Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1928, Blaðsíða 2
26
LESÉÓK MORGUNBLAÐSINS
eyjum og viðliald tuugunnar, jafn
framt því, sem hann beiti sjer
fyrir því að þjóðin sje vel að sjer
í danskri tungu.
Árið 1924 endurskoðuðu sjálf-
stæðismenn stefnusktá sína. Þá er
það tekið frarn, að þar sem Fær-
eyingar sje sjerstök þjóð og hafi
þess vegna rjett til að ráða yfir
Færeyjum, þá skuli barist fyrir
sjálfstjórn. Engin lög megi gilda
þar í landi, nema lögþingið hafi
samþykt þau. Frjálst skuli á öllurn
sviðum að nota færeyska tungu.
Öll kensla í skólum skuli fara
fram á fæteysku. Auknar skulu
tekjur lögþings á hagkvæman
hátt.
Frá ríkisrjettarlegu sjónarmiði
eru Færeyjar nú amt í Danmörku,
en liafa þó sjerstöðu. Færeyingar
hafa sitt eigið þing, og eru allir
þingmenn nú þjóðkjörnir. Þingið
velur sjer sjálft forseta. Þingið
hefir ráðgjafarjett um öll lög, er
snerta Færeyjar, og samkvæmt lög-
um þess frá 1923, er stjórnin
skyldug að leggja fyrir lögþingið
til timsagnar, svo fremi að það sje
unt, Öll þau lög, sem eingöngu
snerta Færeyjar.
LÖgþingið kýs mann á þjóðþing
Dana. 1 <
Færeyinga'r greiða enga beina
skatta í ríkissjóð og þeir hafa sjer-
stök toll-lög. Þar er tillögulega
lágur tollur á áfengi, tóbaki og
sumum sykurtegundum, en enginn
tollur á nauðsynjavörum nje öðr-
um munaðarvöruin en þeim, sem
þegar hafa verið nefndar. Af toll-
tekjunum renna 30 þúsund krónur
í ríkissjóð, en afganginn fær lög-
þingið til urnráða. Ýmisleg önnur
opinber gjöld eru lág, og renna
yfirleitt í ríkissjóð, en þó fær lög-
þingið nokkuð af erfðaskatti og
Öll gjöld af livalaveiðunum. —
Stimpilgjald er ekkert, og Fær-
eyingar eru ekki skyldir til her-
þjónustu.
En þótt Færeyingar sjeu lausir
við ýmsar byrðar, sem á dÖnskum
tíkisborgurum hvíla, svo sem rík-
isskatt og herþjónustu, eru þeir
á liinn bógiilii algerlega útilokað-
ir að njóta flestra þeirra gæða,
sem ríkissjóður veitir dönskum
ríkisborgurum. Við höfum engin
not af járnbrautunum. Það er)
fyrst nú fyrir skemstu, að byi’jað
*er á vegagerð og hafnarmann-
• 'virkjum.
j Sambandsmenn vilja lialda í
Isambandið við Dani, eins og það
W nú. Með öðrum orðum: lög-
þingið á ekki að hafa neitt lög-
gjafarvald, heldur vera eins og
það er nú. Sambandsmenn vilja
ekki upphefja lögþingið, nje
veikja ráðgjafarvald þess. Ekki
vill flokkurinn heldur að lagðir
sje nýir ríkisskattar á Færey-
inga, beinlínis nje óbeinlínis, og
ekki vilja þeir heldur herþjón-
ustuskyldu. Þvert á móti vill
flokkurinn bæta aðstöðu lögþings-
ins bæði fjárhagslega og á annan
liátt.
Sjálfstæðismenn vilja að eyjarn-
ar hafi sjálfstjórn, en það er ekk-
ert talað um það í stefnuskránni
hve langt skal gengið á því sviði,
að öðru leyti en því, að engin lög
öðlist gildi í Færeyjum, nema þau
sje samþykt af lögþinginu. Sjálf-
stæðismenn eru ekki á einu máli
um það, hve langt skal farið í
sjálfstæðiskröfunum, en meirihluti
þeirra aðhyllist það fyrirkomulag
sem Niels Winther stakk upp á
1851 (að lögþingið skuli skipað
þjóðkjörnum þingmönnum ein-
göngu, það skuli setja lög fyrir
Færeyjar og ákveða hvort dönsk
lög skuli að einhverju leyti eða
öllu gilda á Fæfeyjum).
Fjárhagslega hafa Færeyingar
sjerstöðu í ríkinu. Sambandsmenn
og sjálfstæðismenn virðast ein-
huga um það, að eigi skuli lagðir
á nýir skattar lxanda ríkissjóði, og
báðir flokkar virðast á sama máli
um, að nauðsyn beri til að afla
lögþinginu meiri tekna og færa út
verksvið þess.
Árið 1918 vildu sjálfstæðismenn
leggja á menn tekjuskatt, sem
fynni til lögþingsins. Lögþingið
samþykti frv. um það efni, en
stjórnin hefir ekki látið það kom-
ast til framkvæmda. En árangur-
inn varð þá sá, að sambandsmenn
fjellust á, að auka amtsjóðsgjöld-
in, en þau gjöld renna að mestu
leyti til lögþingsins.
Sambandsmenn hafa einnig fall-
ist á það, að setja ný toll-lög fyrir
Færeyjar, Og foringi þeirra,
Samuelsen þjóðþingmaður, er
mjög áfram uia það, að fá sam-
þykt lög um færeyskt happdrætti.
Á lögþingið að fá ágóðann af því.
Það má svo kalla, að ekki sje
ágreiningur milli flokkanna í þess-
um efnum.
Ríkissjóður Dana leggur fram
allmikið fje til að launa embættis-
menn á Færeyjum og til ýmissa
almenningsþarfa þar. En mun liann
fást til að halda því áfram, ef
Færeyingar leggja ekki meira af
mörkum við hann en þeir hafa
gert, en auka jafnframt tekjur
lögþingsins? Eða munu Danir
segja: Látum lögþingið afla sjer
meiri tekna, en taka þá um leið
á sig ýms útgjöld sem nú hvíla á
ríkinu að nokkru leyti eða öllut
Mjer er það ekki ljóst enn, hver
niðurstaðan verður.
Sem sagt, það eru skiftar skoð-
anir um það meðal Færeyinga hve
háar kröfur skal gera. Sumir vilja
skilnað. En jeg liygg ,að niður-
staðan verði sú, að komið verði á
líku skipulagi og því, sem vinstri-
mannastjórnin bauð ■ Patursson
1906. Að lögþingið fái allar eða
mestallar opinberar tekjur, en taki
svo að sjer þau opinber útgjöld,
sem nú hvíla á ríkissjóði.
Þegar jeg gekk í skóla fyrir 25
árum, heyrðist f>ar ekki færeyskt
orð. Nú er færeyska skyldunáms-
grein, en kensla fer fram á dönsku
að því undanskildu, að smábörn-
um má kenna á færeysku. Þetta
fyrirkomulag fengu sambands*
menn fram 1912. En sjálístæðis-
menn halda fram kröfu um það,
að öll kensla í skólum skuli fara
fram á færeysku. Jeg veit, að
margir sambandsmenn eru þessu
fvlgjandi, en floltkur þeirra í lög-
þingiiiu hefir verið því mótfallinn.
Þó er það áreiðanlegt, að þess
verður ekki langt að bíða, að lög-
þingið samþykki með yfirgnæf-
andi meirihluta, að færeyska skuíi
vera kenslutungan í færeyskum
skólum. Og jeg get ekki ímyndað
mjer að nein dönsk stjórn muni
skorast undan að staðfesta þau
lög.
Það er skamt síðan, að guðs-
þjónustur máttu ekki fara fram
v. Öðru máli en dönsku. Nú má
helmingur af guðsþjónustum fara
fram á færeysku, ef prestar og
söfnuðir koma sjer saman um það.
En mönnum nægir þetta ekki og