Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1925, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1925, Blaðsíða 1
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS. Sunnudaginn 18. október 1925. Til selja í Harðangri. Eftir: Guðmund Gíslason Hagalín. Það eru fá orð í íslensku máli, sem hafa svo mikinn æfintýrabla: sem orðið s e 1. Því fylgir hress- andi dalagola, og því fylgir óður nm sterkt og heilbrigt líf, kyr- láta og draumríka daga, við m<íö- urbrjóst jarðar. Seljalífið er ekki lengur þáttur í íslensku þjóðlífi. Hjá oss heyrir það nú eingöngn æfintýrunum til. Jeg hygg og, að æfintýri eins og „Selmatseljan," eigi ekki lítinn þátt í þeim æfintýraljóma, sem sveipast hefir um seljalífið hjá oss. Jeg man það, að jeg sat sem barn við knje gamallrar konu, sem verið hafði selmatselja. Og mig tók það sárt, að hætt skyldi vera að hafa í seli — í bókstaf- legri mertkingu. Sveitalífið ís- lenska verður nú meira og meira rúið „rómantik". Bráðum heyra í'ráfærur og kvöldsetur á gamla vísu, sögunni til. Við, sem vorum börn fyrir 14—16 árum, getum tekið börnin á knje okkar og sagt þeim sögur frá sveitalífinu í bfcrnsku okkar, sem bera svipað- an blæ æfintýra og seljasögurnar, sem gamla fólkið sagði. í Noregi er ennþá haft í seli. Hvorki hátt kjötverð, breyttar markaðskröfur, smjörbú nje vinnn lijúaleysi hefir megnað að kcll- varpa þeim gamla sið. Og se'.jn- lífið er ennþá frumrænt og lokk- andi. Raunar munu verslunarlærð- V selmatseljur hafa verið vand- fundnar fyr á dögum, og selmat- scljur með stúdentsprófi hafaekki verið á hverju strái til þessa. Nú sje jeg, að blöðin skýra frá slík- um fyrirbrigðum. Mjer þótti leitt að fara svo úr Harðangri, að koma ekki til selja. En förin drógst. Það var ekki lokkandi að hreyfa sig mikið í 30—35 stiga hita í skugganum, eins og var hjer á Voss og í Harð- angri í júlí og ágúst í sumar. Kn loks lagði jeg þó af stnð, og í för með mjer voru Ols.^n, ungur kaupmaður frá Björgvin. og Brigt, yngsti sonur bóndans á Kaland. Við lögðum á 1100 metra brekku klukkan hálf sex að kvöldi, svo ljettklæddir, sem lög leyfa. Kaup- niafiur hafði malpoka á baki, og Ítg hjelt á kaffikatli. Við hjehl- iim eftir iii.jóiiin stíg, upp snar- bratta hlíð. Skógurinn var svo þjettur, að hann byrgði alla út- sýn. Við fórum hægt, bljesum og slundum og þurkuðuin af ok íur svitann. p]ftir 20 mínútna gai^g komum við á gilbarm. Ijækur foss aði eftir gilinu. Sólgullinn hentist liann milli grárra steina og græn- lauigra, hvítstofna bjarka. Hjeð- an sást út yfir fjörðinn, snarbratt- ar hlíðar og dimmblátt djúp. Bæ- ir fjær og nær, hvít hús og rauð, ng reykir stigu beint í loft upp í kvöldkyrðinni. Við hjeldum áfram. Nú 14 leið- in yfir gilið og síðan inn og upp gilbarminn. Allsstaðar var jafn snarbratt, og jeg tók að skygnast uppfyrir mig. Skógur, skógur, h.jörk og askur, sem stóðu bein og laufrík í brekkunni. Við nám- um staðar og skárum okkur stafi. Siðan gengum við hraðara og kom

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.