegt sem raun ber vitni um. Það er mikið á sig lagt tl að ná prófum um vorið og hér eru þeir félagar Hart og Ford bókstaflega á kafi við lcstur bóka á hótelherbergi. Trinity- trúboðarnir Austurbæjarbió. Trúboðarnir (Two Missionaires). ttölsk, 1974. Aðalhetjur þessarar myndar eru þekktari sem Trinity-feðg- arnir fremur en trúboðar. I þessum gervum tekst þeim ekki siður upp en sem trinitýum. Þeir sjá um rekstur trúboðsstöðv- ar i S-Ameriku og i stað þess að troða inn á svertingjana kristinni menningu ieyfa þeir þeim að halda siðum sinum en sjá hins vegar um að kenna þeim lestur og skrift og hjúkra þeim. Auk þess ferðast þeir með af- urðir svertingjanna og kaupa vörur sem þá vanhagar um. Við það nota þeir ekki þær að- ferðir sem aðrir kristnir menn ætlast til og lenda þess vegna i útistöðum við þá, sérstaklega landstjórann, Gozaga. Hánn er hinn mesti fantur sem skýlir sér á bak við kristindóminn. Trúboðarnir ienda i útistöðum við hann og eru teknir til fanga og haldið hjá hopum dagstund en þegar þeir stinga af, leysa þeir úr haldi þrjá menn sem höfðu verið dæmdir til dauða. Eins og geta má nærri gengur mikið á þar sem Bud Spencer og Terence Hill eru nærri og svo er um þessa mynd. Samt er svo vel á málum haldið að maður finnur ekki til þess leiða sern sækir stundum á þegar ofbeldi keyrir úr hófi fram. Auk þess er blandað inn i þessa mynd nokkrum kritiskum atriðum varðandi kristnifræðslu fyrr á öldum i S- Ameriku, þegar hviti maðurinn kom og drottnaði i nafni drottins en hneppti fávisan svertingja- almúgann i þrældóm. stjörnu- kíkirinn y ____________J V_______________________J Háskólabió: „Lady Sings The Blues” + + + Hafnarbió: „Guilæðið H—|—|—[- Austurb æjarbió: „Trúboðarnir" + Nýja bió: „The Paper Chase” + + Laugarásbió: „Ókindin” + + + + St jörn ubió: „Stone Killer” + +

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.