Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1928, Blaðsíða 6
30
LESBÓK M.ORGUNBLAÐSINS
Tómasarríma
Páls á Hjálmssöðum.
PTill á Hjálmsstöðum, eins og
hann er jafnan nefndur, er fædd-
ur 12. febr. 1873 á Hjálmsstöðum
í Laugardal. Voru foreldrar Iians
Guðmundur Pálsson og Gróa Jóns-
dóttir.
Hefir Páll dvalið allan sinn ald-
ifr á Hjálmsstöðum, fy’rst með for-
eldrum sínum, en síðar bóndi þar.
Páll á Hjálmsstöðum.
Hann lærði ekkert í æsku utan
hinn vanalega lærdóm undir ferm-
ingu; ólst upp við þröngan kost,
var að upplagi mjög bókhneigður,
en hefir löngum haft lítinn tíma
til lesturs. Hann hefir frá því á
unga aldri látið fjúka í kviðling-
um við og við, en ekkert gefið sig
að öðru levti við kveðskap, sem
liann hafði þó allmikla tilhneig-
ingu til. Þó verða stökur hans
ekki hjeraðsfleygar fyr en um og
eftir aldamót. En þá fer svo, er
smellnar stökur fljúga um sveitir,
að ferill þeirra er rakinn heim til
„skáldsins á IIjálmsstöðum,“ enda
hefir Páll á Hjálmsstöðum um ald-
arfjótðung staðið fremstur þeirra
Sunnlendinga, er lagt hafa rækt
við hina gömlu og góðkunnu íþrótt
alþýðunnar: liagmælskuna.
Ekki er það fyr en á síðustu
árum að Páll hefir haldið vísum
sínum saman og fram að 1910 mun
hann ekkert hafa skrifað af
því, sem hann orti. Það hefir
jafnan verið siður hans að yrkja
af munni fram; var hvorttveggja
að h'ann orti jafnan við starf sitt
og þá ekki tími til að festa vís-
urnar á blað, enda leit hann svo
á lengi vel, að vísnagerð þessi væri
áheyrendum „til hugarhægðar" en
sjálfum honum „hvorki til lofs nje
frægðar.“ En eftir 1910 verður
breyting á þessu. Þá urðu aðrir
til þess að rita niður alt sem þá
varð grafið upp af kveðskap hans
og kom þá að góðu haldi frábært
minni Páls, því að fjölda rímna-
flokka um ósk.yld efni þuldi hann
upp úr sjer, sem aldrei höfðu kom-
ist á blað. En ekki var laust við
að Páli þætti þetta undarlegt í
fyrstu og óþarft að vera að skjal-
festa slíkt, sem vanalega hafði ver-
ið kveðið til stundargamans í kátra
drengja lióp, ýmist í rjettum,
kaupstað eða lestaferðum, á meðan
Bakkus hvatti til dáða og eklti
þraut á veigaglösunum. Þó fór
svo að Páli varð ljúft að hrista
úr pokahorninu og kom þá margt
i leitirnar, en eflaust hefir annað
eins glatast og gleymst.
Lítið hefir sjest eftir Pál á
prenti, þó hefir Morgunblaðið hirt
sumar stöknr hans. En hitt er al-
kunnugt, að stökur lians og ýmsir
rímnaflokkar hafa nú á síðustu
árum flogið víða, og eiga ýmsir
margt af slíku í handritum.
Eitt af því, sem Páll hefir látið
einna fyrst frá sjer fara og alþýða
hefir tekið mestu ástfóstri við, er
Tómasalrríma sú, er hjer birtist.
Enda má hún að ýmsu leyti merki-
leg lieita. Hún er brot úr menn-
ingarsögu (þjóðarinnar um það
leyti, sem gamlir og góðir siðir
verða að víkja fyrir öðrum nýjum,
sem mentunin og framfarabrutlið
telja betri og hagkvæmairi.
Tómasar ríma.
Kveðin veturinn 1907,
Skamdegis við skertan dag
skemta blaðaskræður;
um Tómas skal því byrja brag,
Brattholti, sem ræður.
Bygð hans stendur fjörðum fjær
fjalls með brekkum hærri,
í Árnesþingi enginn bær
er kaupstöðum fjærri.
Voru fróni finnast á
fegri yarla staðír:
Þar rjeð Gullfoss gígju slá
gegnum aldaraðir.
Iðu skrúðið löður ljóst
lífgar gljúfra tómin,
fossins livassa bylgju brjóst,
brimar þrumu hljóminn.
Fyrir glófext fossins tröll
fram, sem kraftur þvingar,
hafa boðið handarmjöll
honum Englendingar.
En ei sig kærði um gullið grand,
greitt af þeirra lúkum,
vildi heldur verja land
valds og maurapúkupi.
Um útbúnað og áliöld hans
jeg vil nokkuð skhifa:
þessa góða merkismanns
mætti saga lifa.
Hans eru fákar tíu og tveir,
tamdir vel, óstaðir;
ársins tíðir allar þeir
eru selspikaðir.
Degi hverjum ekki er
í kaupstað að slóra;
en þegar að heimanferð í fer
ferð hann gerir stóra.
Taglhársbeisli ei slakt nje sleipt
slöngvar klár á veginn,
járnmjel hart í högld er greypt
haglega báðum megin.
í klökkum hreindýrahornið er,
hvar í byrðin togar.
Skriðufells úr skógi hjer
skornir flestir bogar.
Er á hverjum hraustum jór
— hef jeg það í minni —
melreiðingur mikill og stór
magnaður af skinni.
Hver er sylgja úr horni hörð,
hvergi er líkist glingri;
oddabrugðin ullargjörð
ofin á sjálfs hans fingri.
Hans eru tæki traust í ferð,
af tryggu efni skorin:
öll eru reipi af ólum gerð,
elt og lýsisborin.
Geymir vörur vatnsheldur,
velunninn og þveginn