Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1928, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1928, Blaðsíða 4
28 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS komið á sviði œttgengisfrœðiimar er J>að, sem kallast beinir ættleggir. Hefir Wilhelm Johannsen prófess- or í Kiiiifn uppgötvað J)á. í frumsellum þeim, sem líkam- inn bvggist af, egg- og sæðissell- unni, liggur falinn anginn til eig- injeika þeirra, er síðar einlcenna hinn fullvaxna einstakling. Ekki er enn fullljóst á hvern hátt það er, en hitt er talið víst, að það sje bundið við þá hluta sellunnar er logteinar (kromosom) nefnast. Nú vita menn, að í æxlunarsellunum eru ætíð hálfu færri bogteinar, en í öðrum þeim sellum, sem líkam- inn er bygður af, þ. e. a s. í hverri tegund er ákveðinn fjöldi bogteina í sellu liverri, sje taía sú t. d. 16, er tala bogteinanna í æxlvmarsell- unum aðeins 8. Við æxlunina sam- einast bogteinar á ný og í sellu þeirri er myndast eftir æxlunina er fullkominn fjöldi bogteina. Lengi vel var skoðiui manna sú, að erfðaeiginleikar allra ein- staklinga væru eins. En síðari tíma rannsóknir hafa leitt í ljós, að í þeim efnum er næstum svo margt sinnið sem skinnið. Eðliseinkunn (Anlægspræget) er það, sem ákveð- ur eikinleika afkvæmisins. Ef erfðaeiginleikar foreldranna eru misjafnir, kemur fram ósamkynja (Heterozygot) eftir æxlunina. —• Einstaklingurinn, sem fram kem- ur, verður einskonar bastarður og frábrugðinn foreldrunum í ýmsu tilliti. Sjeu aftur á móti eðliseink- unnir beggja foreldranna hinar sömu, verður afkvæmið með eigin- leika foreldranna, þar sem það er bygt upp af einskynja (homozy- got) sellum. En eins og fyr er get- ið eru eðliseinkunnir tveggja ein- staklinga sjaldan eins, má þar meðal annars benda á hára og augnalit; því er það miklum vand- kvæðum bundið að fá afkvæmi tveggja einstaklinga er sje eins kynja. Hinsvegar er nokkurnveg- inn víst, að eðliseinkunnir, bæði egg- og sæðissellunnar sjeu eins hjá verum þeim, þar sem sami einstaklingur framleiðir hvort- tveggja, s. s. er hjá mörgum lægri dýrum og einkum hjá plöntum. Að vísu er ekki ætíð víst, að sjálf- frjóvgun geti framfarið, þótt sami einstaklingur framleiði bæði karl- l(Tgár o'g kvSnlegar gfxlunarSelIur, en þar sem slíkt er mögulegt, hef- ir tekist að fá hina svonefndu beinu ættleggi. Þar er altaf gætt, að plöntur þær er rannsalcaðar eru frævi sig sjálfar. Mönnum gæti dottið í hug, að allir einstaklingar beina ættleggs- ins væru eins eða næstum eins að útliti, en því er ekki þannig farið. A því eru ýmsar sveiflur og hefir einungis með nákvæmum rann- sóknum tekist að fá vfirlit þar yf- ir. En rannsóknirnar hafa sýnt, að þarna eru einnig til reglur. Plönt- ur þær er notaðar liafa verið við rannsókn beinna ættleggja eru mest baunir. Um stærð þeirra hef- ir það sýnt sig, að sje þeim skift í flokka eftir lengd, með % m.m. lengdarmun, verða langflestar í miðstærðarflokknum. Yfir- og und iibrigði finnast, en J>eim fækltar stöðugt, því lengra sem kemur frá meðalstærðinni. Þess mætti og vænta, að stóru baunirnar gæfu af sjer stórar baunir við framhald- andi ræktim ,og ]>ær litlu litlar, en reynslan hefir sýnt liið gagn- stæða. Hvort sem stórar- eða litlar baunir hafa verið notaðar til út- sæðis innan beina ættleggsins hef- ir meðalstærð uppskerunnar verið sú sama, þ. e. a. s. ef lífskjörin hafa verið hin sömu. Af þessu dró Johannsen þá ályktun, að persónu- legir eiginleikar væru ekki ætt- gengir. Hið eina sem ættgengt er eru eðliseinkunnirnar. Hinu má aldrei gleyma, að kjörin liafa mik- il áhrif á þroska og útlit hvers einstaklings, en eiginleikar sem ]>annig eru skapaðir af umhverf- inu (Fremtoningspræget) útlits- einkunnir eru ekki ættgengir. Johannsen heldur fraift þeirri skoðun, að beinir ættleggir breyt- ist ekki á meðan þeir eiga við sömu kjör að búa, og þótt einn eða fleiri ættliðir kunni vegna breytst umhverfis, að líta öðru vísi út, þá sjeu það ekki ættgeng- ir eiginleikar. Hinsvegar neitar hann eklri, að stöklibreytni geti komið fram af einhverjum óskilj- anlegum ástæðum. Hjer hefi jeg leitast við að gefa yfirlit yfir helstu stefnur og kenn- bigar, sem fram hafa komið um hið merkilegasta fyrirbrigði nátt- úmnnár, þróun ög ætt'gengi. Það er ekki einungis merkilegt fyrir vlsindamenn og náttúrudýrkend- ur, heldur snertir það alla. Þýðing ættgengisrannsókna fyrir landbún- að er ómetanleg. Þessi vísindi hejrra Jrví undir það bókvit, er í askana verður látið. Eins og gefur að skilja hefi jeg aðeins stiklað á helstu steinunum, ef verða mætti til þess að einhver vildi kynna sjer hluti þessa nánar. Efnið er langtum of margþætt, til þess að unt sje að gera nokkra fullnægjandi grein fyrir því í stuttri ritgerð. En nú kynni lesandinn að spyrja: Hverju á helst að trúa, af því, sem hjer er sagt? Hver skoðun er alment ríkjandi núf Við því er ekki hægt að gefa neitt endanlegt svar. Enn eru fjölda margir vís- indamenn Darwinistar, eða Zamar- kistar, enda þótt aðrir telji margt í kenningum þeirra rangt. Því fær enginn liffræðingur neitað að þi’ó- un á sjer stað. Ef í stuttu máli á að gefa yfir- lit yfir þá skoðun, er meiri hluti líffræðinga mitímans aðhyllist, er það á þessa leið: 1. Eiginleikar, er einstaklingurinn fær á lífsskeiði sínu og þýðing gætu liaft fyrir nýmyndun teg- unda, eru tæplega ættgengir. 2. Að því leyti sem úrvals kenn- ing Darwins snertir, breytileik einstaklinganna, er hún senni- lega röng. 3. Stökkbreytni á sjer stað, og nýjar tegundir myndast á þann hátt, en þær breytingar, sem J>annig lcoma fram, eru tiltölu- lega litlar. 4. Við víxlfrjóvgun geta komið fram ættgengir eiginleikar, og því sennilegt að nýjar tegundir myndist þannig. 5. Við hjálp Mendelslögmáls er oft fyrir fram unt að reikna út ættgengisfarið hjá bastörðum. Enn er eigi fundið fullnægjandi svar við spurningunni: Hvernig myndast nýjar tegundir? En fjöldi vísindamanna starfa ótrauð- ir að því verki að leysa gátuna miklu, uppruna og þróun lífsins á jörð vorri. St. Steindórsson, frá Hlöðum. —-—----------------

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.