Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1928, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1928, Blaðsíða 8
32 LESBÓK MOEOUNBLAÐ3INS gera sig seka í glæpsamlegu fram- ferði gegn góðum siðum. Lað veldur mjer sárrar gremju að lesa um það í blöðunum, er hjén eru að saka hvort annað um ófrygð og draga enga dul á bað. Og það getur gert mig ofsa reiðan þegar jeg sje, að fólk, sem hefir þannig gerst opinbert að ótrygð, er hylt í svokölluðum „fínum' ‘ fjelagsskap, eins og það væri lietj- ur og mikilmenni. ítalía vill ekki láta sjer nægja það, að gera gælur við ósómann og nefna hann vægari nöfnuin en hann á skilið. Dómstólarnir munu sjá um það, að syndin gegn heil- ögu hjónabandi ve'rði nefnd sínu rjetta nafni — hórdómur! — og leggja við stranga refsingu. Skákþranlir, Eftir H. Hafstein. n. Trotski og frú. Þess hefir áður verið getið í skeytum, að ráðstjórn- in í Rússlandi hefir dæmt 30 af fyigismönnum Trotski og' hann sjálfan í útlegð. Fengu þeir tilkynningu um það frá stjóminni hinn 3. des- ember, að þeim mundi með þriggja daga fyrirvara tvístrað og þeir sendir til ystu hjeraða landsins. Trotski val- svo sendur til Astrakan, Rakovski til afskekfs bæjar í lijeraðinu Viatka, Radek og Kamenev td Tobolslt-hjeraðs í Síberíu og Sinovjev til einh-vers þorps hjá Ural- fjöllum. Er þetta talin ein liin merliilegasta ráðstöfuri ráðstjórnarinn- ar. — Trotski hefir áður verið ger landrækur úr 17 ríkjum. Lausn á skákþraut nr. 1. Hvitt: Svart: 1 Df2—f5 Kc6—b6 2 Df2—f5 Kc6—h6 3 Bg3—c7 mát. eða 1 Df2—f5 Kc6—b7 2 Df5—c8 Kb7xc8 3 Be2—a6 mát. Srnælki. Úr nógu að velja. Vanderbilt yngri var einu sinni í spilaknæpu og misti þar slifsisnælu sína. Hún var 40.000 franka virði. Ilann kærði tjón sitt fyrir húsráðanda, en hann sendi þegar leynilögreglu- þjón til að hafa upp á nælunni. Tíu mínútum seinna kom leynilög- regluþjónninn með prúðbúinn raann og nú gengu þeir og Vand- erbilt inn í afskekt herbergi. Þar dró sá prúðbúni 21 slifsisnælu upp úr vasa sínum og lagði á borðið og mælti: „Jeg man hreint eltki hverja næluna þjer eigið!-Þjer verðið að finna hana sjálfur." — Vanderbilt tók nælu sína og borg- aði manninum 1000 franka fyrir það að skila henni. Sá ljótasti. Maður er nefndur Sam Langford og er Svertingi. ■— Hann var einu sinni kunnur hnefa- leikari, en varð að hætta vegna sjóndepru, og nú er hann blindur og hefir ofan af fyrir sjer með því að bursta skó. — Binu sinni — það var víst í París — átti hann að berjast við annan Svertingja, sem Sam McVea hjet. Þegar þeir tók- ust í hendur á orustupallinum, hló Langford út undir eyru, dró upp hjá sjer tóbakspípu og rjetti hin. um. — Ge'rðu svo vel, Sam, þú átt að eiga þessa pípu! — Frá hverjum er húní — Frá föður mínum.Þegar hann afhenti mjer hana sagði hann: Ef þú hittir nokkru sinni Negra, sem er ljótari en þú sjálfur, þá gefðu honum þessa pípu. Þú átt skilið að eiga hana, Sam! Vegua Olympíuleikanna, er fram eiga að fara í Amsterdam í sumar, hefir verið stofnaður þar sjerstak* ur tungumálaskóli fyrir lögreglu- þjónana. Eru 300 lögregluþjónar í skóla þessarn, og læra þeir þar frönsku, ensku og þýsku, svo að þeir standi ekki uppi ráðþrota og mállausir þegar ferðamanna- straumurinn kemur. abcdefgh Hvítt leikur og mátar í 3. leik. í*afoldarprentamiöja h.f.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.