Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1927, Page 1

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1927, Page 1
Erinöi um 5tranöarkirkju flutt í útvarpið 14. sept. 1927, af sjera Ólafi Ólafssyni. Allir íslendingar þekkja Strand- arkirkju; hún er efalaust alkunn- asta kirkjan á öllu íslandi; því valda áheitin. Nii á síðari tímum hefir allmikið verið rætt og ritað um kirkju þessa, um trúna á liana og áheitin, sem henni árlega hlotn- ast. Mig langar til að mega „leggja orð í þann belg,“ vona líka, að mjer sje það frjálst, sem öðrum, þótt jeg sje að einhverju leyti einhverjum öðrum ósamdóma, sem um þetta efni liafa ritað á síðari tímum. Mjer hefir virst, sem stöku mað- ur hafi nú á síðari misserum sjeð ofsjónum yfir auðlegð þeirri, sem Strandarkirkju safnast árlega í áheitum. Menn amast ekki við á- heitunum í sjálfu sjer; en menn Vilja beina j)eim í ýmsar aðrar áttir. Reynslan á nú eftir að sýna, hve mikið mönnum verður ágengt i því efni. Rest gæti jeg trúað, að Strandarkirkja verði enn sem fyr dálítið „þung í vöfunum," ekki síður en þegar hefir átt að taka hana upp og flytja hana af eyði- sandinum á Strönd, þar sem hún er búin að standa í margar aldir. Mjer þykir vaent um Strandar- kirkju, hún var fyrsta kirkjan mín í prestskapnum, fyrst af 10, sem jeg hefi þjónað um æfina. Jeg les með einstakri ánægju allar áheita- gjafirnar til liennar, sem birtar eru í blöðunum, og jeg óska ein- lægt, að þær verði sem flestar og mestar, og mjer er gleðiefni, að sjá, að ekki eru allar hinar formt dísir dauðar að því er Strandar- kirkju suertir. Hvað er nú um þessa álieitatrú að segja? Er hún ný éða er hún gömul ? Er hún sjerkennileg fyrir fáfróðan almúga hjer á ísiandi eða er hún líka til hjá öðrum þjóð- UUl ? Þess.i áheitatrú er að minsta kosti eins gömul og sögur ná aft- ur í tímana, og líklega eldri þó; líklega komin austan úr Austur- álfu, þar sem menn ætla, að stað- ið liafi vagga þess þjóðflokks, sem við erum af koinnir, og þar sem flestar trúarbragðahugmyndir vor ar eiga sinn uppruna. Bæði Suð- urlanda- og Norðurlandaþjóðir höfðu sína áheitatrú; Islending-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.