Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1926, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1926, Page 6
« LBSBÖK MORGUNBLAftöJHS 20. júní ’26. Dásamleg björgun úr sjávarháska. Hvernig Ólafsvíkurkirkja fjekk altaristöfluna. Skýringarorð. Sjólirakniugssögu þá, sem. hjer fer á eftir, hefur Alexander Val- entkxusson fært í letur, eftirminni beiðni. J>ótti mjer þessi ferðasaga svo einstök, og ekki síst björguu- in, að jeg vildi að hún kæmist á prent. En að því leyti, sem hún snertir altaristöfluna í Ólafsvík- urkirkju, þá vil jeg láta fylgja lienni örfá skýringarorð. Þegar kirkjan var flutt frá Fróðá til Ólafsvíkui', varð úr því nokkur óánægja, jafnvel svo milv- il, að tveir helstu bændur sveitar innar tóku sig upp og fluttu til Vesturheims. En í Ólafsvíkurkaup túni voru þá um 200 íbúar. Áttu þeir afarerfitt með að sækja kirltju að Fróðá, þar sem yfir 2 ár van að fara, og kauptúnið að heita mátti hestlaust. Fróðárkirkja var þá að vísu eklci alls fyrir löngu reist, en var flóðlek og rammsnöruð, svo að ekki vaf áhættulaust að safna fólki þar saman til guðsþjónustu. Er minnisstætt hvernig hrykti og brakaði í hverju trje, síðasta páskadag, sem kirkjan stóð þar. Óttaðist söfnuðurinn, að kirkjan mundi fjúka eða falla ofan á sig. Ut úr þessum kirkjuvandræð- um ferðaðist jeg á niinn kostnað inn að Skarði á Skarðsströnd, til þess að semja við eiganda kirkj- unnar, frú í. Magnússon, um hæfi legt álag á Ikirkjunni, ef söfnuð- urinn fengist til að taka haua að sjer til eignar og umráða. En ófá- anlegt var meira en 800 kr. álag. Kirkjan var svo seld fyrir 300 kr. Þessar 1100 kr. lirukku eðji- lega of skamt til nýrrar kirkju- byggingar. Fór jeg því í umboði' safnaðarins til Keykjavíkur, og tókst að útvega lijá Landsbankan- um, sem þá var stofnaður fyrir fáum árum, 3000 ltr. lán til kirkju byggingar í Ólafsvílí. Mikið var fengið; en ekki alt. Þó ýmsir góðir meuu, m. a. Einar Markússon mág'ur miun, sem þá var verslunarstjóri í ólafsvík, styddi þetta kirkjumál manna mest, og margir Ólafsvíkingar, sem flestir voru þá sárfátadkir, gæfu kirkjunni af sínum litlu efn um, voru engin ráð til að skreyta liana að nokkrum mun. En tilfinu anlcgast var vöntun á altaristöflu. Sú, sem Fróðárkirkja átti, var orðin úr sjer gengin og óbrúkleg. En þá komu sjóhrakningar þeir, sem hjer verður frá sagt á eftir. Vegna þeirra þrauta og þrenginga, sem þar voru liðnar, fjekk kirkjan altarisöflu. Var það heimi mikill fengur, þegar Alexander smiður, Valentínusson, færði henni töfluna, málaða af Þórarni sál. Þorlákssyni, eftir alt- aristöflunni í dómkirkjunni í Keykjavík, í prýðilegum ramma, sem Alexander hafði sjálfur smíð- að, enda er hann þjóðhagasmiður. En hjer fer nú á eftir sjóhrakn- ingasagan. Helgi Árnason, prestur. Lagt á stað. Það var veturinn 1906, að jeg, ásanit þreinur smiðum öðrum, var í Stykkishólmi, að gjöra við fiski- skip, sem Einar Markússon versl- unarstjóri í Ólafsvík átti. En þau lágu í vetrarlagi í Stykkishólmi. Laugardagsmorguninn hálfum inánuði fyrir páska, var fyrsta skipið ferðbúið að sigla til Ólafsvíkur. Átti það að taka þar skipsfliöfn og ýmsan útbúnað og leggja svo á handfæraveiðar. Við smiðirnir höfðum ákveðið að fara snöggva ferð lieim með þessu skipi, og síðan til Stykkishólms á „Skálholti“ aftur, sem þá var væntanlegt eftir fáa daga frá Keykjavík. Tilhlökilcunin var mikil að ta að koma heim eftir 9 laugar og kaldar vetrarvikur. Árla morguns var siglt á stað í útsunnan jeljaveðri. Skipstjór- inn lijet Haunes Andrjesson frá Stykkishólmi; húsetaj- voru Jón Jónsson, einnig frá Stykkishólmi, og Ouðm. Björnsson og Fríðgoív Friðgeirsson, báðir frá Ólafsmk. Enufrem.ur voruni við smiðirnir 4, Magnús Guðbrandsson, Magnús Henediktsson, Guðgeir Ógmunds- son og jeg, og loks stúlka ein, ný fcrmd, alls 9 manns. Stórviðri skellur á. Skipstjórinn fullyrti, að við kæmuin til Ólafsvíkur um kvöld- ið, ef vindstaða ekki breyttist. En þegar við \orum komin hálfa leið, breyttist vindstaða, hvesti á vestan með miklum sjógangi. Var þá \úndur beint á móti. Sækist ferðin því seint. En um kvöldið er komið stórviðri. Eruni við þá miðbugtar suður af Skor. Veðriö fer heldur versnandi, og um nótt ina brotnar stórsiglan, og fórhún, ásamt öllum seglunt, fyrir borð og slitnaði loks frá skipinu, og fór sinn veg hvort. Nú varð olckur ljóst, að úti var sú von, að ná heim fyrst um sinn, því skipið ralc fyrir sjó og vindi, og Jjet ekki að stjórn með afturseglinu einu. Tókum við það ráð, að setja upp ár fyrir fram siglu og festa þar við folcku. — á'arð þetta til þess, að við gátum bjargast frá því, að reka á land undir Skorinni. Stefnum við nú inn Breiðafjörð. Þetta var á sunnu dag, Hrakningar. Xú erum við þann dag, mánu- dag, þriðjudag og miðvikudag, að fiælkjast fram og aftur um fjörðinn. Loks komumst við inn fyrir Stagley, slcamt fyrir austan EJliðaev. Þar gátum við lagst, að norðanverðu við eyjuna, og erum þar í skjóJi. Var lagst við 2 alck- eri, og var um 60 faðma keðja við hvort, og sýndist nú vel um búið á nær kollóttu skipi. Engin bygð er á þessari eyju, og enginn sá til ferða okkar. Var því álcveðið að Jiggja þarna, uns fiert sýndist að komast til manua. íæið svo fimtudaguriun og föstu- dagurinn. En aðfaranótt laugardags vakna .jeg við vondan drauni. Berstskip ið illa af og hryktir í liverju trje. Jeg bregð mjer upp, og sje, að komið . er vestan heiftarveður með ógUTÍegum sjógangi, og sténdur með éyjunni, sVo nú er

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.